Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2025 16:52 Hvolsvöllur er meðal þeirra bæja sem hafa verið án læknis undanfarið. Vísir/Vilhelm Fulltrúar sveitarfélaga í Rangárvallasýslu lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðu heilbrigðismála í sýslunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar. Þetta segir í tilkynningu frá fulltrúum sveitarfélaganna en málefni heilsugæslu Rangárþings hafa verið til mikillar umræðu undanfarin misseri vegna vanda við að manna stöður lækna í héraðinu. Til að mynda var greint frá því yfir hátíðirnar að læknir hafi ekki fengist til að úrskurða mann látinn, sem lést á aðfangadagskvöld, fyrr en löngu seinna. Læknar hafa lýst því yfir að þeir óttist að svæðið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð og oddviti í Rangárþingi hefur lýst ástandi sem tifandi tímasprengju og sagt ástandið forkastanlegt. Skapi aukið álag og óöryggi Í yfirlýsingunni segir að sú staða hafi reglulega komið upp að enginn læknir sé á vakt á stóru svæði á Suðurlandi. Þetta hafi skapað aukið álag á annað heilbrigðisstarfsfólk og óöryggi fyrir íbúa og þann fjölda ferðamanna sem fer um svæðið. Fulltrúar Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Ásahrepps hafi fundað með forstjóra og framkvæmdastjóra hjúkrunar og heilsugæslu HSU til að fara yfir málin og leita skýringa og lausna á stöðunni. Á þeim fundi hafi meðal annars komið fram að grunnlæknisþjónusta í sýslunni sé tryggð út febrúar 2025. Sá tími verði nýttur til þess að auglýsa og ráða lækna í fastar stöður. Ívilnanir til skoðunar í ráðuneytinu Fram hafi komið að til skoðunar sé hjá heilbrigðisráðuneytinu einhvers konar ívilnanir til að laða að heilbrigðisstarfsfólk út á land og sveitarstjórnir svæðisins hvetji hlutaðeigandi til að flýta því máli eins og kostur er. Sveitarfélögin í Rangárvallasýslu leggi áherslu á að þau séu hér eftir sem hingað til tilbúin að liðka til fyrir ráðningarferlinu eins og þeim er heimilt. Óboðlegt „Sveitarfélögin lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar. Stöðufundur verður haldinn í febrúar með HSU og send verður sameiginleg ályktun sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu til heilbrigðisráðuneytisins.“ Ljóst sé að þessi staða hafi valdið verulega auknu álagi á annað starfsfólk heilsugæslunnar og á sjúkraflutningafólk. Fulltrúar sveitarfélaganna vilji koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra sem staðið hafa vaktina og sinnt framúrskarandi starfi af einstakri elju og sóma. „Von kjörinna fulltrúa og íbúa Rangárvallasýslu er að málin leysist sem fyrst og að viðunandi læknisþjónusta verði tryggð til frambúðar.“ Heilbrigðismál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Ásahreppur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Mest lesið Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Erlent Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Innlent Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Erlent Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Erlent Fleiri fréttir Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Trén fallin Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá fulltrúum sveitarfélaganna en málefni heilsugæslu Rangárþings hafa verið til mikillar umræðu undanfarin misseri vegna vanda við að manna stöður lækna í héraðinu. Til að mynda var greint frá því yfir hátíðirnar að læknir hafi ekki fengist til að úrskurða mann látinn, sem lést á aðfangadagskvöld, fyrr en löngu seinna. Læknar hafa lýst því yfir að þeir óttist að svæðið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð og oddviti í Rangárþingi hefur lýst ástandi sem tifandi tímasprengju og sagt ástandið forkastanlegt. Skapi aukið álag og óöryggi Í yfirlýsingunni segir að sú staða hafi reglulega komið upp að enginn læknir sé á vakt á stóru svæði á Suðurlandi. Þetta hafi skapað aukið álag á annað heilbrigðisstarfsfólk og óöryggi fyrir íbúa og þann fjölda ferðamanna sem fer um svæðið. Fulltrúar Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Ásahrepps hafi fundað með forstjóra og framkvæmdastjóra hjúkrunar og heilsugæslu HSU til að fara yfir málin og leita skýringa og lausna á stöðunni. Á þeim fundi hafi meðal annars komið fram að grunnlæknisþjónusta í sýslunni sé tryggð út febrúar 2025. Sá tími verði nýttur til þess að auglýsa og ráða lækna í fastar stöður. Ívilnanir til skoðunar í ráðuneytinu Fram hafi komið að til skoðunar sé hjá heilbrigðisráðuneytinu einhvers konar ívilnanir til að laða að heilbrigðisstarfsfólk út á land og sveitarstjórnir svæðisins hvetji hlutaðeigandi til að flýta því máli eins og kostur er. Sveitarfélögin í Rangárvallasýslu leggi áherslu á að þau séu hér eftir sem hingað til tilbúin að liðka til fyrir ráðningarferlinu eins og þeim er heimilt. Óboðlegt „Sveitarfélögin lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar. Stöðufundur verður haldinn í febrúar með HSU og send verður sameiginleg ályktun sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu til heilbrigðisráðuneytisins.“ Ljóst sé að þessi staða hafi valdið verulega auknu álagi á annað starfsfólk heilsugæslunnar og á sjúkraflutningafólk. Fulltrúar sveitarfélaganna vilji koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra sem staðið hafa vaktina og sinnt framúrskarandi starfi af einstakri elju og sóma. „Von kjörinna fulltrúa og íbúa Rangárvallasýslu er að málin leysist sem fyrst og að viðunandi læknisþjónusta verði tryggð til frambúðar.“
Heilbrigðismál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Ásahreppur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Mest lesið Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Erlent Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Innlent Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Erlent Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Erlent Fleiri fréttir Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Trén fallin Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Sjá meira
Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21