Jón Steindór aðstoðar Daða Má Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 15:09 Jón Steindór Valdimarsson hóf störf sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra í dag. Hann er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Steindór tók til starfa í dag. Þetta staðfestir Jón Steindór í samtali við Vísi en hann kveðst spenntur fyrir að takast á við verkefnin framundan í nýju starfi sem aðstoðarmaður ráðherra. „Ég held að ég sé búinn að vera hérna samtals í fjóra klukkutíma. Ég er mjög spenntur, annars hefði ég ekki tekið þetta að mér, að fallast á tillögu Daða um að aðstoða hann hér,“ segir Jón Steindór. Hann og Daði Már þekkjast vel og hafa unnið mikið og náið saman á vettvangi stjórnmálanna í gegnum flokksstarf Viðreisnar. „Við Daði erum búnir að vinna talsvert saman. Okkar samstarf nær aftur til 2015 en við komum saman að því að stofna Viðreisn á sínum tíma og við höfum verið talsvert að vinna saman í málefnastarfi og stefnumótun fyrir flokksins,“ segir Jón Steindór. „Við þekkjumst mjög vel.“ Evrópusinni með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu Jón Steindór er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, embættispróf í lögfræði frá HÍ og MPM frá tækni- og verkfræðideild HR 2013. Í æviágripum á vef Alþingis kemur meðal annars fram að Jón Steindór hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu, þá sem lögfræðingur árið 1985 en síðan hefur hann gegnt ýmsum fjölbreyttum störfum á vettvangi fjármála- og efnahagslífs. Hann var alþingismaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi 2016 til 2021. „Ég hef alls konar reynslu bæði úr atvinnulífi og síðan auðvitað á þinginu og hef verið í stjórnum fjármálafyrirtækja og þess háttar þannig ég hef ekki trú á öðru en að ég geti hjálpað eitthvað til,“ segir Jón Steindór. Hann er jafnframt formaður Evrópuhreyfingarinnar sem stofnuð var árið 2022 og tók yfir Já Ísland og Evrópusamtökin. Hann var formaður Já Ísland! frá 2009 til 2016 en samtökin tala fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Þetta staðfestir Jón Steindór í samtali við Vísi en hann kveðst spenntur fyrir að takast á við verkefnin framundan í nýju starfi sem aðstoðarmaður ráðherra. „Ég held að ég sé búinn að vera hérna samtals í fjóra klukkutíma. Ég er mjög spenntur, annars hefði ég ekki tekið þetta að mér, að fallast á tillögu Daða um að aðstoða hann hér,“ segir Jón Steindór. Hann og Daði Már þekkjast vel og hafa unnið mikið og náið saman á vettvangi stjórnmálanna í gegnum flokksstarf Viðreisnar. „Við Daði erum búnir að vinna talsvert saman. Okkar samstarf nær aftur til 2015 en við komum saman að því að stofna Viðreisn á sínum tíma og við höfum verið talsvert að vinna saman í málefnastarfi og stefnumótun fyrir flokksins,“ segir Jón Steindór. „Við þekkjumst mjög vel.“ Evrópusinni með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu Jón Steindór er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, embættispróf í lögfræði frá HÍ og MPM frá tækni- og verkfræðideild HR 2013. Í æviágripum á vef Alþingis kemur meðal annars fram að Jón Steindór hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu, þá sem lögfræðingur árið 1985 en síðan hefur hann gegnt ýmsum fjölbreyttum störfum á vettvangi fjármála- og efnahagslífs. Hann var alþingismaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi 2016 til 2021. „Ég hef alls konar reynslu bæði úr atvinnulífi og síðan auðvitað á þinginu og hef verið í stjórnum fjármálafyrirtækja og þess háttar þannig ég hef ekki trú á öðru en að ég geti hjálpað eitthvað til,“ segir Jón Steindór. Hann er jafnframt formaður Evrópuhreyfingarinnar sem stofnuð var árið 2022 og tók yfir Já Ísland og Evrópusamtökin. Hann var formaður Já Ísland! frá 2009 til 2016 en samtökin tala fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira