Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Jón Þór Stefánsson skrifar 6. janúar 2025 19:48 Bjarni Benediktsson tilkynnti í dag að hann myndi stíga af sviði stjórnmálanna. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að Bjarni Benediktsson muni fá góða dóma í sögubókunum. Hann tilkynnti í dag að hann hygðist ekki taka sæti á þingi né gefa kost á sér í áframhaldandi setu sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hún telur að Bjarni hafi sjálfur viljað halda áfram, en ákveðið að gera það ekki eftir samtöl við flokksmenn og fjölskyldumeðlimi. „Það hefur gengið á ýmsu innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og það hefur verið ákveðið óþol í flokknum. Það eru ýmsir sem sjá fyrir sér að þeir gætu orðið betri formenn heldur en Bjarni,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrir kosningar virtist vera kraftur í Bjarna og eftir kosningar líka og manni fannst eins og hann vildi mjög gjarnan halda áfram. En svo geri ég ráð fyrir að það hafi ýmislegt komið upp í spjalli við flokksmenn, og fjölskyldu líka. Og nú eru þessi tímamót að flokkurinn er utan stjórnar. Bjarni hefur verið lengi formaður og hefur gert upp við sig endanlega að róa á önnur mið,“ sagði hún. „Ef hann réði þá held ég að hann hefði viljað halda áfram. En hann hefur fundið það í gegnum skilaboð frá flokksmönnum að einhverjir telja að það sé kominn tími á að skipta um forystu.“ En með hvaða höndum mun sagan fara með Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins? „Ég myndi halda að hann eigi eftir að fá góða dóma. Hann hefur verið mjög farsæll í sínum störfum að mínu mati allavegana. Hann hefur verið í ríkisstjórnum sem hafa náð miklum árangri, og þá má kannski nefna ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benedikssonar 2013 til 2016 sem skilaði því að stöðugleikaframlögin fengust fram og gjaldeyrishöftum var aflétt og annað slíkt. Þetta skilaði ríkissjóði gífurlegum ávinningi.“ Stefanía minntist líka á ríkisstjórnarsamstarfið sem lauk endanlega í lok síðasta árs. „Og í ríkisstjórn með Katrínu Jakobsdóttur og Framsóknarflokknum hófst ákveðin uppbygging á innviðum. Því við vorum komin í mjög mikla skuld í velferðarmálum og innviðauppbyggingu vegna hrunárana og þess samdráttar sem þá var nauðsynlegt að fara í. Þannig Bjarni hefur komið að mörgum mikilvægum málum og siglt þjóðarskútunni örugglega.“ Þrátt fyrir það bendir Stefanía á að Bjarni hafi ekki verið óumdeildur. „Hann hefur samt sem áður alltaf átt sér óvildarmenn sem hafa fundið honum margt til foráttu, en þetta hefur allt staðið að sér.“ Spennandi formannslagur framundan Að mati Stefaníu er ólíklegt að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins muni koma beint úr atvinnulífinu. Líklegra sé að einhver sem eigi sæti á þingi taka formannsstólinn. „Þá er ég bara að líta til sögunnar. Það hefur verið þannig að formenn Sjálfstæðisflokksins, og yfirleitt bara formenn í stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á þingi, hafa verið þingmenn, og hafa reynslu af störfum á þingi, og vita hvernig ráðuneytin og það allt saman virkar. Fólk úr atvinnulífinu hefur ekki þá reynslu sem þarf,“ sagði Stefanía. Henni þykir líklegra að þetta muni teiknast þannig upp að það verði færri heldur en fleiri í framboði. Þetta muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Ég á von á því að þessir sem hafa verið nefndir þeir muni núna liggja í símanum og vita hvernig baklandið er og hvort að þeir eigi vísan stuðning. Guðlaugur Þór Þórðarson skoraði Bjarna á hólm á síðasta landsfundi og uppskar um fjörutíu prósent fylgi þannig hann hefur á nokkru að byggja á þessum landsfundi ef hann bætir við sig. Það er líka spurning hvort hann sé á móti mörgum. Það er það sem hinir, þeir sem vilja ekki sjá Guðlaug Þór sem formann Sjálfstæðisflokksins, þurfa að hugsa, hvernig eigum við að stilla saman strengi þannig niðurstaðan verði okkur hagfeld.“ Eitt er víst að sögn Stefaníu, það er að formannsslagurinn verði spennandi. „Það er hart barist. Þetta er metnaðarfullt fólk sem hefur lengi beðið eftir sínu tækifæri. Nú er tækifærið komið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Það hefur gengið á ýmsu innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og það hefur verið ákveðið óþol í flokknum. Það eru ýmsir sem sjá fyrir sér að þeir gætu orðið betri formenn heldur en Bjarni,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrir kosningar virtist vera kraftur í Bjarna og eftir kosningar líka og manni fannst eins og hann vildi mjög gjarnan halda áfram. En svo geri ég ráð fyrir að það hafi ýmislegt komið upp í spjalli við flokksmenn, og fjölskyldu líka. Og nú eru þessi tímamót að flokkurinn er utan stjórnar. Bjarni hefur verið lengi formaður og hefur gert upp við sig endanlega að róa á önnur mið,“ sagði hún. „Ef hann réði þá held ég að hann hefði viljað halda áfram. En hann hefur fundið það í gegnum skilaboð frá flokksmönnum að einhverjir telja að það sé kominn tími á að skipta um forystu.“ En með hvaða höndum mun sagan fara með Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins? „Ég myndi halda að hann eigi eftir að fá góða dóma. Hann hefur verið mjög farsæll í sínum störfum að mínu mati allavegana. Hann hefur verið í ríkisstjórnum sem hafa náð miklum árangri, og þá má kannski nefna ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benedikssonar 2013 til 2016 sem skilaði því að stöðugleikaframlögin fengust fram og gjaldeyrishöftum var aflétt og annað slíkt. Þetta skilaði ríkissjóði gífurlegum ávinningi.“ Stefanía minntist líka á ríkisstjórnarsamstarfið sem lauk endanlega í lok síðasta árs. „Og í ríkisstjórn með Katrínu Jakobsdóttur og Framsóknarflokknum hófst ákveðin uppbygging á innviðum. Því við vorum komin í mjög mikla skuld í velferðarmálum og innviðauppbyggingu vegna hrunárana og þess samdráttar sem þá var nauðsynlegt að fara í. Þannig Bjarni hefur komið að mörgum mikilvægum málum og siglt þjóðarskútunni örugglega.“ Þrátt fyrir það bendir Stefanía á að Bjarni hafi ekki verið óumdeildur. „Hann hefur samt sem áður alltaf átt sér óvildarmenn sem hafa fundið honum margt til foráttu, en þetta hefur allt staðið að sér.“ Spennandi formannslagur framundan Að mati Stefaníu er ólíklegt að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins muni koma beint úr atvinnulífinu. Líklegra sé að einhver sem eigi sæti á þingi taka formannsstólinn. „Þá er ég bara að líta til sögunnar. Það hefur verið þannig að formenn Sjálfstæðisflokksins, og yfirleitt bara formenn í stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á þingi, hafa verið þingmenn, og hafa reynslu af störfum á þingi, og vita hvernig ráðuneytin og það allt saman virkar. Fólk úr atvinnulífinu hefur ekki þá reynslu sem þarf,“ sagði Stefanía. Henni þykir líklegra að þetta muni teiknast þannig upp að það verði færri heldur en fleiri í framboði. Þetta muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Ég á von á því að þessir sem hafa verið nefndir þeir muni núna liggja í símanum og vita hvernig baklandið er og hvort að þeir eigi vísan stuðning. Guðlaugur Þór Þórðarson skoraði Bjarna á hólm á síðasta landsfundi og uppskar um fjörutíu prósent fylgi þannig hann hefur á nokkru að byggja á þessum landsfundi ef hann bætir við sig. Það er líka spurning hvort hann sé á móti mörgum. Það er það sem hinir, þeir sem vilja ekki sjá Guðlaug Þór sem formann Sjálfstæðisflokksins, þurfa að hugsa, hvernig eigum við að stilla saman strengi þannig niðurstaðan verði okkur hagfeld.“ Eitt er víst að sögn Stefaníu, það er að formannsslagurinn verði spennandi. „Það er hart barist. Þetta er metnaðarfullt fólk sem hefur lengi beðið eftir sínu tækifæri. Nú er tækifærið komið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira