Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2025 11:40 Kristrún óskaði eftir sparnaðarráður frá þjóðinni og Einar Örn Ólafsson og félagar í Play svöruðu kallinu. Vísir Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra gerði það einu af sínum fyrstu verkefnum í embætti forsætisráðherra að óska eftir sparnaðarráðum frá þjóðinni. Þjóðin hefur ekki setið á sér og tillögurnar eru nú orðnar 2772. Ýmissa grasa kennir í tillögunum. Nokkuð algengt er að fólk leggi til að ÁTVR verði lögð niður og ýmsar stofnanir sameinaðar. Þá leggur einn til að Ísland segi sig úr NATO og leigi bandalaginu aðstöðu hér á landi fyrir litla eitt hundrað milljarða á ári. Ríkið kaupi alltaf ódýrasta miðann Flugfélagið Play hefur nú skilað inn tvíþættri tillögu að aukinni ráðdeild í ríkisrekstri. Fyrri liðurinn er einfaldur, að ríkisstofnanir kaupi alltaf ódýrasta flugmiðann fyrir starfsmenn sem ferðast til og frá Íslandi vegna vinnu. Síðari liðurinn snýr að vildarpunktafríðindum opinberra starfsmanna, sem hafa áður komið til umræðu. Augljósir hagsmunir fyrir hendi Í tillögu Play segir að Icelandair bjóði viðskiptavinum sínum upp á að safna vildarpunktum þegar ferðir eru bókaðar með flugfélaginu. Play bjóði ekki upp á sömu þjónustu en bjóði aftur á móti hagstæðara verð fyrir sömu þjónustu. Þegar ríkið kaupir flug fyrir opinbera starfsmenn með Icelandair fái starfsmennirnir persónulega vildarpunkta til einkanota. „Þannig hafa opinberir starfsmenn mikla hagsmuni af því að ferðin sé frekar bókuð með Icelandair en Play. Þá má hins vegar fullyrða að flug með PLAY sé í langflestum tilvikum ódýrar en Icelandair. Margar aðrar ástæður geta legið að baki því að velja eitt flugfélag umfram önnur, t.d. brottfarartími, en persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati og leiðir til þess að ríkið greiðir mun hærri upphæð fyrir flugferðir opinberra starfsmanna en þörf krefur.“ Alþingi keypti fjörutíu sinnum meira af Icelandair en Play Skýrt dæmi um að ríkisstarfsmenn velji dýrari kostinn séu flugferðir Alþingismanna árið 2023. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins hafi Alþingi keypt flugmiða af Icelandair fyrir 20,9 milljónir króna það árið en einungis fyrir 500 þúsund krónur af Play. Munurinn þar á milli er rúmlega fjörutíufaldur. Ekki sé hægt að rökstyðja að verð, áfangastaðir eða flugtími Play réttlæti slíkan mun. Play fljúgi til þeirra borga í Evrópu sem Alþingismenn ferðast mest til. Brottfarartímar Play til Evrópu séu að jafnaði um klukkustund fyrr á morgnanna, sem ætti ekki að réttlæta dýrara val á flugsæti, sérstaklega ekki þegar farið er með fé skattborgara. „Farmiðakaup Alþingismanna eru aðeins brot af heildarinnkaupum ríkisins á flugmiðum. Play telur ríkið geta sparað að minnsta kosti tugi milljóna á ári með því að hætta að greiða einkaáskrift opinberra starfsmanna að óþarflega dýru vildarkerfi.“ Play Icelandair Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra gerði það einu af sínum fyrstu verkefnum í embætti forsætisráðherra að óska eftir sparnaðarráðum frá þjóðinni. Þjóðin hefur ekki setið á sér og tillögurnar eru nú orðnar 2772. Ýmissa grasa kennir í tillögunum. Nokkuð algengt er að fólk leggi til að ÁTVR verði lögð niður og ýmsar stofnanir sameinaðar. Þá leggur einn til að Ísland segi sig úr NATO og leigi bandalaginu aðstöðu hér á landi fyrir litla eitt hundrað milljarða á ári. Ríkið kaupi alltaf ódýrasta miðann Flugfélagið Play hefur nú skilað inn tvíþættri tillögu að aukinni ráðdeild í ríkisrekstri. Fyrri liðurinn er einfaldur, að ríkisstofnanir kaupi alltaf ódýrasta flugmiðann fyrir starfsmenn sem ferðast til og frá Íslandi vegna vinnu. Síðari liðurinn snýr að vildarpunktafríðindum opinberra starfsmanna, sem hafa áður komið til umræðu. Augljósir hagsmunir fyrir hendi Í tillögu Play segir að Icelandair bjóði viðskiptavinum sínum upp á að safna vildarpunktum þegar ferðir eru bókaðar með flugfélaginu. Play bjóði ekki upp á sömu þjónustu en bjóði aftur á móti hagstæðara verð fyrir sömu þjónustu. Þegar ríkið kaupir flug fyrir opinbera starfsmenn með Icelandair fái starfsmennirnir persónulega vildarpunkta til einkanota. „Þannig hafa opinberir starfsmenn mikla hagsmuni af því að ferðin sé frekar bókuð með Icelandair en Play. Þá má hins vegar fullyrða að flug með PLAY sé í langflestum tilvikum ódýrar en Icelandair. Margar aðrar ástæður geta legið að baki því að velja eitt flugfélag umfram önnur, t.d. brottfarartími, en persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati og leiðir til þess að ríkið greiðir mun hærri upphæð fyrir flugferðir opinberra starfsmanna en þörf krefur.“ Alþingi keypti fjörutíu sinnum meira af Icelandair en Play Skýrt dæmi um að ríkisstarfsmenn velji dýrari kostinn séu flugferðir Alþingismanna árið 2023. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins hafi Alþingi keypt flugmiða af Icelandair fyrir 20,9 milljónir króna það árið en einungis fyrir 500 þúsund krónur af Play. Munurinn þar á milli er rúmlega fjörutíufaldur. Ekki sé hægt að rökstyðja að verð, áfangastaðir eða flugtími Play réttlæti slíkan mun. Play fljúgi til þeirra borga í Evrópu sem Alþingismenn ferðast mest til. Brottfarartímar Play til Evrópu séu að jafnaði um klukkustund fyrr á morgnanna, sem ætti ekki að réttlæta dýrara val á flugsæti, sérstaklega ekki þegar farið er með fé skattborgara. „Farmiðakaup Alþingismanna eru aðeins brot af heildarinnkaupum ríkisins á flugmiðum. Play telur ríkið geta sparað að minnsta kosti tugi milljóna á ári með því að hætta að greiða einkaáskrift opinberra starfsmanna að óþarflega dýru vildarkerfi.“
Play Icelandair Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent