Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2025 13:44 Donald Trump yngri og vinir hans í Nuuk á þriðjudaginn. AP/Emil Stach Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. Þegar sonur forsetans, sem hefur lýst því yfir að Bandaríkin verði að „eignast“ Grænland, heimsótti Nuuk voru tekin upp myndbönd af heimamönnum með rauðar MAGA-derhúfur fagna og kalla einnig eftir því að Donald Trump keypti Grænland. Heimildarmenn danska ríkisútvarpsins í Grænlandi segja marga af meintum stuðningsmönnum Trumps í Nuuk í raun heimilislaust og jaðarsett fólk. DR sagði frá því á þriðjudaginn að einn maður sem birtist á myndbandi sem Trump eldri birti á samfélagsmiðli sínum og kallaði eftir því að forsetinn keypti Grænland væri Timmy Zeeb, síbrotamaður. Hann hafi til að mynda árið 2019 verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í einhverju stærsta fíkniefnasmyglmáli Grænlands. Í myndbandinu sagði hann Dani koma illa fram við Grænlendinga og að Danir meinuðu þeim að nýta náttúruauðlindir sínar. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Tom Amtoft, einn íbúi í Nuuk sem rætt var við, sagði að upp til hópa væri um að ræða útigangsmenn og fátækt eldra fólk sem hefði þarna fengi tækifæri til að borða á góðum veitingastað hótelsins Hans Egede. Hann sagði að þetta hefði fólkið fengið í skiptum fyrir að setja upp MAGA-húfurnar og vera í myndböndum starfsmanna Trumps og þótti honum það óviðeigandi. Amtoft sagði fólk auðvitað hafa rétt á sínum skoðunum en nokkuð ljóst væri að þessi myndbönd teiknuðu ekki upp raunverulega mynd. „Það er verið að múta þeim og það er mjög ógeðfellt.“ Amtoft sagði starfsmenn Trumps hafa reynt að setja derhúfur á alla sem á vegi þeirra urðu og beðið þau um að segja eitthvað jákvætt um Trump fyrir framan myndavél. Starfsfólkið hefði verið mjög aðgangshart og bara lítill hópur fólks hefði samþykkt það. Gengu um og settu húfur á fólk Blaðamenn DR höfðu einnig samband við starfsmenn Brugseni í Nuuk, þar sem heimilislaust fólk kemur oft saman og starfsfólkið sagðist hafa kannast við marga í myndböndum sem starfsmenn Trumps tóku. Þá staðfestu nokkrir starfsmenn Brugseni að fólk á vegum Trumps yngri hafi gengið um fyrir utan verslunina og boðið fólki MAGA-derhúfur og boðið þeim í mat á Hans Egede hótelinu. Jørgen Boassen, múrarinn sem tók á móti Trump yngri og fylgdi honum um Nuuk, sagði í samtali við DR að ekki hefði verið sérstaklega talað við jaðarsett fólk og að ekki hefði þurft að múta neinum til að taka þátt í myndböndunum. Hann staðfesti þó að jaðarsett fólk hefði borðað á veitingastaðnum á kostnað Trumps. Blaðamaður DR í Nuuk ræddi við einn mann sem birtist í myndböndunum. Sá sagðist hafa staðið undir göngubrú með örðum sem höfðu ekkert að gera þegar fólk á vegum Trumps hefði gengið að þeim. Þau hefðu boðið þeim mat á besta veitingastað bæjarins. Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Tengdar fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Múte Egede, formaður landstjórnar Grænlands, hefur kallað eftir samstöðu meðal Grænlendinga og biðlað til þeirra um að halda ró sinni. 10. janúar 2025 07:16 Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins. 9. janúar 2025 23:56 Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Deildarforseti við Háskólann á Grænlandi segir sögu slæmrar meðferðar Bandaríkjanna á frumbyggjum landsins vekja ugg meðal Grænlendinga sem horfa nú fram á mögulega innlimun inn í Bandaríkin sé eitthvað að marka orð verðandi forseta. 9. janúar 2025 17:03 Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Þegar sonur forsetans, sem hefur lýst því yfir að Bandaríkin verði að „eignast“ Grænland, heimsótti Nuuk voru tekin upp myndbönd af heimamönnum með rauðar MAGA-derhúfur fagna og kalla einnig eftir því að Donald Trump keypti Grænland. Heimildarmenn danska ríkisútvarpsins í Grænlandi segja marga af meintum stuðningsmönnum Trumps í Nuuk í raun heimilislaust og jaðarsett fólk. DR sagði frá því á þriðjudaginn að einn maður sem birtist á myndbandi sem Trump eldri birti á samfélagsmiðli sínum og kallaði eftir því að forsetinn keypti Grænland væri Timmy Zeeb, síbrotamaður. Hann hafi til að mynda árið 2019 verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í einhverju stærsta fíkniefnasmyglmáli Grænlands. Í myndbandinu sagði hann Dani koma illa fram við Grænlendinga og að Danir meinuðu þeim að nýta náttúruauðlindir sínar. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Tom Amtoft, einn íbúi í Nuuk sem rætt var við, sagði að upp til hópa væri um að ræða útigangsmenn og fátækt eldra fólk sem hefði þarna fengi tækifæri til að borða á góðum veitingastað hótelsins Hans Egede. Hann sagði að þetta hefði fólkið fengið í skiptum fyrir að setja upp MAGA-húfurnar og vera í myndböndum starfsmanna Trumps og þótti honum það óviðeigandi. Amtoft sagði fólk auðvitað hafa rétt á sínum skoðunum en nokkuð ljóst væri að þessi myndbönd teiknuðu ekki upp raunverulega mynd. „Það er verið að múta þeim og það er mjög ógeðfellt.“ Amtoft sagði starfsmenn Trumps hafa reynt að setja derhúfur á alla sem á vegi þeirra urðu og beðið þau um að segja eitthvað jákvætt um Trump fyrir framan myndavél. Starfsfólkið hefði verið mjög aðgangshart og bara lítill hópur fólks hefði samþykkt það. Gengu um og settu húfur á fólk Blaðamenn DR höfðu einnig samband við starfsmenn Brugseni í Nuuk, þar sem heimilislaust fólk kemur oft saman og starfsfólkið sagðist hafa kannast við marga í myndböndum sem starfsmenn Trumps tóku. Þá staðfestu nokkrir starfsmenn Brugseni að fólk á vegum Trumps yngri hafi gengið um fyrir utan verslunina og boðið fólki MAGA-derhúfur og boðið þeim í mat á Hans Egede hótelinu. Jørgen Boassen, múrarinn sem tók á móti Trump yngri og fylgdi honum um Nuuk, sagði í samtali við DR að ekki hefði verið sérstaklega talað við jaðarsett fólk og að ekki hefði þurft að múta neinum til að taka þátt í myndböndunum. Hann staðfesti þó að jaðarsett fólk hefði borðað á veitingastaðnum á kostnað Trumps. Blaðamaður DR í Nuuk ræddi við einn mann sem birtist í myndböndunum. Sá sagðist hafa staðið undir göngubrú með örðum sem höfðu ekkert að gera þegar fólk á vegum Trumps hefði gengið að þeim. Þau hefðu boðið þeim mat á besta veitingastað bæjarins.
Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Tengdar fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Múte Egede, formaður landstjórnar Grænlands, hefur kallað eftir samstöðu meðal Grænlendinga og biðlað til þeirra um að halda ró sinni. 10. janúar 2025 07:16 Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins. 9. janúar 2025 23:56 Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Deildarforseti við Háskólann á Grænlandi segir sögu slæmrar meðferðar Bandaríkjanna á frumbyggjum landsins vekja ugg meðal Grænlendinga sem horfa nú fram á mögulega innlimun inn í Bandaríkin sé eitthvað að marka orð verðandi forseta. 9. janúar 2025 17:03 Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Múte Egede, formaður landstjórnar Grænlands, hefur kallað eftir samstöðu meðal Grænlendinga og biðlað til þeirra um að halda ró sinni. 10. janúar 2025 07:16
Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins. 9. janúar 2025 23:56
Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Deildarforseti við Háskólann á Grænlandi segir sögu slæmrar meðferðar Bandaríkjanna á frumbyggjum landsins vekja ugg meðal Grænlendinga sem horfa nú fram á mögulega innlimun inn í Bandaríkin sé eitthvað að marka orð verðandi forseta. 9. janúar 2025 17:03
Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31