Sport

Viggó finnur til aukinnar á­byrgðar: „Mun mæða meira á mér“

Aron Guðmundsson skrifar
Viggó Kristjánsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta
Viggó Kristjánsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta Vísir/ÍVAR

Viggó Kristjáns­son finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heims­meistaramót í hand­bolta í ljósi fjar­veru lykil­mannsins Ómars Inga Magnús­sonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur.

Viggó spennuna mikla fyrir komandi stórmóti líkt og raunin sé fyrir öll stórmót með íslenska landsliðinu. Markmiðin eru skýr en liðið fer ekki fram úr sér hvað þau varðar. Innan við tvær vikur eru í fyrsta leik Íslands á mótinu gegn landsliði Grænhöfðaeyja en að auki eru landslið Kúbu og Slóveníu í riðli Íslands. 

Klippa: Viggó í stærra hlutverk: „Hlakka til að sýna hvað ég get“

„Við ætlum að byrja á því að einbeita okkur að riðlinum,“ segir Viggó í samtali við íþróttadeild í dag. „Þar fáum við verðugt verkefni á móti Slóveníu sem er með hörku lið svo er kannski hægt að tala um hina tvo leikina í riðlinum gegn Grænhöfðaeyjum og Kúbu sem skyldusigra. Við þurfum að byrja á því að klára þessa leiki áður en við förum að hugsa eitthvað lengra.“

Ljóst er að íslenska liðið mun treysta mikið á Viggó á komandi stórmóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar. Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi stórmót. 

„Já ekki spurning. Ég held það sé alveg ljóst að það mun mæða meira á mér, sem er bara spennandi fyrir mig. Að sama skapi er auðvitað vont fyrir liðið að missa Ómar. Hann er einn af okkar allra bestu leikmönnum. Ég er að vona að við getum bætt það upp, ekki bara ég heldur allt liðið. Það er auðvitað spennandi fyrir mig. Ég hlakka til að sýna hvað ég get.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×