Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2024 17:37 Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður, er hér í forgrunni. Vísir/Vilhelm Stjórn Heimdallar, Félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir nýjan raunveruleika blasa við í stjórnmálum hér á landi og að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þegar landsfundinum sem átti að halda í haust var frestað til febrúar hafi sömu forsendur um veðurfar á Íslandi í febrúar legið fyrir og gera nú. Um nýliðna helgi hefur verið fjallað um hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem að óbreyttu á að fara fram í lok febrúar. Meðal annars hefur verið talað um að gera það vegna möguleika á slæmri færð á þeim árstíma. Í ályktun sem stjórn Heimdallar samþykkti í dag segir einnig að landsfundir flokksins hafi áður verið haldnir í febrúar og það séu því engin nýmæli. „Heimdellingar biðla til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins að fresta ekki landsfundinum 28. febrúar - 2. mars,“ segir í ályktuninni. Þar segir að nýr raunveruleiki blasi við í stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn sé í fyrsta sinn í meira en áratug í stjórnarandstöðu eftir að hafa fengið minnsta fylgi í sögu flokksins í nýafstöðnum kosningum. Hins vegar hafi mikið af öflugu og sérstaklega ungu fólki komið inn í flokksstarfið í baráttunni og núna sé tíminni fyrir sjálfstæðismenn að koma saman, stilla saman strengi sína og marka upphafið í stjórnarandstöðu. Í ályktuninni kemur einnig fram að undirbúningur fyrir málefnastarf sé forsvaranleg afsökun fyrir frestun landsfundar. Eðlilegra væri að miðstjórn gæfi aukinn frest fyrir skil frá málefnanefndum en að fresta fundinum í annað skipti. Fordæmi hafi verið gefið fyrir slíkum breytingum á reglum flokksins í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar. Skiptar skoðanir um mögulega frestun landsfundar hafa verið látnar flakka um helgina og hafa forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins jafnvel verið sakaðir um „baktjaldamakk“. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. 29. desember 2024 19:01 Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. 29. desember 2024 14:24 „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Um nýliðna helgi hefur verið fjallað um hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem að óbreyttu á að fara fram í lok febrúar. Meðal annars hefur verið talað um að gera það vegna möguleika á slæmri færð á þeim árstíma. Í ályktun sem stjórn Heimdallar samþykkti í dag segir einnig að landsfundir flokksins hafi áður verið haldnir í febrúar og það séu því engin nýmæli. „Heimdellingar biðla til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins að fresta ekki landsfundinum 28. febrúar - 2. mars,“ segir í ályktuninni. Þar segir að nýr raunveruleiki blasi við í stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn sé í fyrsta sinn í meira en áratug í stjórnarandstöðu eftir að hafa fengið minnsta fylgi í sögu flokksins í nýafstöðnum kosningum. Hins vegar hafi mikið af öflugu og sérstaklega ungu fólki komið inn í flokksstarfið í baráttunni og núna sé tíminni fyrir sjálfstæðismenn að koma saman, stilla saman strengi sína og marka upphafið í stjórnarandstöðu. Í ályktuninni kemur einnig fram að undirbúningur fyrir málefnastarf sé forsvaranleg afsökun fyrir frestun landsfundar. Eðlilegra væri að miðstjórn gæfi aukinn frest fyrir skil frá málefnanefndum en að fresta fundinum í annað skipti. Fordæmi hafi verið gefið fyrir slíkum breytingum á reglum flokksins í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar. Skiptar skoðanir um mögulega frestun landsfundar hafa verið látnar flakka um helgina og hafa forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins jafnvel verið sakaðir um „baktjaldamakk“.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. 29. desember 2024 19:01 Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. 29. desember 2024 14:24 „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. 29. desember 2024 19:01
Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. 29. desember 2024 14:24
„Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent