Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2025 14:45 Edda og Fjóla stýrðu saman hlaðvarpinu Eigin konur árið 2021 en því samstarfi lauk skyndilega. Eigin konur Fyrrverandi samstarfsmenn Eddu Falak í hlaðvarpinu Eigin konum hafa stefnt henni fyrir héraðsdóm vegna uppgjörs í tengslum við þættina. Þeir vöktu mikla athygli árið 2021 þar sem hver konan á fætur annarri steig fram og sagði sögu sína. Ágreiningur Fjólu Sigurðardóttur og Davíðs Goða Þorvarðarsonar við Eddu hefur áður komið fram. Fjóla steig fram á Twitter árið 2022 þegra henni ofbauð ummæli Eddu í viðtali í sjónvarpsþætti á Stöð 2 þess efnis að það væri ekki hægt að ætlast til þess að fólk ynni frítt. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu,“ sagði Fjóla. Þau hafi beðið Eddu, sem hélt áfram framleiðslu þáttanna án þeirra um nokkurt skeið, að borga þau út. Hún hafi brugðist við með því að henda þeim út af Patreon-áskriftaraðgöngum þeirra og yfirgefa sameiginlegt spjall þeirra. „Það er enginn ágreiningur um það að Fjóla og Davíð Goði eiga inni peninga hjá mér og það hefur aldrei staðið annað til að en að það verði gert upp. Hins vegar hafa þau hvorugt verið í sambandi við mig varðandi það uppgjör og því finnst mér þessar árásir á Twitter einkennilegar,“ sagði Edda við DV um deilurnar árið 2022. Davíð skaut á Eddu í færslu á Twitter og vísaði til umræðu í Eigin konum um andlegt ofbeldi. „Umræðan um andlegt ofbeldi í íslenskum podköstum er að rifja upp margar minningar um síðasta ár. Og líka hversu ótrúlega sterk Fjóla Sigurðar er.“ Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Fjólu og Davíðs, segir í samtali við RÚV, sem fyrst greindi frá, að reynt verði að komast að samkomulagi um greiðslur áður en málið fari lengra í dómskerfinu. Fyrirtaka í málinu er fyrirhugað fimmtudaginn 9. janúar. Dómsmál Hlaðvörp Tengdar fréttir Edda Falak áfrýjar til Landsréttar Nú á dögunum var dæmt í máli móður sem kærði Eddu Falak fyrir brot á friðhelgi einkalífs síns. Brotið fólst í því að spila hljóðupptöku af samskiptum móðurinnar við dóttur sína í þættinum Eigin konur undir stjórn Eddu. Þegar fyrirsögn fréttarinnar um málið, „Edda Falak braut lög“, birtist í fjölmiðlum sáu eflaust margir enn eitt tækifærið til að hjóla í Eddu. Þó hefur þetta mál að mínu mati lítið sem ekkert með Eddu Falak að gera og snýst raunverulega um meint ofbeldi móður í garð barns síns. Ég trúi að margir deili reynslu konunnar og óttist að fá kæru skyldu þeir stíga fram með sína sögu og einmitt þess vegna er mikilvægt að vekja athygli á kærumáli umræddrar móður. 7. apríl 2023 20:30 Edda hætt á Heimildinni Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis. 3. apríl 2023 08:37 Enginn hafi spurt hvort búið sé að biðja þær afsökunar Þrjár konur segja Auðunn Lúthersson tónlistarmann aldrei hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í þeirra garð. Það sé sárt að sjá samfélagið fyrirgefa honum. Erfitt sé að heyra hann játa að hafa farið yfir mörk og verið dónalegur, með því sé hann að smætta gjörðir sínar. 14. október 2022 14:33 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Ágreiningur Fjólu Sigurðardóttur og Davíðs Goða Þorvarðarsonar við Eddu hefur áður komið fram. Fjóla steig fram á Twitter árið 2022 þegra henni ofbauð ummæli Eddu í viðtali í sjónvarpsþætti á Stöð 2 þess efnis að það væri ekki hægt að ætlast til þess að fólk ynni frítt. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu,“ sagði Fjóla. Þau hafi beðið Eddu, sem hélt áfram framleiðslu þáttanna án þeirra um nokkurt skeið, að borga þau út. Hún hafi brugðist við með því að henda þeim út af Patreon-áskriftaraðgöngum þeirra og yfirgefa sameiginlegt spjall þeirra. „Það er enginn ágreiningur um það að Fjóla og Davíð Goði eiga inni peninga hjá mér og það hefur aldrei staðið annað til að en að það verði gert upp. Hins vegar hafa þau hvorugt verið í sambandi við mig varðandi það uppgjör og því finnst mér þessar árásir á Twitter einkennilegar,“ sagði Edda við DV um deilurnar árið 2022. Davíð skaut á Eddu í færslu á Twitter og vísaði til umræðu í Eigin konum um andlegt ofbeldi. „Umræðan um andlegt ofbeldi í íslenskum podköstum er að rifja upp margar minningar um síðasta ár. Og líka hversu ótrúlega sterk Fjóla Sigurðar er.“ Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Fjólu og Davíðs, segir í samtali við RÚV, sem fyrst greindi frá, að reynt verði að komast að samkomulagi um greiðslur áður en málið fari lengra í dómskerfinu. Fyrirtaka í málinu er fyrirhugað fimmtudaginn 9. janúar.
Dómsmál Hlaðvörp Tengdar fréttir Edda Falak áfrýjar til Landsréttar Nú á dögunum var dæmt í máli móður sem kærði Eddu Falak fyrir brot á friðhelgi einkalífs síns. Brotið fólst í því að spila hljóðupptöku af samskiptum móðurinnar við dóttur sína í þættinum Eigin konur undir stjórn Eddu. Þegar fyrirsögn fréttarinnar um málið, „Edda Falak braut lög“, birtist í fjölmiðlum sáu eflaust margir enn eitt tækifærið til að hjóla í Eddu. Þó hefur þetta mál að mínu mati lítið sem ekkert með Eddu Falak að gera og snýst raunverulega um meint ofbeldi móður í garð barns síns. Ég trúi að margir deili reynslu konunnar og óttist að fá kæru skyldu þeir stíga fram með sína sögu og einmitt þess vegna er mikilvægt að vekja athygli á kærumáli umræddrar móður. 7. apríl 2023 20:30 Edda hætt á Heimildinni Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis. 3. apríl 2023 08:37 Enginn hafi spurt hvort búið sé að biðja þær afsökunar Þrjár konur segja Auðunn Lúthersson tónlistarmann aldrei hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í þeirra garð. Það sé sárt að sjá samfélagið fyrirgefa honum. Erfitt sé að heyra hann játa að hafa farið yfir mörk og verið dónalegur, með því sé hann að smætta gjörðir sínar. 14. október 2022 14:33 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Edda Falak áfrýjar til Landsréttar Nú á dögunum var dæmt í máli móður sem kærði Eddu Falak fyrir brot á friðhelgi einkalífs síns. Brotið fólst í því að spila hljóðupptöku af samskiptum móðurinnar við dóttur sína í þættinum Eigin konur undir stjórn Eddu. Þegar fyrirsögn fréttarinnar um málið, „Edda Falak braut lög“, birtist í fjölmiðlum sáu eflaust margir enn eitt tækifærið til að hjóla í Eddu. Þó hefur þetta mál að mínu mati lítið sem ekkert með Eddu Falak að gera og snýst raunverulega um meint ofbeldi móður í garð barns síns. Ég trúi að margir deili reynslu konunnar og óttist að fá kæru skyldu þeir stíga fram með sína sögu og einmitt þess vegna er mikilvægt að vekja athygli á kærumáli umræddrar móður. 7. apríl 2023 20:30
Edda hætt á Heimildinni Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis. 3. apríl 2023 08:37
Enginn hafi spurt hvort búið sé að biðja þær afsökunar Þrjár konur segja Auðunn Lúthersson tónlistarmann aldrei hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í þeirra garð. Það sé sárt að sjá samfélagið fyrirgefa honum. Erfitt sé að heyra hann játa að hafa farið yfir mörk og verið dónalegur, með því sé hann að smætta gjörðir sínar. 14. október 2022 14:33