Fréttastofa BBC greinir frá. Alríkislögregla Bandaríkjanna greindi frá því að fáninn hafði fundist í bifreiðinni en árásin er nú rannsökuð sem hryðjuverk. Lögreglan rannsakar nú tengsl Din Jabbar við hryðjuverkasamtökin.
Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu á vettvangi. Engin samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en rannsakendur hafa gefið út að þeir telji ólíklegt að maðurinn hafi einn staðið að baki árásinni.
Alríkislögreglan greindi einnig frá því að tvær heimatilbúnar sprengjur hafi fundist á svæðinu skammt frá vettvangi.
Eins og greint var frá fyrr í dag var ekið á fólk sem var saman komið til að fagna áramótunum á Bourbon-stræti í New Orleans þar sem er að finna fjölda vinsælla veitinga- og skemmtistaða. Atvikið átti sér stað á horni Bourbon-strætis og Canal-strætis um klukkan 3:15 að staðartíma, eða um 9:15 að íslenskum tíma.
Bæði Joe Biden, fráfarandi forseti, og Donald Trump, nýkjörin forseti Bandaríkjanna, hafa fordæmt árásina.