Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar 10. janúar 2025 07:32 Nú stefnir í að kennarar og stjórnendur í fjölmörgum skólum landsins fari í verkfall. Þann 1. febrúar næstkomandi hefjast að óbreyttu verkföll í 14 leikskólum og 7 grunnskólum. Viðbúið er að tveir eða fleiri framhaldsskólar sigli í kjölfarið. Þessi staða er grafalvarleg, en því miður afar fyrirsjáanleg ef saga kjarabaráttu kennara er skoðuð. Þó ekki sé farið lengra aftur í tímann en að síðustu aldamótum sést að verkfallsvopnið hefur verið það eina sem dugað hefur kennurum til að sækja leiðréttingar á kjörum sínum. Markmið okkar kennara og stjórnenda í yfirstandandi viðræðum við viðsemjendur, bæði ríki og sveitarfélög, er að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda milli fólks á opinberum og almennum vinnumörkuðum. Í sjöundu grein samkomulagsins segir að aðilar skuli vinna að því að jafna launamun milli þessara hópa til að vinna á móti þeirri skerðingu á lífeyrisréttindum sem fyrrnefndi hópurinn þurfti að sæta. Nú, þegar tæp níu ár eru liðin frá undirritun samkomulagsins, er staðan sú að þetta hefur ekki verið uppfyllt nema að litlu leyti. Því hafa kennarar þurft að grípa til þess ráðs að taka málið upp við kjarasamningsborðið, eins og þeim er heimilt samkvæmt samkomulaginu. Hvers vegna gengur ekki betur en raun ber vitni að ganga frá málinu? Svarið við þeirri spurningu er í raun einfalt: Það hefur skort vilja af hálfu hins opinbera til að skilgreina þau viðmið sem þarf til að slík leiðrétting geti orðið, til dæmis við hvaða hóp á almennum markaði skuli miðað, hvaða launahugtak skuli stuðst við og hvaða aðferðafræði skuli beitt við jöfnunina. Kennarar hafa sett fram þó nokkrar tillögur að leiðum sem samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa viðstöðulítið hafnað með mis góðum rökum og lýst því yfir að verkefnið sé óvinnandi; flækjustigið sé svo hátt að sá sem fyndi lausnina hlyti fyrir vikið án efa Nóbelsverðlaun í hagfræði. Þetta þykir okkur, kennurum og stjórnendum í skólum landsins, óboðlegur málflutningur. Til þess að dæmið gangi upp þarf einfaldlega að vera til staðar vilji til að leysa málið í stað þess að drepa því á dreif með sífelldri vísun í meintan ómöguleika verkefnisins. Jafnvel má ganga svo langt að segja að vilji sé allt sem þurfi til að koma skipinu í höfn og landa kjarasamningum fyrir kennarastéttina. Það algera viljaleysi hins opinbera sem einkennt hefur samningaviðræðurnar hingað til er ástæða þess að nú stefnir í verkföll kennara. Það er þó ljós í myrkrinu, skíma sem dugað gæti til þess að koma í veg fyrir þann óhjákvæmilega skaða sem verkföll í skólum víða um land valda. Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum, ríkisstjórn flokka sem allir lýstu því yfir í nýyfirstaðinni kosningabaráttu að standa yrði við samkomulagið frá 2016 um jöfnun kjara kennara hvað sem það kostaði. Sjálfur sat ég fund þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, sagði berum orðum að næsta ríkisstjórn yrði að ljúka þessu máli og koma í veg fyrir yfirvofandi verkföll kennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Flokks fólksins og nú Mennta- og barnamálaráðherra, tók í sama streng á fundi í verkfallsmiðstöð kennara Fjölbrautaskólans á Selfossi. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sagði í sjónvarpskappræðum daginn fyrir kosningar: „Við styðjum kennara í sínum aðgerðum“. Það er því ljóst að það er vilji ríkisstjórnarinnar að gengið verði frá samningi við kennara og stjórnendur í skólum landsins sem innifelur löngu tímabæra leiðréttingu á launum stéttarinnar og að það verði gert áður en til verkfalla kemur. Með því að beita sér fyrir því gæti ný ríkisstjórn hæglega sýnt að hún sé tilbúin til að standa við þau stóru orð sem látin voru falla í kosningabaráttunni. Það sem meira er um vert er þó það tækifæri sem ríkisstjórnin hefur til að sýna að hún vilji standa með framtíðinni með því að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum og á sæti í viðræðunefnd KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú stefnir í að kennarar og stjórnendur í fjölmörgum skólum landsins fari í verkfall. Þann 1. febrúar næstkomandi hefjast að óbreyttu verkföll í 14 leikskólum og 7 grunnskólum. Viðbúið er að tveir eða fleiri framhaldsskólar sigli í kjölfarið. Þessi staða er grafalvarleg, en því miður afar fyrirsjáanleg ef saga kjarabaráttu kennara er skoðuð. Þó ekki sé farið lengra aftur í tímann en að síðustu aldamótum sést að verkfallsvopnið hefur verið það eina sem dugað hefur kennurum til að sækja leiðréttingar á kjörum sínum. Markmið okkar kennara og stjórnenda í yfirstandandi viðræðum við viðsemjendur, bæði ríki og sveitarfélög, er að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda milli fólks á opinberum og almennum vinnumörkuðum. Í sjöundu grein samkomulagsins segir að aðilar skuli vinna að því að jafna launamun milli þessara hópa til að vinna á móti þeirri skerðingu á lífeyrisréttindum sem fyrrnefndi hópurinn þurfti að sæta. Nú, þegar tæp níu ár eru liðin frá undirritun samkomulagsins, er staðan sú að þetta hefur ekki verið uppfyllt nema að litlu leyti. Því hafa kennarar þurft að grípa til þess ráðs að taka málið upp við kjarasamningsborðið, eins og þeim er heimilt samkvæmt samkomulaginu. Hvers vegna gengur ekki betur en raun ber vitni að ganga frá málinu? Svarið við þeirri spurningu er í raun einfalt: Það hefur skort vilja af hálfu hins opinbera til að skilgreina þau viðmið sem þarf til að slík leiðrétting geti orðið, til dæmis við hvaða hóp á almennum markaði skuli miðað, hvaða launahugtak skuli stuðst við og hvaða aðferðafræði skuli beitt við jöfnunina. Kennarar hafa sett fram þó nokkrar tillögur að leiðum sem samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa viðstöðulítið hafnað með mis góðum rökum og lýst því yfir að verkefnið sé óvinnandi; flækjustigið sé svo hátt að sá sem fyndi lausnina hlyti fyrir vikið án efa Nóbelsverðlaun í hagfræði. Þetta þykir okkur, kennurum og stjórnendum í skólum landsins, óboðlegur málflutningur. Til þess að dæmið gangi upp þarf einfaldlega að vera til staðar vilji til að leysa málið í stað þess að drepa því á dreif með sífelldri vísun í meintan ómöguleika verkefnisins. Jafnvel má ganga svo langt að segja að vilji sé allt sem þurfi til að koma skipinu í höfn og landa kjarasamningum fyrir kennarastéttina. Það algera viljaleysi hins opinbera sem einkennt hefur samningaviðræðurnar hingað til er ástæða þess að nú stefnir í verkföll kennara. Það er þó ljós í myrkrinu, skíma sem dugað gæti til þess að koma í veg fyrir þann óhjákvæmilega skaða sem verkföll í skólum víða um land valda. Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum, ríkisstjórn flokka sem allir lýstu því yfir í nýyfirstaðinni kosningabaráttu að standa yrði við samkomulagið frá 2016 um jöfnun kjara kennara hvað sem það kostaði. Sjálfur sat ég fund þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, sagði berum orðum að næsta ríkisstjórn yrði að ljúka þessu máli og koma í veg fyrir yfirvofandi verkföll kennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Flokks fólksins og nú Mennta- og barnamálaráðherra, tók í sama streng á fundi í verkfallsmiðstöð kennara Fjölbrautaskólans á Selfossi. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sagði í sjónvarpskappræðum daginn fyrir kosningar: „Við styðjum kennara í sínum aðgerðum“. Það er því ljóst að það er vilji ríkisstjórnarinnar að gengið verði frá samningi við kennara og stjórnendur í skólum landsins sem innifelur löngu tímabæra leiðréttingu á launum stéttarinnar og að það verði gert áður en til verkfalla kemur. Með því að beita sér fyrir því gæti ný ríkisstjórn hæglega sýnt að hún sé tilbúin til að standa við þau stóru orð sem látin voru falla í kosningabaráttunni. Það sem meira er um vert er þó það tækifæri sem ríkisstjórnin hefur til að sýna að hún vilji standa með framtíðinni með því að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum og á sæti í viðræðunefnd KÍ.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun