Jón Steindór aðstoðar Daða Má Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 15:09 Jón Steindór Valdimarsson hóf störf sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra í dag. Hann er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Steindór tók til starfa í dag. Þetta staðfestir Jón Steindór í samtali við Vísi en hann kveðst spenntur fyrir að takast á við verkefnin framundan í nýju starfi sem aðstoðarmaður ráðherra. „Ég held að ég sé búinn að vera hérna samtals í fjóra klukkutíma. Ég er mjög spenntur, annars hefði ég ekki tekið þetta að mér, að fallast á tillögu Daða um að aðstoða hann hér,“ segir Jón Steindór. Hann og Daði Már þekkjast vel og hafa unnið mikið og náið saman á vettvangi stjórnmálanna í gegnum flokksstarf Viðreisnar. „Við Daði erum búnir að vinna talsvert saman. Okkar samstarf nær aftur til 2015 en við komum saman að því að stofna Viðreisn á sínum tíma og við höfum verið talsvert að vinna saman í málefnastarfi og stefnumótun fyrir flokksins,“ segir Jón Steindór. „Við þekkjumst mjög vel.“ Evrópusinni með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu Jón Steindór er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, embættispróf í lögfræði frá HÍ og MPM frá tækni- og verkfræðideild HR 2013. Í æviágripum á vef Alþingis kemur meðal annars fram að Jón Steindór hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu, þá sem lögfræðingur árið 1985 en síðan hefur hann gegnt ýmsum fjölbreyttum störfum á vettvangi fjármála- og efnahagslífs. Hann var alþingismaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi 2016 til 2021. „Ég hef alls konar reynslu bæði úr atvinnulífi og síðan auðvitað á þinginu og hef verið í stjórnum fjármálafyrirtækja og þess háttar þannig ég hef ekki trú á öðru en að ég geti hjálpað eitthvað til,“ segir Jón Steindór. Hann er jafnframt formaður Evrópuhreyfingarinnar sem stofnuð var árið 2022 og tók yfir Já Ísland og Evrópusamtökin. Hann var formaður Já Ísland! frá 2009 til 2016 en samtökin tala fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Sjá meira
Þetta staðfestir Jón Steindór í samtali við Vísi en hann kveðst spenntur fyrir að takast á við verkefnin framundan í nýju starfi sem aðstoðarmaður ráðherra. „Ég held að ég sé búinn að vera hérna samtals í fjóra klukkutíma. Ég er mjög spenntur, annars hefði ég ekki tekið þetta að mér, að fallast á tillögu Daða um að aðstoða hann hér,“ segir Jón Steindór. Hann og Daði Már þekkjast vel og hafa unnið mikið og náið saman á vettvangi stjórnmálanna í gegnum flokksstarf Viðreisnar. „Við Daði erum búnir að vinna talsvert saman. Okkar samstarf nær aftur til 2015 en við komum saman að því að stofna Viðreisn á sínum tíma og við höfum verið talsvert að vinna saman í málefnastarfi og stefnumótun fyrir flokksins,“ segir Jón Steindór. „Við þekkjumst mjög vel.“ Evrópusinni með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu Jón Steindór er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, embættispróf í lögfræði frá HÍ og MPM frá tækni- og verkfræðideild HR 2013. Í æviágripum á vef Alþingis kemur meðal annars fram að Jón Steindór hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu, þá sem lögfræðingur árið 1985 en síðan hefur hann gegnt ýmsum fjölbreyttum störfum á vettvangi fjármála- og efnahagslífs. Hann var alþingismaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi 2016 til 2021. „Ég hef alls konar reynslu bæði úr atvinnulífi og síðan auðvitað á þinginu og hef verið í stjórnum fjármálafyrirtækja og þess háttar þannig ég hef ekki trú á öðru en að ég geti hjálpað eitthvað til,“ segir Jón Steindór. Hann er jafnframt formaður Evrópuhreyfingarinnar sem stofnuð var árið 2022 og tók yfir Já Ísland og Evrópusamtökin. Hann var formaður Já Ísland! frá 2009 til 2016 en samtökin tala fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Sjá meira