Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 10. janúar 2025 11:01 Hvað er betra en góður kaffibolli á köldum janúar morgni? Góður kaffibolli í góðum félagsskap! Ég þori næstum að fullyrða að flestar stórar ákvarðanir, ný verkefni, samstarf eða annarskonar snilld hafi byrjað við kaffivél einhversstaðar. Framundan eru nokkrir ef ekki tugir kaffibolla sem bíða eftir að verða sötraðir yfir hverjum ferðaþjónustu viðburðinum á fætur öðrum. Ferðaþjónustuvikan hefur markað sér mikilvægan sess meðal fjölbreyttra þjónustufyrirtækja um allt land sem nýta sér tækifærið til að efla sig í leik og starfi með þátttöku í málstofum, vinnustofum, ráðstefnum og raunverulegum mannamótum. Dagskráin er fjölbreytt og hefst með Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar, Markaðssamtali um ferðaþjónustu framtíðarinnar, Dagur ábyrgrar ferðaþjónustu, stefnumót við ferðatækni, markaðstorg ráðstefnu haldara og mikilvægt samtal um öryggi og slys í ferðaþjónustu. Allt þetta endar svo á risastóru stefnumóti landsbyggðar ferðaþjónustufyrirtækja og höfuðborgar í Kórnum í Kópavogi þegar Mannamót binda slaufu á þessa mögnuðu viku. Ferðaþjónustuvikan er mikilvægur vettvangur fyrir atvinnurekendur og starfsmenn í ferðaþjónustu en hún er líka hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á því að kynna sér þessa mögnuðu atvinnugrein sem skapaði 600 milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland á síðasta ári, gerir okkur kleift að auka lífsgæði svo um munar með fjölda veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingar, veitir tæplega 40.000 manns atvinnu í fjölbreyttum störfum, gefur byggðalögum víða um land súrefni til að halda úti grunnþjónustu við íbúa og veitir fólki tækifæri til að stunda skapandi störf í sinni heimabyggð. Fáar atvinnugreinar hafa verið jafn mikilvægt byggðaþróunar verkfæri síðustu ár. Það er mesta mýta að störf í ferðaþjónustu séu að meirihluta láglaunastörf. Fjöldi starfa krefjast sérfræðimenntunar og er aukin tækni og sjálfvirknivæðing eitt af stóru tækifærum greinarinnar til að leysa af hendi mannaflsfrek störf og auka hagræðingu í rekstri. Þá er framtíðarsýn greinarnar byggð á því að vera leiðandi í sjálfbærri þróun sem krefst bæði seiglu og aga atvinnurekenda. Störf tengd menntun og reynslu í markaðsmálum, nýsköpun, rekstri, umhverfis og loftslagsmálum er m.a það sem fyrirtæki leita eftir sérfræðingum í. Ímynd Íslands er að stórum hluta í höndum útflutningsfyrirtækja og þar ber ferðaþjónusta gríðarlega ábyrgð. Til þess að vel takist til og vörumerkið Ísland, sem við eigum öll saman, bíði ekki hnekki, þurfum við að sameinast í því að skilaboðin okkar komist á framfæri, að áfangastaðurinn Ísland verði áfram ekki bara góður staður til að búa á heldur líka fyrirmyndar staður til að heimsækja og njóta, jafnvel yfir góðum kaffibolla. ☕️ Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans sem er einn af framkvæmdaaðilum Ferðaþjónustuvikunnar ásamt Ferðamálastofu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Markaðsstofum landshlutanna og Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er betra en góður kaffibolli á köldum janúar morgni? Góður kaffibolli í góðum félagsskap! Ég þori næstum að fullyrða að flestar stórar ákvarðanir, ný verkefni, samstarf eða annarskonar snilld hafi byrjað við kaffivél einhversstaðar. Framundan eru nokkrir ef ekki tugir kaffibolla sem bíða eftir að verða sötraðir yfir hverjum ferðaþjónustu viðburðinum á fætur öðrum. Ferðaþjónustuvikan hefur markað sér mikilvægan sess meðal fjölbreyttra þjónustufyrirtækja um allt land sem nýta sér tækifærið til að efla sig í leik og starfi með þátttöku í málstofum, vinnustofum, ráðstefnum og raunverulegum mannamótum. Dagskráin er fjölbreytt og hefst með Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar, Markaðssamtali um ferðaþjónustu framtíðarinnar, Dagur ábyrgrar ferðaþjónustu, stefnumót við ferðatækni, markaðstorg ráðstefnu haldara og mikilvægt samtal um öryggi og slys í ferðaþjónustu. Allt þetta endar svo á risastóru stefnumóti landsbyggðar ferðaþjónustufyrirtækja og höfuðborgar í Kórnum í Kópavogi þegar Mannamót binda slaufu á þessa mögnuðu viku. Ferðaþjónustuvikan er mikilvægur vettvangur fyrir atvinnurekendur og starfsmenn í ferðaþjónustu en hún er líka hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á því að kynna sér þessa mögnuðu atvinnugrein sem skapaði 600 milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland á síðasta ári, gerir okkur kleift að auka lífsgæði svo um munar með fjölda veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingar, veitir tæplega 40.000 manns atvinnu í fjölbreyttum störfum, gefur byggðalögum víða um land súrefni til að halda úti grunnþjónustu við íbúa og veitir fólki tækifæri til að stunda skapandi störf í sinni heimabyggð. Fáar atvinnugreinar hafa verið jafn mikilvægt byggðaþróunar verkfæri síðustu ár. Það er mesta mýta að störf í ferðaþjónustu séu að meirihluta láglaunastörf. Fjöldi starfa krefjast sérfræðimenntunar og er aukin tækni og sjálfvirknivæðing eitt af stóru tækifærum greinarinnar til að leysa af hendi mannaflsfrek störf og auka hagræðingu í rekstri. Þá er framtíðarsýn greinarnar byggð á því að vera leiðandi í sjálfbærri þróun sem krefst bæði seiglu og aga atvinnurekenda. Störf tengd menntun og reynslu í markaðsmálum, nýsköpun, rekstri, umhverfis og loftslagsmálum er m.a það sem fyrirtæki leita eftir sérfræðingum í. Ímynd Íslands er að stórum hluta í höndum útflutningsfyrirtækja og þar ber ferðaþjónusta gríðarlega ábyrgð. Til þess að vel takist til og vörumerkið Ísland, sem við eigum öll saman, bíði ekki hnekki, þurfum við að sameinast í því að skilaboðin okkar komist á framfæri, að áfangastaðurinn Ísland verði áfram ekki bara góður staður til að búa á heldur líka fyrirmyndar staður til að heimsækja og njóta, jafnvel yfir góðum kaffibolla. ☕️ Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans sem er einn af framkvæmdaaðilum Ferðaþjónustuvikunnar ásamt Ferðamálastofu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Markaðsstofum landshlutanna og Íslandsstofu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun