Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 3. janúar 2025 12:02 Við sáum áþreifanlegt dæmi á gamlárskvöld um það hvernig skilin eru oft á milli hins opinbera og einkageirans. Í þeim aðstæðum sem hér hafa verið þar sem vextir eru háir og hægst hefur á hagkerfinu hafa fyrirtæki á einkamarkaði þurft að huga vel að rekstri og þá sérstaklega kostnaði. Því er ekki eins farið með opinber fyrirtæki. Maður verður stundum orðlaus yfir því sem stjórnendum opinberra fyrirtækja dettur í hug þegar kemur að rekstri þeirra. Isavia ohf. er í eigu okkar allra og þar af leiðandi má segja að þjóðin eigi þá fjármuni sem stjórnendur Isavia eru að höndla með. Annað hvort hafa þeir peningar komið frá okkur skattgreiðendum eða frá innlendum og erlendum ferðamönnum og flugfélögum sem fara um flugvelli á Íslandi, aðallega Keflavíkurflugvöll. Allt að einu eru fjármunirnir sameign okkar Íslendinga. Mig rak því í rogastans þegar ég sá að Isavia hafði látið framleiða eina lengstu auglýsingu sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpi á Íslandi og lét birta hana í dýrasta auglýsingatíma sem til er í íslenskum fjölmiðlum, fyrir áramótaskaup RÚV á liðnu gamlárskvöldi. Isavia ohf. birti rétt fyrir skaup ímyndarauglýsingu um Keflavíkurflugvöll, sem var hátt í tvær mínútur að lengd. Þessi eina birting kostaði Isavia rétt rúmar 3 milljónir króna. Ég leyfi mér að giska á að framleiðslan á þessari auglýsingu hafi kostað a.m.k. annað eins, en treysti því að stjórnendur Isavia muni upplýsa almenning um það. Á sama tíma birti Icelandair, sem hefur þurft að huga að hverri krónu í rekstri sínum, eldri auglýsingu sem við höfum séð áður. Einkafyrirtækið sýndi ráðdeild en opinbera fyrirtækið tók bara upp veski almennings. Auglýsingin var aftur sýnd á RÚV á nýársdag og mun væntanlega birtast í styttri útgáfu næstu daga. Fyrir hvern var auglýsingin? Við getum gefið okkur að svo til allir sem horfa á áramótaskaupið séu Íslendingar og ljóst er að ekki er hægt að fljúga um aðra flugvelli til útlanda en flugvelli í eigu Isavia. Það má því spyrja hver tilgangurinn var með þessari rándýru auglýsingu? Getur verið að Isavia sé að bregðast við samkeppni frá Seyðisfjarðarhöfn, sem er svo gott sem eina leiðin til að komast til og frá landinu á annan hátt en um Keflavíkurflugvöll? Getur verið að markaðsdeild Isavia sé svo umhugað um að réttlæta tilveru sína að hún hafi látið búa til þennan furðulega gjörning? Ég hef ekki hugmynd um ástæðuna og spyr því stjórnendur Isavia hreint út: Hver er tilgangurinn með að eyða almannafé í þessa auglýsingu? Eigum við von á reglulegum tveggja mínútna auglýsingum frá ríkisfyrirtækjum í dýrustu auglýsingatímum ljósvakamiðla? Fjármagni illa varið Meðan ég geispaði yfir þessari tveggja mínútna sjónvarpsauglýsingu Isavia varð mér hugsað til þess hversu illa hefur gengið að byggja upp Keflavíkurflugvöll frá því að ferðamannabylgjan hófst á Íslandi fyrir um 12-13 árum. Ýmiss konar bútasaumur hefur átt sér stað og hinn ríkisrekni flugvöllur er líklegast orðinn einn lélegasti, leiðinlegasti og verst skipulagði flugvöllur í hinum vestræna heimi. Landgangar eru alltof fáir og farþegar þurfa iðulega að hírast í rútum milli flugstöðvar og flugvéla sem lagt er úti á hlaði líkt og tíðkast í þróunarlöndum. Margir verða forviða yfir sóðaskapnum á flugvellinum, enda þrifum í almennum rýmum oft ábótavant, snjór ekki ruddur á veturna frá gönguleiðum úr flugvélarútum inn í komurými og á sumrin eru sömu gönguleiðir ekki sópaðar og þaktar sandi og óhreinindum. Ekki hefur tekist að koma í gagnið sjálfsafgreiðslukössum fyrir vegabréf í komusal í á annað ár og þar standa þeir draugalegir og huldir plasti fyrir allra augum og úreldast hægt og rólega. Líklegast væri nær að verja fjármagni í að laga það sem miður hefur farið upp á Keflavíkurflugvelli frekar en að eyða því í dýrar ímyndarauglýsingar sem gefa ranga mynd af stöðu mála á flugvellinum. Ég tel að menn hljóti að fara að komast að því að sú ohf-væðing sem átti sér stað fyrir um 20 árum var gjörsamlega mislukkuð. Gagnsæið átti að aukast og skilvirknin sömuleiðis. Hins vegar hefur raunin orðið sú að stjórnendur virðast umgangast ohf-fyrirtækin sem einkafyrirtæki líkt og þeir eigi þau sjálfir og eru í raun ábyrgðarlausir gagnvart eigendum sínum, skattgreiðendum. Forsætisráðherra hefur óskað eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins. Ég vona að hún leiti ekki til stjórnar eða stjórnenda Isavia eftir þeim ráðum. Höfundur er hluthafi í Isavia ohf. líkt og allir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Við sáum áþreifanlegt dæmi á gamlárskvöld um það hvernig skilin eru oft á milli hins opinbera og einkageirans. Í þeim aðstæðum sem hér hafa verið þar sem vextir eru háir og hægst hefur á hagkerfinu hafa fyrirtæki á einkamarkaði þurft að huga vel að rekstri og þá sérstaklega kostnaði. Því er ekki eins farið með opinber fyrirtæki. Maður verður stundum orðlaus yfir því sem stjórnendum opinberra fyrirtækja dettur í hug þegar kemur að rekstri þeirra. Isavia ohf. er í eigu okkar allra og þar af leiðandi má segja að þjóðin eigi þá fjármuni sem stjórnendur Isavia eru að höndla með. Annað hvort hafa þeir peningar komið frá okkur skattgreiðendum eða frá innlendum og erlendum ferðamönnum og flugfélögum sem fara um flugvelli á Íslandi, aðallega Keflavíkurflugvöll. Allt að einu eru fjármunirnir sameign okkar Íslendinga. Mig rak því í rogastans þegar ég sá að Isavia hafði látið framleiða eina lengstu auglýsingu sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpi á Íslandi og lét birta hana í dýrasta auglýsingatíma sem til er í íslenskum fjölmiðlum, fyrir áramótaskaup RÚV á liðnu gamlárskvöldi. Isavia ohf. birti rétt fyrir skaup ímyndarauglýsingu um Keflavíkurflugvöll, sem var hátt í tvær mínútur að lengd. Þessi eina birting kostaði Isavia rétt rúmar 3 milljónir króna. Ég leyfi mér að giska á að framleiðslan á þessari auglýsingu hafi kostað a.m.k. annað eins, en treysti því að stjórnendur Isavia muni upplýsa almenning um það. Á sama tíma birti Icelandair, sem hefur þurft að huga að hverri krónu í rekstri sínum, eldri auglýsingu sem við höfum séð áður. Einkafyrirtækið sýndi ráðdeild en opinbera fyrirtækið tók bara upp veski almennings. Auglýsingin var aftur sýnd á RÚV á nýársdag og mun væntanlega birtast í styttri útgáfu næstu daga. Fyrir hvern var auglýsingin? Við getum gefið okkur að svo til allir sem horfa á áramótaskaupið séu Íslendingar og ljóst er að ekki er hægt að fljúga um aðra flugvelli til útlanda en flugvelli í eigu Isavia. Það má því spyrja hver tilgangurinn var með þessari rándýru auglýsingu? Getur verið að Isavia sé að bregðast við samkeppni frá Seyðisfjarðarhöfn, sem er svo gott sem eina leiðin til að komast til og frá landinu á annan hátt en um Keflavíkurflugvöll? Getur verið að markaðsdeild Isavia sé svo umhugað um að réttlæta tilveru sína að hún hafi látið búa til þennan furðulega gjörning? Ég hef ekki hugmynd um ástæðuna og spyr því stjórnendur Isavia hreint út: Hver er tilgangurinn með að eyða almannafé í þessa auglýsingu? Eigum við von á reglulegum tveggja mínútna auglýsingum frá ríkisfyrirtækjum í dýrustu auglýsingatímum ljósvakamiðla? Fjármagni illa varið Meðan ég geispaði yfir þessari tveggja mínútna sjónvarpsauglýsingu Isavia varð mér hugsað til þess hversu illa hefur gengið að byggja upp Keflavíkurflugvöll frá því að ferðamannabylgjan hófst á Íslandi fyrir um 12-13 árum. Ýmiss konar bútasaumur hefur átt sér stað og hinn ríkisrekni flugvöllur er líklegast orðinn einn lélegasti, leiðinlegasti og verst skipulagði flugvöllur í hinum vestræna heimi. Landgangar eru alltof fáir og farþegar þurfa iðulega að hírast í rútum milli flugstöðvar og flugvéla sem lagt er úti á hlaði líkt og tíðkast í þróunarlöndum. Margir verða forviða yfir sóðaskapnum á flugvellinum, enda þrifum í almennum rýmum oft ábótavant, snjór ekki ruddur á veturna frá gönguleiðum úr flugvélarútum inn í komurými og á sumrin eru sömu gönguleiðir ekki sópaðar og þaktar sandi og óhreinindum. Ekki hefur tekist að koma í gagnið sjálfsafgreiðslukössum fyrir vegabréf í komusal í á annað ár og þar standa þeir draugalegir og huldir plasti fyrir allra augum og úreldast hægt og rólega. Líklegast væri nær að verja fjármagni í að laga það sem miður hefur farið upp á Keflavíkurflugvelli frekar en að eyða því í dýrar ímyndarauglýsingar sem gefa ranga mynd af stöðu mála á flugvellinum. Ég tel að menn hljóti að fara að komast að því að sú ohf-væðing sem átti sér stað fyrir um 20 árum var gjörsamlega mislukkuð. Gagnsæið átti að aukast og skilvirknin sömuleiðis. Hins vegar hefur raunin orðið sú að stjórnendur virðast umgangast ohf-fyrirtækin sem einkafyrirtæki líkt og þeir eigi þau sjálfir og eru í raun ábyrgðarlausir gagnvart eigendum sínum, skattgreiðendum. Forsætisráðherra hefur óskað eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins. Ég vona að hún leiti ekki til stjórnar eða stjórnenda Isavia eftir þeim ráðum. Höfundur er hluthafi í Isavia ohf. líkt og allir Íslendingar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun