Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 09:35 Þingmaðurinn Mike Waltz, frá Flórída, verður þjóðaröryggisráðgjafi Trumps. Hann segir einnig að mikilvægt sé fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að þau eignist Grænland. Getty/Andrew Harnik Mike Waltz, þingmaður Repúblikanaflokksins og verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, segir Grænland mikilvægt þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bæði Rússar og Kínverjar væru að láta að sér kveða á norðurslóðum og á Grænlandi mætti þar að auki finna mikið af auðlindum. Þetta sagði Waltz í viðtali á Fox News í gærkvöldi þar sem hann sagði Rússa ætla sér að verða „kóngar“ norðurslóða. Þeir ættu einhverja sextíu ísbrjóta og sumir þeirra væru kjarnorkuknúnir, á meðan Bandaríkjamenn ættu tvo og eldur hefði nýverið kviknað í öðrum þeirra. „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir. Þetta snýst um það að íshellan er að hörfa, Kínverjar eru að dæla út ísbrjótum og eru að fara þarna einnig. Svo þetta snýst um olíu og gas. Þetta er um þjóðaröryggi okkar. Þetta snýst um sjaldgæfa málma,“ sagði Waltz. Trump hefur hótað því að beita Dani háum tollum, láti þeir Grænland ekki af hendi, og neitaði að útiloka hernaðaríhlutun til að ná tökum á eyjunni. Í viðtalinu í gær sagði Waltz Dani geta verið góða bandamenn en ekki væri hægt að koma fram við Grænland sem einhverskonar útkjálka og benti á að landið væri á vesturhveli jarðar. Waltz hélt því einnig fram að rúmlega fjögurra klukkustunda heimsókn Donald Trump yngri til Grænlands á dögunum hefði sýnt fram á að allir 56 þúsund íbúar Grænlands væru spenntir fyrir mögulegri inngöngu í Bandaríkin. 👀 Trumps kommende national sikkerhedsrådgiver, Rep Mike Waltz👇 pic.twitter.com/X6K30y4iDt— Mads Dalgaard Madsen (@dalgaard_mads) January 9, 2025 CNN segir Trump-liða hafa komið þeim skilaboðum til Kaupmannahafnar að forsetanum verðandi væri alvara um það að eignast Grænland. Blendnar tilfinningar í Grænlandi Grænlenski miðillinn KNR segir heimsókn Trump yngri til Grænlands á þriðjudaginn hafa vakið blendnar tilfinningar þar í landi. Viðtöl blaðamanna við fólk bendi til þess að einhverjir séu spenntir fyrir því að ganga í Bandaríkin en fleiri vilji halda tengslum við Danmörku eða að Grænland verði sjálfstætt ríki. Einn viðmælandi KNR sagðist hafa áhyggjur af því að það eina sem Trump vildi í Grænlandi væri auðlindir landsins. Þá hefði hann áhyggjur af því að sökum smæðar grænlensku þjóðarinnar myndi menning hennar og tungumál hverfa mjög fljótt. Annar kvartaði yfir því hvað vörur frá Danmörku væru orðnar dýrar og það gæti breyst með inngöngu í Bandaríkjunum. Annars sagðist ekki treysta Dönum. Mögulega gæti hann treyst Trump betur. Sjá einnig: Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, segir ummæli Trumps vera alvarleg en mikilvægt sé að sýna stillingu. KNR hefur eftir honum að hann skilji áhyggjur Grænlendinga en styrkur þeirra liggi í samstöðu. Þá ítrekaði hann að Bandaríkin, auk annarra ríkja á norðurslóðum, hefðu komist að samkomulagi um að norðurslóðir ættu að vera „lágspennusvæði“. Þess vegna teldi hann ummæli Trump vera mjög óviðeigandi. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar. 8. janúar 2025 21:30 Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
Þetta sagði Waltz í viðtali á Fox News í gærkvöldi þar sem hann sagði Rússa ætla sér að verða „kóngar“ norðurslóða. Þeir ættu einhverja sextíu ísbrjóta og sumir þeirra væru kjarnorkuknúnir, á meðan Bandaríkjamenn ættu tvo og eldur hefði nýverið kviknað í öðrum þeirra. „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir. Þetta snýst um það að íshellan er að hörfa, Kínverjar eru að dæla út ísbrjótum og eru að fara þarna einnig. Svo þetta snýst um olíu og gas. Þetta er um þjóðaröryggi okkar. Þetta snýst um sjaldgæfa málma,“ sagði Waltz. Trump hefur hótað því að beita Dani háum tollum, láti þeir Grænland ekki af hendi, og neitaði að útiloka hernaðaríhlutun til að ná tökum á eyjunni. Í viðtalinu í gær sagði Waltz Dani geta verið góða bandamenn en ekki væri hægt að koma fram við Grænland sem einhverskonar útkjálka og benti á að landið væri á vesturhveli jarðar. Waltz hélt því einnig fram að rúmlega fjögurra klukkustunda heimsókn Donald Trump yngri til Grænlands á dögunum hefði sýnt fram á að allir 56 þúsund íbúar Grænlands væru spenntir fyrir mögulegri inngöngu í Bandaríkin. 👀 Trumps kommende national sikkerhedsrådgiver, Rep Mike Waltz👇 pic.twitter.com/X6K30y4iDt— Mads Dalgaard Madsen (@dalgaard_mads) January 9, 2025 CNN segir Trump-liða hafa komið þeim skilaboðum til Kaupmannahafnar að forsetanum verðandi væri alvara um það að eignast Grænland. Blendnar tilfinningar í Grænlandi Grænlenski miðillinn KNR segir heimsókn Trump yngri til Grænlands á þriðjudaginn hafa vakið blendnar tilfinningar þar í landi. Viðtöl blaðamanna við fólk bendi til þess að einhverjir séu spenntir fyrir því að ganga í Bandaríkin en fleiri vilji halda tengslum við Danmörku eða að Grænland verði sjálfstætt ríki. Einn viðmælandi KNR sagðist hafa áhyggjur af því að það eina sem Trump vildi í Grænlandi væri auðlindir landsins. Þá hefði hann áhyggjur af því að sökum smæðar grænlensku þjóðarinnar myndi menning hennar og tungumál hverfa mjög fljótt. Annar kvartaði yfir því hvað vörur frá Danmörku væru orðnar dýrar og það gæti breyst með inngöngu í Bandaríkjunum. Annars sagðist ekki treysta Dönum. Mögulega gæti hann treyst Trump betur. Sjá einnig: Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, segir ummæli Trumps vera alvarleg en mikilvægt sé að sýna stillingu. KNR hefur eftir honum að hann skilji áhyggjur Grænlendinga en styrkur þeirra liggi í samstöðu. Þá ítrekaði hann að Bandaríkin, auk annarra ríkja á norðurslóðum, hefðu komist að samkomulagi um að norðurslóðir ættu að vera „lágspennusvæði“. Þess vegna teldi hann ummæli Trump vera mjög óviðeigandi.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar. 8. janúar 2025 21:30 Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar. 8. janúar 2025 21:30
Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31
Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53