Innlent

Gæslu­varð­hald vegna stunguárásar fram­lengt

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir slösuðust alvarlega í árásinni og annar þeirra lífshættulega.
Tveir slösuðust alvarlega í árásinni og annar þeirra lífshættulega. Vísir/Friðrik Þór

Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni.

Tveir slösuðust alvarlega í árásinni og annar þeirra lífshættulega. Hann var stunginni í brjósthol og fluttur á gjörgæslu.

Maðurinn sem dæmdur var í gæsluvarðhald var handtekinn á vettvangi en árásin var gerð í íbúðarhúsnæði sem Matfugl er með fyrir starfsfólk sitt.

Sjá einnig: Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar

Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að rannsókn lögreglunnar miði vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×