Innlent

Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjarreldana sem loga vítt og breitt um Los Angeles, næst stærstu borg Bandaríkjanna. 

Eyðileggingin er gríðarleg og sögufrægir staðir eins og Sunset Boulevard rústir einar að því er virðist. 

Þá verður rætt við sóttvarnalækni um fuglaflensu en hún segir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur þótt fuglaflensa hafi greinst í kettlingum á dögunum. 

Að auki verður rætt við veðurfræðing sem varar við asahláku um helgina sem kemur í kjölfarið á frostakaflanum sem verið hefur undanfarið. 

Í íþróttafréttum fjöllum við um nýjan landsliðsþjálfara hjá karlalandsliðinu í knattspyrnu en Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga fundaði með KSÍ í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×