Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2025 12:46 Steinþór Einarsson sagði fyrir dómi í gær frá átökum sínum við Tómas fsem dómari endurlék með látbragði í aðalmeðferð málsins í dag. Vísir Ólafsfjarðarmálið svokallaða verður tekið fyrir í Hæstarétti. Í málinu var Steinþór Einarsson, karlmaður á fertugsaldri, ákærður fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, manni á fimmtugsaldri, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Honum var gefið að sök að hafa stungið Tómas tvisvar sinnum í síðuna með hníf sem olli miklu blóðtapi sem leiddi til dauða hans. Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi Steinþór og dæmdi hann í átta ára fangelsi. Landsréttur sýknaði hins vegar Steinþór. Það var mat Landsréttar að Steinþóri hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann hefði verið að afstýra stórhættulegri árás Tómasar, sem hefði í aðdraganda andlátsins ráðist að honum með stórum hníf. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu. Að mati hans er málið einstakt og frodæmisgefandi þar sem að afskaplega sjaldan sé fallist á að neyðarvörn hafi verið beitt. Í raun hafi Hæstiréttur einungis einu sinni sýknað einstakling með vísan til 2. málsgreinar. 12. greinar. almennra hegningarlaga, sem kveður á um að manni skuli ekki refsað fari hann út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar vegna þess að hann sé svo skelfdur eða forviða, eða þá að hann geti ekki fullkomnlega gætt sín. Að mati Ríkissaksóknara var ekkert í framburði Steinþórs sem benti til þess að ákvæðið ætti við, og því hafi hann verið ranglega sýknaður. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að úrlausn málsins kunni að hafa verulega þýðingu um túlkun og beitingu ákvæðisins. Og því samþykkti dómurinn að taka málið fyrir. Dómsmál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi Steinþór og dæmdi hann í átta ára fangelsi. Landsréttur sýknaði hins vegar Steinþór. Það var mat Landsréttar að Steinþóri hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann hefði verið að afstýra stórhættulegri árás Tómasar, sem hefði í aðdraganda andlátsins ráðist að honum með stórum hníf. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu. Að mati hans er málið einstakt og frodæmisgefandi þar sem að afskaplega sjaldan sé fallist á að neyðarvörn hafi verið beitt. Í raun hafi Hæstiréttur einungis einu sinni sýknað einstakling með vísan til 2. málsgreinar. 12. greinar. almennra hegningarlaga, sem kveður á um að manni skuli ekki refsað fari hann út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar vegna þess að hann sé svo skelfdur eða forviða, eða þá að hann geti ekki fullkomnlega gætt sín. Að mati Ríkissaksóknara var ekkert í framburði Steinþórs sem benti til þess að ákvæðið ætti við, og því hafi hann verið ranglega sýknaður. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að úrlausn málsins kunni að hafa verulega þýðingu um túlkun og beitingu ákvæðisins. Og því samþykkti dómurinn að taka málið fyrir.
Dómsmál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira