Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2025 09:03 Pulis þótti mismikið koma til Íslendinganna í Stoke. Bryn Lennon/Getty Images Tony Pulis, fyrrum knattspyrnustjóri Stoke City á Englandi, var ekki yfir sig hrifinn af íslenskum eigendum liðsins á sínum tíma. Það var þá mismikið sem íslenskir leikmenn liðsins fengu að spila undir hans stjórn. Pulis hefur ekki alltaf verið vinsæll meðal Íslendinga. Hann sætti mikilli gagnrýni hér á landi árin 2010 og 2011 þegar hann gjörsamlega frysti Eið Smára Guðjohnsen hjá Stoke er hann sat límdur við varamannabekk liðsins. Saga hans með Íslendingaliði Stoke City hófst hins vegar fyrir tilstilli íslenskra eigenda félagsins, sem bæði réðu og ráku Walesverjann á sínum tíma. Þegar Stoke varð Íslendingalið Íslenskur fjárfestahópur festi kaup á Stoke City árið 1999. Gunnar Þór Gíslason leiddi kaupin og varð stjórnarformaður félagsins en Magnús Kristinsson stofnaði með honum eignarhaldsfélagið Stoke Holding sem keypti Stoke með aðstoð Kaupþings. Í Morgunblaðinu árið 1999 má sjá mynd af fulltrúum Kaupþings og Stoke Holding, eignarhaldsfélags fjárfestanna, er þeir skrifuðu undir samning um kaupin. Stoke var í íslenskri eigu fram til ársins 2006 en þá keypti Peter Coates félagið öðru sinni. Það hafði verið í hans eigu frá 1986 þar til hann seldi það til íslenska hópsins. Úr íþróttablaði Morgunblaðsins þann 3. nóvember árið 1999.Skjáskot/Tímarit.is/Morgunblaðið Coates-fjölskyldan hefur þá átt og rekið félagið allar götur síðan hún keypti Stoke aftur af íslenska eigendahópnum árið 2006. Guðjón Þórðarson var ráðinn þjálfari Stoke í nóvember 1999 og stýrði liðinu fram á vormánuði 2002. Íslenskir eigendur Stoke voru svo fyrstir til að gefa Tony Pulis tækifæri til að þjálfa Stoke en hann tók við félaginu veturinn 2002 eftir skammvinna og misheppnaða stjóratíð Steve Cotterill, sem hafði tekið við af Guðjóni. Pulis var með liðið til 2005 en þá rekinn af Íslendingunum. Hollendingurinn Johan Boskamp var ráðinn í hans stað. Boskamp gekk ekki vel í starfi og Peter Coates sagði honum upp sumarið 2006, en hann hafði keypt liðið aftur af íslenska fjárfestahópnum í maí sama ár. Hætti sér í einkaherbergið Pulis ber þeim íslensku misvel söguna í hlaðvarpi fyrrum markvarðarins Ben Foster, sem var á mála hjá Stoke í tíð Íslendinganna, sem ungur leikmaður. Þegar Guðjón Þórðarson yfirgaf Stoke árið 2002 höfðu sex íslenskir leikmenn tekið þátt á lokaleiktíð hans; Brynjar Björn Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson, Ríkharður Daðason, Stefán Þórðarson, Pétur Marteinsson og Birkir Kristinsson. Þar er aðeins nefndur hluti þeirra íslensku leikmanna sem höfðu flykkst til Stoke-on-Trent í þjálfaratíð hans frá 1999 til 2002. Lista yfir alla Íslendinga sem hafa leikið fyrir Stoke City má sjá fyrir neðan. Gaui Þórðar fagnar eftir sigur Stoke á Brentford í umspili um sæti í næst efstu deildNick Potts - PA Images/PA Images via Getty Images Eftir fyrsta sumargluggann undir stjórn Pulis voru aðeins þrír eftir á hans fyrstu leiktíð, tímabilið 2002 til 2003. Brynjar Björn var fastamaður undir hans stjórn fyrstu leiktíðina og Bjarni Guðjónsson fékk einnig töluvert að spila. Pétur Marteinsson var hins vegar varaskeifa. Strax sumarið 2003 höfðu þeir þrír hins vegar allir yfirgefið félagið og enginn íslenskur leikmaður stóð eftir. Pulis segir í hlaðvarpinu sögu af því þegar einn íslensku fjárfestanna kom að máli við hann eftir leik á Britannia-vellinum, heimavelli Stoke, þessa fyrstu leiktíð. Hann kallaði eftir því að Pétur Marteinsson fengi meira að spila á kostnað Gerry Taggart, sem hafði átt langan feril í ensku úrvalsdeildinni áður en hann kom á gamals aldri til Stoke. „Við vorum með íslenska fólkið þarna. Það var öðruvísi en hjá Peter Coates því þegar Peter stýrði ferðinni var stjórnarherbrgið opið eftir leik. Allir blönduðu geði,“ segir Pulis. „Íslendingarnir voru með stjórnarherbergi, en svo lítið herbergi fyrir sig sem þeir voru vanir að fara í. Og eftir leikinn var ég aldrei mikið fyrir að fara í stjórnarherbergið. Ég var svolítið stressaður ef einhver skyldi segja eitthvað og ég myndi láta eitthvað út úr mér í hita leiksins,“ „Einn daginn, eftir góðan leik, sem við unnum 2-0 eða eitthvað slíkt, fór ég upp og Íslendingarnir voru í litla herberginu sínu,“ segir Pulis. Maðurinn sem skallaði boltann heppinn að fá hann í höfuðið Pulis hafi farið í hið svokallaða einkaherbergi að heilsa upp á íslenska hópinn ásamt aðstoðarþjálfara sínum David Kemp. Pulis og Pétur Marteinsson á æfingu Stoke á sínum tíma.Nick Potts - PA Images/PA Images via Getty Images „Svo ég og Kempy komum inn og við settumst við þetta stóra langborð og þeir eru spjallandi saman. Einn af íslensku stjórnendunum sneri sér að mér og sagði að þeir væru með íslenska leikmenn þar. Þeir vildu að ég myndi spila þeim en ég spilaði þeim aldrei,“ segir Pulis léttur. „Einn þeirra var miðvörður. Svo hann sagði: „Má ég spyrja þig, Tony, af hverju heldurðu áfram að spila Gerry Taggart?“ segir Pulis frá en miðvörðurinn sem á við er Pétur Marteinsson, sem spilaði ekki mikið undir stjórn Pulis. „Svo ég sagði: Tja, ég held að hann sé besti miðvörðurinn sem við höfum. „Hann er heppinn,“ svaraði Íslendingurinn mér,“ segir Pulis frá. „Hvur fjárinn hugsaði ég, þetta er maður sem hefur spilað um 550 leiki. Svo ég svara: „Ó já, er það? Hvað meinarðu?“ Íslendingurinn svarar: „Tja, í hvert skipti sem boltinn fer inn í teiginn fær Taggart hann í höfuðið,“ segir Pulis við sjokk og hlátrasköll þáttastjórnenda. Augljóst þyki að Taggart hafi þar varist vel og skallað boltann frá, en ekki fengið hann hreinlega í höfuðið heppni sinnar vegna. „Guð minn góður, ég sver upp á líf mitt[að hann sagði þetta],“ segir frá Pulis hlægjandi. „Svo ég svaraði: „Hann hefur gert það í um 550 leiki. Takk kærlega. Tala við þig síðar,“ og Pulis hafi í kjölfarið gengið á dyr. Pulis er einn farsælasti stjóri í sögu Stoke City en hann stýrði liðinu upp í ensku úrvalsdeildina árið 2008. Þá fór liðið í efstu deild í fyrsta sinn frá árinu 1985. Íslendingar sem hafa spilað fyrir Stoke Þorvaldur Örlygsson (1993-1995. 13 leikir, 1 mark) Lárus Orri Sigurðsson (1994-1999. 150 leikir, 6 mörk) Kristján Örn Sigurðsson (1997-2001. 0 leikir) Arnar Gunnlaugsson (1999-2000. 25 leikir, 5 mörk) Einar Þór Daníelsson (1999-2000. 0 leikir) Sigursteinn Gíslason (1999-2000. 8 leikir) Brynjar Björn Gunnarsson (1999-2003. 143 leikir, 16 mörk) Bjarni Guðjónsson (2000-2003. 146 leikir, 13 mörk) Birkir Kristinsson (2000-2001. 18 leikir) Ríkharður Daðason (2000-2002. 41 leikur, 11 mörk) Stefán Þórðarson (2000-2003. 56 leikir, 8 mörk) Hjörvar Hafliðason (2000-2001. 0 leikir) Pétur Marteinsson (2002-2003. 20 leikir, 2 mörk) Tryggvi Guðmundsson (2005. 0 leikir) Þórður Guðjónsson (2005-2006. 3 leikir) Hannes Þ. Sigurðsson (2005-2006. 29 leikir, 1 mark) Eiður Smári Guðjohnsen (2010-2011. 5 leikir) Undir hans stjórn fór Stoke í úrslit FA-bikarsins í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2011 og tók þátt í Evrópudeildinni árið eftir. Pulis yfirgaf Stoke árið 2013 en átti síðar eftir að stýra Crystal Palace (og var þar valinn þjálfari ársins í ensku úrvalsdeildinni), West Bromwich Albion, Middlesbrough og Sheffield Wednesday, sem var hans síðasta þjálfarastarf árið 2020. Hlaðvarpið sem um ræðir er hengt við í Spotify-spilaranum en auk þess að hlusta má einnig sjá það í mynd. Sagan af íslenska stjórnarmanninum hefst þegar 38 mínútur og 28 sekúndur eru liðnar af þættinum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjá meira
Pulis hefur ekki alltaf verið vinsæll meðal Íslendinga. Hann sætti mikilli gagnrýni hér á landi árin 2010 og 2011 þegar hann gjörsamlega frysti Eið Smára Guðjohnsen hjá Stoke er hann sat límdur við varamannabekk liðsins. Saga hans með Íslendingaliði Stoke City hófst hins vegar fyrir tilstilli íslenskra eigenda félagsins, sem bæði réðu og ráku Walesverjann á sínum tíma. Þegar Stoke varð Íslendingalið Íslenskur fjárfestahópur festi kaup á Stoke City árið 1999. Gunnar Þór Gíslason leiddi kaupin og varð stjórnarformaður félagsins en Magnús Kristinsson stofnaði með honum eignarhaldsfélagið Stoke Holding sem keypti Stoke með aðstoð Kaupþings. Í Morgunblaðinu árið 1999 má sjá mynd af fulltrúum Kaupþings og Stoke Holding, eignarhaldsfélags fjárfestanna, er þeir skrifuðu undir samning um kaupin. Stoke var í íslenskri eigu fram til ársins 2006 en þá keypti Peter Coates félagið öðru sinni. Það hafði verið í hans eigu frá 1986 þar til hann seldi það til íslenska hópsins. Úr íþróttablaði Morgunblaðsins þann 3. nóvember árið 1999.Skjáskot/Tímarit.is/Morgunblaðið Coates-fjölskyldan hefur þá átt og rekið félagið allar götur síðan hún keypti Stoke aftur af íslenska eigendahópnum árið 2006. Guðjón Þórðarson var ráðinn þjálfari Stoke í nóvember 1999 og stýrði liðinu fram á vormánuði 2002. Íslenskir eigendur Stoke voru svo fyrstir til að gefa Tony Pulis tækifæri til að þjálfa Stoke en hann tók við félaginu veturinn 2002 eftir skammvinna og misheppnaða stjóratíð Steve Cotterill, sem hafði tekið við af Guðjóni. Pulis var með liðið til 2005 en þá rekinn af Íslendingunum. Hollendingurinn Johan Boskamp var ráðinn í hans stað. Boskamp gekk ekki vel í starfi og Peter Coates sagði honum upp sumarið 2006, en hann hafði keypt liðið aftur af íslenska fjárfestahópnum í maí sama ár. Hætti sér í einkaherbergið Pulis ber þeim íslensku misvel söguna í hlaðvarpi fyrrum markvarðarins Ben Foster, sem var á mála hjá Stoke í tíð Íslendinganna, sem ungur leikmaður. Þegar Guðjón Þórðarson yfirgaf Stoke árið 2002 höfðu sex íslenskir leikmenn tekið þátt á lokaleiktíð hans; Brynjar Björn Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson, Ríkharður Daðason, Stefán Þórðarson, Pétur Marteinsson og Birkir Kristinsson. Þar er aðeins nefndur hluti þeirra íslensku leikmanna sem höfðu flykkst til Stoke-on-Trent í þjálfaratíð hans frá 1999 til 2002. Lista yfir alla Íslendinga sem hafa leikið fyrir Stoke City má sjá fyrir neðan. Gaui Þórðar fagnar eftir sigur Stoke á Brentford í umspili um sæti í næst efstu deildNick Potts - PA Images/PA Images via Getty Images Eftir fyrsta sumargluggann undir stjórn Pulis voru aðeins þrír eftir á hans fyrstu leiktíð, tímabilið 2002 til 2003. Brynjar Björn var fastamaður undir hans stjórn fyrstu leiktíðina og Bjarni Guðjónsson fékk einnig töluvert að spila. Pétur Marteinsson var hins vegar varaskeifa. Strax sumarið 2003 höfðu þeir þrír hins vegar allir yfirgefið félagið og enginn íslenskur leikmaður stóð eftir. Pulis segir í hlaðvarpinu sögu af því þegar einn íslensku fjárfestanna kom að máli við hann eftir leik á Britannia-vellinum, heimavelli Stoke, þessa fyrstu leiktíð. Hann kallaði eftir því að Pétur Marteinsson fengi meira að spila á kostnað Gerry Taggart, sem hafði átt langan feril í ensku úrvalsdeildinni áður en hann kom á gamals aldri til Stoke. „Við vorum með íslenska fólkið þarna. Það var öðruvísi en hjá Peter Coates því þegar Peter stýrði ferðinni var stjórnarherbrgið opið eftir leik. Allir blönduðu geði,“ segir Pulis. „Íslendingarnir voru með stjórnarherbergi, en svo lítið herbergi fyrir sig sem þeir voru vanir að fara í. Og eftir leikinn var ég aldrei mikið fyrir að fara í stjórnarherbergið. Ég var svolítið stressaður ef einhver skyldi segja eitthvað og ég myndi láta eitthvað út úr mér í hita leiksins,“ „Einn daginn, eftir góðan leik, sem við unnum 2-0 eða eitthvað slíkt, fór ég upp og Íslendingarnir voru í litla herberginu sínu,“ segir Pulis. Maðurinn sem skallaði boltann heppinn að fá hann í höfuðið Pulis hafi farið í hið svokallaða einkaherbergi að heilsa upp á íslenska hópinn ásamt aðstoðarþjálfara sínum David Kemp. Pulis og Pétur Marteinsson á æfingu Stoke á sínum tíma.Nick Potts - PA Images/PA Images via Getty Images „Svo ég og Kempy komum inn og við settumst við þetta stóra langborð og þeir eru spjallandi saman. Einn af íslensku stjórnendunum sneri sér að mér og sagði að þeir væru með íslenska leikmenn þar. Þeir vildu að ég myndi spila þeim en ég spilaði þeim aldrei,“ segir Pulis léttur. „Einn þeirra var miðvörður. Svo hann sagði: „Má ég spyrja þig, Tony, af hverju heldurðu áfram að spila Gerry Taggart?“ segir Pulis frá en miðvörðurinn sem á við er Pétur Marteinsson, sem spilaði ekki mikið undir stjórn Pulis. „Svo ég sagði: Tja, ég held að hann sé besti miðvörðurinn sem við höfum. „Hann er heppinn,“ svaraði Íslendingurinn mér,“ segir Pulis frá. „Hvur fjárinn hugsaði ég, þetta er maður sem hefur spilað um 550 leiki. Svo ég svara: „Ó já, er það? Hvað meinarðu?“ Íslendingurinn svarar: „Tja, í hvert skipti sem boltinn fer inn í teiginn fær Taggart hann í höfuðið,“ segir Pulis við sjokk og hlátrasköll þáttastjórnenda. Augljóst þyki að Taggart hafi þar varist vel og skallað boltann frá, en ekki fengið hann hreinlega í höfuðið heppni sinnar vegna. „Guð minn góður, ég sver upp á líf mitt[að hann sagði þetta],“ segir frá Pulis hlægjandi. „Svo ég svaraði: „Hann hefur gert það í um 550 leiki. Takk kærlega. Tala við þig síðar,“ og Pulis hafi í kjölfarið gengið á dyr. Pulis er einn farsælasti stjóri í sögu Stoke City en hann stýrði liðinu upp í ensku úrvalsdeildina árið 2008. Þá fór liðið í efstu deild í fyrsta sinn frá árinu 1985. Íslendingar sem hafa spilað fyrir Stoke Þorvaldur Örlygsson (1993-1995. 13 leikir, 1 mark) Lárus Orri Sigurðsson (1994-1999. 150 leikir, 6 mörk) Kristján Örn Sigurðsson (1997-2001. 0 leikir) Arnar Gunnlaugsson (1999-2000. 25 leikir, 5 mörk) Einar Þór Daníelsson (1999-2000. 0 leikir) Sigursteinn Gíslason (1999-2000. 8 leikir) Brynjar Björn Gunnarsson (1999-2003. 143 leikir, 16 mörk) Bjarni Guðjónsson (2000-2003. 146 leikir, 13 mörk) Birkir Kristinsson (2000-2001. 18 leikir) Ríkharður Daðason (2000-2002. 41 leikur, 11 mörk) Stefán Þórðarson (2000-2003. 56 leikir, 8 mörk) Hjörvar Hafliðason (2000-2001. 0 leikir) Pétur Marteinsson (2002-2003. 20 leikir, 2 mörk) Tryggvi Guðmundsson (2005. 0 leikir) Þórður Guðjónsson (2005-2006. 3 leikir) Hannes Þ. Sigurðsson (2005-2006. 29 leikir, 1 mark) Eiður Smári Guðjohnsen (2010-2011. 5 leikir) Undir hans stjórn fór Stoke í úrslit FA-bikarsins í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2011 og tók þátt í Evrópudeildinni árið eftir. Pulis yfirgaf Stoke árið 2013 en átti síðar eftir að stýra Crystal Palace (og var þar valinn þjálfari ársins í ensku úrvalsdeildinni), West Bromwich Albion, Middlesbrough og Sheffield Wednesday, sem var hans síðasta þjálfarastarf árið 2020. Hlaðvarpið sem um ræðir er hengt við í Spotify-spilaranum en auk þess að hlusta má einnig sjá það í mynd. Sagan af íslenska stjórnarmanninum hefst þegar 38 mínútur og 28 sekúndur eru liðnar af þættinum.
Íslendingar sem hafa spilað fyrir Stoke Þorvaldur Örlygsson (1993-1995. 13 leikir, 1 mark) Lárus Orri Sigurðsson (1994-1999. 150 leikir, 6 mörk) Kristján Örn Sigurðsson (1997-2001. 0 leikir) Arnar Gunnlaugsson (1999-2000. 25 leikir, 5 mörk) Einar Þór Daníelsson (1999-2000. 0 leikir) Sigursteinn Gíslason (1999-2000. 8 leikir) Brynjar Björn Gunnarsson (1999-2003. 143 leikir, 16 mörk) Bjarni Guðjónsson (2000-2003. 146 leikir, 13 mörk) Birkir Kristinsson (2000-2001. 18 leikir) Ríkharður Daðason (2000-2002. 41 leikur, 11 mörk) Stefán Þórðarson (2000-2003. 56 leikir, 8 mörk) Hjörvar Hafliðason (2000-2001. 0 leikir) Pétur Marteinsson (2002-2003. 20 leikir, 2 mörk) Tryggvi Guðmundsson (2005. 0 leikir) Þórður Guðjónsson (2005-2006. 3 leikir) Hannes Þ. Sigurðsson (2005-2006. 29 leikir, 1 mark) Eiður Smári Guðjohnsen (2010-2011. 5 leikir)
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjá meira