Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 09:40 Nikolaj Jacobsen fékk send viðbjóðsleg skilaboð á EM fyrir þremur árum, eftir tap Dana sem bitnaði á Íslandi. Getty/Jure Erzen Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Danmerkur í handbolta, segist hafa fengið viðurstyggileg skilaboð í símann sinn eftir tapið gegn Frakklandi árið 2022, sem leiddi til þess að Ísland komst ekki í undanúrslit á EM. Leikmenn hans fengu einnig hryllileg skilaboð. Danmörk og Frakkland voru í milliriðli með Íslandi á mótinu og mættust í lokaumferðinni. Ef Danmörk hefði unnið leikinn, eftir að hafa verið 17-12 yfir í hálfleik, hefði Ísland komist í undanúrslit. Frakkar höfðu hins vegar að lokum betur, 30-29, og komust í undanúrslitin með Dönum sem voru þegar öruggir um sæti þar. Þessu áttu Íslendingar erfitt með að kyngja og má því miður ætla að einhver þeirra ljótu skilaboða sem Jacobsen fékk eftir leikinn hafi komið frá Íslandi. „Eftir tapið gegn Frökkum árið 2022, sem bitnaði á Íslandi, fékk ég mörg lítt falleg skilaboð. Við skulum bara orða það þannig,“ sagði Jacobsen í viðtali við Ekstra Bladet. Hvað stóð í þeim? „Það stóð að ég ætti að deyja, og að ég væri fífl. Það voru allir þessir hlutir, þrátt fyrir það að ég hefði ekkert með Ísland að gera,“ sagði Jacobsen. Vildi að Nielsen fengi krabbamein í brisi Markvörður hans, Emil Nielsen, segir í sömu grein hjá Ekstra Bladet hafa fengið ljót skilaboð í gegnum tíðina en tekist að hlæja að þeim og leiða þau hjá sér. Til að mynda á EM í Þýskalandi fyrir ári síðan. „Ég fékk ein skemmtileg skilaboð á þýsku á EM [2024]. Eða ekki skemmtileg, en það er ekki annað hægt en að hlæja að þeim. Það var einn sem að óskaði þess að ég fengi krabbamein í brisi,“ sagði Barcelona-stjarnan. Emil Nielsen og Emil Jakobsen á EM fyrir ári síðan. Nielsen fékk ljót skilaboð á mótinu.EPA-EFE/Anna Szilagyi „Þetta voru sem sagt mjög sértæk skilaboð. Það var líka þarna orð á þýsku sem ég vil ekki hafa eftir. En svona er þetta. Þetta er hluti af þessu og allt í lagi með það,“ sagði Nielsen. Leikmenn fengu líka viðbjóðsleg skilaboð Jacobsen er á öðru máli og segir ekki hægt að leiða svona hryllileg skilaboð hjá sér. „Mér finnst þetta ekki vera eitthvað sem hefur engin áhrif á mann, en það má segja að ég hafi lært af þessu. Núna getur fólk ekki lengur skrifað mér svona,“ sagði Jacobsen sem segir leikmenn sína einnig hafa fengið skilaboð eftir tapið sem bitnaði á Íslandi 2022: „Þetta var óþægilegt á sínum tíma. En það var ekki bara ég sem lenti í þessu. Margir af leikmönnum mínum fengu líka virkilega viðbjóðsleg skilaboð á netinu eftir þennan leik,“ sagði Jacobsen. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Sjá meira
Danmörk og Frakkland voru í milliriðli með Íslandi á mótinu og mættust í lokaumferðinni. Ef Danmörk hefði unnið leikinn, eftir að hafa verið 17-12 yfir í hálfleik, hefði Ísland komist í undanúrslit. Frakkar höfðu hins vegar að lokum betur, 30-29, og komust í undanúrslitin með Dönum sem voru þegar öruggir um sæti þar. Þessu áttu Íslendingar erfitt með að kyngja og má því miður ætla að einhver þeirra ljótu skilaboða sem Jacobsen fékk eftir leikinn hafi komið frá Íslandi. „Eftir tapið gegn Frökkum árið 2022, sem bitnaði á Íslandi, fékk ég mörg lítt falleg skilaboð. Við skulum bara orða það þannig,“ sagði Jacobsen í viðtali við Ekstra Bladet. Hvað stóð í þeim? „Það stóð að ég ætti að deyja, og að ég væri fífl. Það voru allir þessir hlutir, þrátt fyrir það að ég hefði ekkert með Ísland að gera,“ sagði Jacobsen. Vildi að Nielsen fengi krabbamein í brisi Markvörður hans, Emil Nielsen, segir í sömu grein hjá Ekstra Bladet hafa fengið ljót skilaboð í gegnum tíðina en tekist að hlæja að þeim og leiða þau hjá sér. Til að mynda á EM í Þýskalandi fyrir ári síðan. „Ég fékk ein skemmtileg skilaboð á þýsku á EM [2024]. Eða ekki skemmtileg, en það er ekki annað hægt en að hlæja að þeim. Það var einn sem að óskaði þess að ég fengi krabbamein í brisi,“ sagði Barcelona-stjarnan. Emil Nielsen og Emil Jakobsen á EM fyrir ári síðan. Nielsen fékk ljót skilaboð á mótinu.EPA-EFE/Anna Szilagyi „Þetta voru sem sagt mjög sértæk skilaboð. Það var líka þarna orð á þýsku sem ég vil ekki hafa eftir. En svona er þetta. Þetta er hluti af þessu og allt í lagi með það,“ sagði Nielsen. Leikmenn fengu líka viðbjóðsleg skilaboð Jacobsen er á öðru máli og segir ekki hægt að leiða svona hryllileg skilaboð hjá sér. „Mér finnst þetta ekki vera eitthvað sem hefur engin áhrif á mann, en það má segja að ég hafi lært af þessu. Núna getur fólk ekki lengur skrifað mér svona,“ sagði Jacobsen sem segir leikmenn sína einnig hafa fengið skilaboð eftir tapið sem bitnaði á Íslandi 2022: „Þetta var óþægilegt á sínum tíma. En það var ekki bara ég sem lenti í þessu. Margir af leikmönnum mínum fengu líka virkilega viðbjóðsleg skilaboð á netinu eftir þennan leik,“ sagði Jacobsen.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Sjá meira