Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2025 23:07 Myndin er úr safni. Getty Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður. Í greinargerð lögreglu segir að síðdegis 2. desember síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um mann sem væri vopnaður hníf og hefði reynt að ráðast á tvo einstaklinga. Þegar lögreglu hafi borið að garði hafi hann verið mjög æstur, hann kastað frá sér hnífnum, öskrað á lögreglumennina og gert sig líklegan til að ráðast á þá. Í kjölfarið var hann handtekinn. Hluti lýsingarinnar hefur verið afmáður úr úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, en annar þeirra sem maðurinn er talinn hafa ráðist á sagði að maðurinn hefði brugðist illa við einhverju. Hann hafi öskrað á þá, hótað þeim lífláti og sýnt þeim hníf. Í kjölfarið hafi hann sparkað í hurð þar sem tvímenningarnir voru staddir, kastað stein í glugga sem brotnaði fyrir vikið. Síðan hafi maðurinn sveiflað hnífnum inn um hurðina og í átt þessum tveimur, en þeim tókst á endanum að loka hurðinni. Talinn hafa tekið móður sína kverkataki Fram kemur að maðurinn sé grunaður í tíu öðrum málum. Þar á meðal er áðurnefnd meint árás gegn móður mannsins sem er sögð hafa átt sér stað 1. desember. Í því máli er hann grunaður um að hafa tekið móður sína kverkataki, haldið henni niðri og hótað henni lífláti. Maðurinn er sagður hafa játað það brot að hluta. Hann er líka grunaður um líkamsárás þar sem hann er sagður hafa kýlt mann í andlitið og slegið hann með belti. Einnig er hann grunaður um aðra líkamsárás þar sem hann er talinn hafa ráðast á tvo einstaklinga og slá annan þeirra með fægiskóflu. Einnig er hann grunaður um ítrekað ofbeldi í garð lögreglu, sem og rán, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Sýni ekki iðrun né sektarkennd Haft er eftir dómkvöddum geðlækni að maðurinn hafi frá ungaaldri átt í erfiðleikum með hegðun. Og nú ræði hann þau afbrot sem hann er sakaður um án þess að sýna iðrun. Hann lýsi ofbeldisverkum án svipbrigða og útskýri að honum sé sama um áhrif þeirra á aðra. Hann er ekki sagður hafa sektarkennd gagnvart þessum hluti. Þrátt fyrir það skilji hann vel að brotin, verði þau sönnuð, geti leitt til refsingar, en að það sé ekki truflandi í hans huga. Möguleg fangelsisvist fæli hann ekki frá þessum verkum. Að mati læknisins sýndi maðurinn merki um andfélagslega persónuleikaröskun. Hegðun hans litist af vímuefnaneyslu, en erfitt sé að meta að hversu miklu leyti. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 3. desember, en það var framlengt 30. desember þangað til í lok janúar. Þá hefur Landsréttur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Í greinargerð lögreglu segir að síðdegis 2. desember síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um mann sem væri vopnaður hníf og hefði reynt að ráðast á tvo einstaklinga. Þegar lögreglu hafi borið að garði hafi hann verið mjög æstur, hann kastað frá sér hnífnum, öskrað á lögreglumennina og gert sig líklegan til að ráðast á þá. Í kjölfarið var hann handtekinn. Hluti lýsingarinnar hefur verið afmáður úr úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, en annar þeirra sem maðurinn er talinn hafa ráðist á sagði að maðurinn hefði brugðist illa við einhverju. Hann hafi öskrað á þá, hótað þeim lífláti og sýnt þeim hníf. Í kjölfarið hafi hann sparkað í hurð þar sem tvímenningarnir voru staddir, kastað stein í glugga sem brotnaði fyrir vikið. Síðan hafi maðurinn sveiflað hnífnum inn um hurðina og í átt þessum tveimur, en þeim tókst á endanum að loka hurðinni. Talinn hafa tekið móður sína kverkataki Fram kemur að maðurinn sé grunaður í tíu öðrum málum. Þar á meðal er áðurnefnd meint árás gegn móður mannsins sem er sögð hafa átt sér stað 1. desember. Í því máli er hann grunaður um að hafa tekið móður sína kverkataki, haldið henni niðri og hótað henni lífláti. Maðurinn er sagður hafa játað það brot að hluta. Hann er líka grunaður um líkamsárás þar sem hann er sagður hafa kýlt mann í andlitið og slegið hann með belti. Einnig er hann grunaður um aðra líkamsárás þar sem hann er talinn hafa ráðast á tvo einstaklinga og slá annan þeirra með fægiskóflu. Einnig er hann grunaður um ítrekað ofbeldi í garð lögreglu, sem og rán, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Sýni ekki iðrun né sektarkennd Haft er eftir dómkvöddum geðlækni að maðurinn hafi frá ungaaldri átt í erfiðleikum með hegðun. Og nú ræði hann þau afbrot sem hann er sakaður um án þess að sýna iðrun. Hann lýsi ofbeldisverkum án svipbrigða og útskýri að honum sé sama um áhrif þeirra á aðra. Hann er ekki sagður hafa sektarkennd gagnvart þessum hluti. Þrátt fyrir það skilji hann vel að brotin, verði þau sönnuð, geti leitt til refsingar, en að það sé ekki truflandi í hans huga. Möguleg fangelsisvist fæli hann ekki frá þessum verkum. Að mati læknisins sýndi maðurinn merki um andfélagslega persónuleikaröskun. Hegðun hans litist af vímuefnaneyslu, en erfitt sé að meta að hversu miklu leyti. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 3. desember, en það var framlengt 30. desember þangað til í lok janúar. Þá hefur Landsréttur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira