Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 10. janúar 2025 11:01 Hvað er betra en góður kaffibolli á köldum janúar morgni? Góður kaffibolli í góðum félagsskap! Ég þori næstum að fullyrða að flestar stórar ákvarðanir, ný verkefni, samstarf eða annarskonar snilld hafi byrjað við kaffivél einhversstaðar. Framundan eru nokkrir ef ekki tugir kaffibolla sem bíða eftir að verða sötraðir yfir hverjum ferðaþjónustu viðburðinum á fætur öðrum. Ferðaþjónustuvikan hefur markað sér mikilvægan sess meðal fjölbreyttra þjónustufyrirtækja um allt land sem nýta sér tækifærið til að efla sig í leik og starfi með þátttöku í málstofum, vinnustofum, ráðstefnum og raunverulegum mannamótum. Dagskráin er fjölbreytt og hefst með Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar, Markaðssamtali um ferðaþjónustu framtíðarinnar, Dagur ábyrgrar ferðaþjónustu, stefnumót við ferðatækni, markaðstorg ráðstefnu haldara og mikilvægt samtal um öryggi og slys í ferðaþjónustu. Allt þetta endar svo á risastóru stefnumóti landsbyggðar ferðaþjónustufyrirtækja og höfuðborgar í Kórnum í Kópavogi þegar Mannamót binda slaufu á þessa mögnuðu viku. Ferðaþjónustuvikan er mikilvægur vettvangur fyrir atvinnurekendur og starfsmenn í ferðaþjónustu en hún er líka hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á því að kynna sér þessa mögnuðu atvinnugrein sem skapaði 600 milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland á síðasta ári, gerir okkur kleift að auka lífsgæði svo um munar með fjölda veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingar, veitir tæplega 40.000 manns atvinnu í fjölbreyttum störfum, gefur byggðalögum víða um land súrefni til að halda úti grunnþjónustu við íbúa og veitir fólki tækifæri til að stunda skapandi störf í sinni heimabyggð. Fáar atvinnugreinar hafa verið jafn mikilvægt byggðaþróunar verkfæri síðustu ár. Það er mesta mýta að störf í ferðaþjónustu séu að meirihluta láglaunastörf. Fjöldi starfa krefjast sérfræðimenntunar og er aukin tækni og sjálfvirknivæðing eitt af stóru tækifærum greinarinnar til að leysa af hendi mannaflsfrek störf og auka hagræðingu í rekstri. Þá er framtíðarsýn greinarnar byggð á því að vera leiðandi í sjálfbærri þróun sem krefst bæði seiglu og aga atvinnurekenda. Störf tengd menntun og reynslu í markaðsmálum, nýsköpun, rekstri, umhverfis og loftslagsmálum er m.a það sem fyrirtæki leita eftir sérfræðingum í. Ímynd Íslands er að stórum hluta í höndum útflutningsfyrirtækja og þar ber ferðaþjónusta gríðarlega ábyrgð. Til þess að vel takist til og vörumerkið Ísland, sem við eigum öll saman, bíði ekki hnekki, þurfum við að sameinast í því að skilaboðin okkar komist á framfæri, að áfangastaðurinn Ísland verði áfram ekki bara góður staður til að búa á heldur líka fyrirmyndar staður til að heimsækja og njóta, jafnvel yfir góðum kaffibolla. ☕️ Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans sem er einn af framkvæmdaaðilum Ferðaþjónustuvikunnar ásamt Ferðamálastofu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Markaðsstofum landshlutanna og Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Hvað er betra en góður kaffibolli á köldum janúar morgni? Góður kaffibolli í góðum félagsskap! Ég þori næstum að fullyrða að flestar stórar ákvarðanir, ný verkefni, samstarf eða annarskonar snilld hafi byrjað við kaffivél einhversstaðar. Framundan eru nokkrir ef ekki tugir kaffibolla sem bíða eftir að verða sötraðir yfir hverjum ferðaþjónustu viðburðinum á fætur öðrum. Ferðaþjónustuvikan hefur markað sér mikilvægan sess meðal fjölbreyttra þjónustufyrirtækja um allt land sem nýta sér tækifærið til að efla sig í leik og starfi með þátttöku í málstofum, vinnustofum, ráðstefnum og raunverulegum mannamótum. Dagskráin er fjölbreytt og hefst með Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar, Markaðssamtali um ferðaþjónustu framtíðarinnar, Dagur ábyrgrar ferðaþjónustu, stefnumót við ferðatækni, markaðstorg ráðstefnu haldara og mikilvægt samtal um öryggi og slys í ferðaþjónustu. Allt þetta endar svo á risastóru stefnumóti landsbyggðar ferðaþjónustufyrirtækja og höfuðborgar í Kórnum í Kópavogi þegar Mannamót binda slaufu á þessa mögnuðu viku. Ferðaþjónustuvikan er mikilvægur vettvangur fyrir atvinnurekendur og starfsmenn í ferðaþjónustu en hún er líka hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á því að kynna sér þessa mögnuðu atvinnugrein sem skapaði 600 milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland á síðasta ári, gerir okkur kleift að auka lífsgæði svo um munar með fjölda veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingar, veitir tæplega 40.000 manns atvinnu í fjölbreyttum störfum, gefur byggðalögum víða um land súrefni til að halda úti grunnþjónustu við íbúa og veitir fólki tækifæri til að stunda skapandi störf í sinni heimabyggð. Fáar atvinnugreinar hafa verið jafn mikilvægt byggðaþróunar verkfæri síðustu ár. Það er mesta mýta að störf í ferðaþjónustu séu að meirihluta láglaunastörf. Fjöldi starfa krefjast sérfræðimenntunar og er aukin tækni og sjálfvirknivæðing eitt af stóru tækifærum greinarinnar til að leysa af hendi mannaflsfrek störf og auka hagræðingu í rekstri. Þá er framtíðarsýn greinarnar byggð á því að vera leiðandi í sjálfbærri þróun sem krefst bæði seiglu og aga atvinnurekenda. Störf tengd menntun og reynslu í markaðsmálum, nýsköpun, rekstri, umhverfis og loftslagsmálum er m.a það sem fyrirtæki leita eftir sérfræðingum í. Ímynd Íslands er að stórum hluta í höndum útflutningsfyrirtækja og þar ber ferðaþjónusta gríðarlega ábyrgð. Til þess að vel takist til og vörumerkið Ísland, sem við eigum öll saman, bíði ekki hnekki, þurfum við að sameinast í því að skilaboðin okkar komist á framfæri, að áfangastaðurinn Ísland verði áfram ekki bara góður staður til að búa á heldur líka fyrirmyndar staður til að heimsækja og njóta, jafnvel yfir góðum kaffibolla. ☕️ Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans sem er einn af framkvæmdaaðilum Ferðaþjónustuvikunnar ásamt Ferðamálastofu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Markaðsstofum landshlutanna og Íslandsstofu.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun