Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. janúar 2025 08:46 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjar segir enn bera talsvert mikið á milli aðila kjaradeilunnar. Vísir/Vilhelm Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv í gærkvöldi. „Sá fundur fór þannig að ég ákvað, að höfðu samráði við aðila, í kjölfar þess fundar að ég mun ekki boða til frekari funda að svo stöddu,“ sagði Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, í viðtalinu við Rúv í gær. Það sé gerst vegna þess að viðræðurnar hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Við þessar aðstæður telja aðilarnir að það sé skynsamlegast að tekið verði smá hlé á viðræðunum og á næstu sólarhringum þá munu aðilarnir, hver í sínu lagi og í samráði við mig, vinna að því að kanna hvort hægt sé að finna einhvern nýjan grundvöll eða blása lífi í viðræðurnar á einhvern nýjan hátt,“ sagði hann einnig við Rúv. Viðræðurnar hefðu því siglt í strand, „að minnsta kosti í bili,“ að sögn Ástráðs. Bæri enn „talsvert mikið í milli“ Ástráður sagðist ekki geta sagt til um hvað þetta hlé í viðræðum yrði langt. „Það fer bara alveg eftir því hvernig okkur gengur að finna samtalinu einhvern nýjan grundvöll. En það er þannig að það er umsamin friðarskylda milli aðilanna sem stendur til næstu mánaðamóta og þess vegna hefði verið mjög mikilvægt að reyna að ljúka málum í þessum mánuði,“ sagði Ástráður inntur eftir því hvenær viðræður hæfust að nýju. Loks sagði hann að það bæri enn talsvert mikið í milli. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv í gærkvöldi. „Sá fundur fór þannig að ég ákvað, að höfðu samráði við aðila, í kjölfar þess fundar að ég mun ekki boða til frekari funda að svo stöddu,“ sagði Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, í viðtalinu við Rúv í gær. Það sé gerst vegna þess að viðræðurnar hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Við þessar aðstæður telja aðilarnir að það sé skynsamlegast að tekið verði smá hlé á viðræðunum og á næstu sólarhringum þá munu aðilarnir, hver í sínu lagi og í samráði við mig, vinna að því að kanna hvort hægt sé að finna einhvern nýjan grundvöll eða blása lífi í viðræðurnar á einhvern nýjan hátt,“ sagði hann einnig við Rúv. Viðræðurnar hefðu því siglt í strand, „að minnsta kosti í bili,“ að sögn Ástráðs. Bæri enn „talsvert mikið í milli“ Ástráður sagðist ekki geta sagt til um hvað þetta hlé í viðræðum yrði langt. „Það fer bara alveg eftir því hvernig okkur gengur að finna samtalinu einhvern nýjan grundvöll. En það er þannig að það er umsamin friðarskylda milli aðilanna sem stendur til næstu mánaðamóta og þess vegna hefði verið mjög mikilvægt að reyna að ljúka málum í þessum mánuði,“ sagði Ástráður inntur eftir því hvenær viðræður hæfust að nýju. Loks sagði hann að það bæri enn talsvert mikið í milli.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira