Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2025 14:40 Þórdís Kolbrún og Bjarni skrafa saman á ráðherrabekk á Alþingi. Þau hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár en nú ætlar Bjarni að stíga til hliðar. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. Bjarni upplýsti þingflokk Sjálfstæðisflokksins í dag um að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns flokksins á landsfundi sem á að fara fram í febrúar. Hann ætlar heldur ekki að taka sæti á Alþingi. Þórdís Kolbrún hefur áður sagt að hún gæti hugsað sér að taka að sér forystu flokksins þegar Bjarni stígur til hliðar. Hún vildi ekki lýsa yfir framboði til formanns hér og nú þegar Vísir náði sambandi við hana. „Það verður alveg tími til að svara því nákvæmlega á næstunni. Mér finnst að þessi dagur eigi að snúast um þessa stóru ákvörðun Bjarna,“ segir Þórdís Kolbrún í símaviðtali við Vísi en hún er stödd í fjölskylduferðalagi í Afríku. „Ég hef alveg verið opin með það í töluverðan tíma að ég væri tilbúin að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina. Það er svo sem óbreytt,“ segir hún ennfremur. Sagan dæmi Bjarna af stóru verkefnum síðustu ára Þórdís segir að Bjarni hafi verið mikill leiðtogi í íslenskum stjórnmálum í langan tíma. Hann hafi verið þingmaður í rúma tvo áratugi og formaður flokksins í fimmtán ár. Sagan muni dæma hann af þeim stóru verkefnum sem hann hafi tekið að sér í þjónustu við samfélagið á undarlegum tímum. „Í rauninni allt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn eftir vinstristjórn 2009 til 2013 og svo undanfarin ár auðvitað þar sem við höfum farið í gengum tíma sem maður áður las í sögubókunum en núna lifum, hvort sem það er heimsfaraldur, náttúruhamfarir eða stríð í okkar álfu,“ segir varaformaðurinn. „Sérstaklega þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins frá 2013 eru það auðvitað árangur og ákvarðanir þar sem skipti verulegu máli að vera með framsýnan og hugrakkan stjórnmálaleiðtoga fyrir samfélagið allt og fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Bjarni upplýsti þingflokk Sjálfstæðisflokksins í dag um að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns flokksins á landsfundi sem á að fara fram í febrúar. Hann ætlar heldur ekki að taka sæti á Alþingi. Þórdís Kolbrún hefur áður sagt að hún gæti hugsað sér að taka að sér forystu flokksins þegar Bjarni stígur til hliðar. Hún vildi ekki lýsa yfir framboði til formanns hér og nú þegar Vísir náði sambandi við hana. „Það verður alveg tími til að svara því nákvæmlega á næstunni. Mér finnst að þessi dagur eigi að snúast um þessa stóru ákvörðun Bjarna,“ segir Þórdís Kolbrún í símaviðtali við Vísi en hún er stödd í fjölskylduferðalagi í Afríku. „Ég hef alveg verið opin með það í töluverðan tíma að ég væri tilbúin að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina. Það er svo sem óbreytt,“ segir hún ennfremur. Sagan dæmi Bjarna af stóru verkefnum síðustu ára Þórdís segir að Bjarni hafi verið mikill leiðtogi í íslenskum stjórnmálum í langan tíma. Hann hafi verið þingmaður í rúma tvo áratugi og formaður flokksins í fimmtán ár. Sagan muni dæma hann af þeim stóru verkefnum sem hann hafi tekið að sér í þjónustu við samfélagið á undarlegum tímum. „Í rauninni allt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn eftir vinstristjórn 2009 til 2013 og svo undanfarin ár auðvitað þar sem við höfum farið í gengum tíma sem maður áður las í sögubókunum en núna lifum, hvort sem það er heimsfaraldur, náttúruhamfarir eða stríð í okkar álfu,“ segir varaformaðurinn. „Sérstaklega þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins frá 2013 eru það auðvitað árangur og ákvarðanir þar sem skipti verulegu máli að vera með framsýnan og hugrakkan stjórnmálaleiðtoga fyrir samfélagið allt og fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira