Mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á nýársnótt, sem einkum má rekja til ölvunar og áverka vegna ofbeldis. Tveir leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa í nótt sem er minna en oft áður.
Svifryksmengun vegna flugelda mældist langt yfir hættumörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma.
Þetta og fleira í Hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.