Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. desember 2024 15:31 Ásgeir Erlendsson er samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar. AÐSEND Forgangsröðun á eftirliti með sæstrengjum hjá Landhelgisgæslunni kemur ekki til með að breytast eftir mögulegt skemmdarverk í Finnlandi. Samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar segir að hægt sé að halda uppi öflugasta eftirliti með lögsögu Íslands í áratugi. Það velti hins vegar allt á fjármögnun stjórnvalda. Á jóladag bilaði sæstrengur sem liggur á milli Finnlands og Eistlands. Grunur leikur á að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Í gær fannst slóð á hafsbotni sem leit út eins og að akkeri hefði verið dregið með fram botninum. Finnar gruna rússneska olíuflutningaskipið Eagle S um skemmdarverkið. Frá Íslandi liggja fjórir sæstrengir og kemur það í hlut Landhelgisgæslunnar að fylgjast með þeim. „Atburðir undanfarinna vikna í Evrópu hafa ekki breytt þeirri forgangsröðun eða hvernig Landhelgisgæslan stendur að umræddu eftirliti,“ segir Ásgeir Erlendsson, samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Eftirlitsgetan takmörkuð Landhelgisgæslan fylgist með sæstrengjunum með fjareftirliti úr stjórnstöðu Landhelgisgælunnar og með gervitunglamyndum. Þá fer rauneftirlit fram með varðskipum, þyrlum og flugvél. Til að viðunandi eftirfylgni sé með sæstrengjunum þarf að fljúga eftirlitsflugvélinni TF-SIF að minnsta kosti tvisvar í viku um lögsögu Íslands. Ásgeir bendir á að eftirlitsgeta lögsögunnar sé hins vegar takmörkuð. „Landhelgisgæslan hefur reglulega bent á að eftirlitsgetan innan lögsögunnar hefur verið takmörkuð vegna fjarveru eftirlitsflugvélarinnar sem hefur annast landamæraverkefni á vegum Frontex við Miðjarðarhaf í 5-6 mánuði á ári. Fjárframlög til Landhelgisgæslunnar hafa verið með þeim hætti að ekki hefur verið unnt að halda úti rekstri eftirlitsflugvélarinnar hér á landi nema lítinn hluta úr ári,“ skrifar Ásgeir. Aldrei jafn margar flugstundir ef að fjármagnið fæst Samkvæmt Ásgeiri verður umræddi eftirlitsflugvél meira hérlendis en árin áður þar sem hún fari einungis í tvö mánaðarlöng verkefni. „Vonir Landhelgisgæslunnar standa til þess að hægt verði að efla eftirlitið úr lofti verulega,“ skrifar Ásgeir. „Flugstundir hér á landi á næsta ári munu því að óbreyttu verða fleiri en nokkur eða fá dæmi eru um síðan flugvélin var keypt en slíkt veltur á hvort stjórnvöld veiti aukið fjármagn til að gera flugvélina út með þeim hætti.“ Gert er ráð fyrir 415 klukkustundum í flugtíma við Ísland á næsta ári. Það sé því tækifæri til að halda uppi einu öflugasta eftirliti með lögsögunni í áratugi. „Í ljósi þess sem er að gerast alls staðar í kringum okkur teljum við brýnt að við nýtum þau öflugu tæki eins vel og við getum til að gæta þeirra auðlinda og innviða sem eru í hafinu í kringum okkur,“ skrifar Ásgeir. Landhelgisgæslan Sæstrengir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Á jóladag bilaði sæstrengur sem liggur á milli Finnlands og Eistlands. Grunur leikur á að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Í gær fannst slóð á hafsbotni sem leit út eins og að akkeri hefði verið dregið með fram botninum. Finnar gruna rússneska olíuflutningaskipið Eagle S um skemmdarverkið. Frá Íslandi liggja fjórir sæstrengir og kemur það í hlut Landhelgisgæslunnar að fylgjast með þeim. „Atburðir undanfarinna vikna í Evrópu hafa ekki breytt þeirri forgangsröðun eða hvernig Landhelgisgæslan stendur að umræddu eftirliti,“ segir Ásgeir Erlendsson, samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Eftirlitsgetan takmörkuð Landhelgisgæslan fylgist með sæstrengjunum með fjareftirliti úr stjórnstöðu Landhelgisgælunnar og með gervitunglamyndum. Þá fer rauneftirlit fram með varðskipum, þyrlum og flugvél. Til að viðunandi eftirfylgni sé með sæstrengjunum þarf að fljúga eftirlitsflugvélinni TF-SIF að minnsta kosti tvisvar í viku um lögsögu Íslands. Ásgeir bendir á að eftirlitsgeta lögsögunnar sé hins vegar takmörkuð. „Landhelgisgæslan hefur reglulega bent á að eftirlitsgetan innan lögsögunnar hefur verið takmörkuð vegna fjarveru eftirlitsflugvélarinnar sem hefur annast landamæraverkefni á vegum Frontex við Miðjarðarhaf í 5-6 mánuði á ári. Fjárframlög til Landhelgisgæslunnar hafa verið með þeim hætti að ekki hefur verið unnt að halda úti rekstri eftirlitsflugvélarinnar hér á landi nema lítinn hluta úr ári,“ skrifar Ásgeir. Aldrei jafn margar flugstundir ef að fjármagnið fæst Samkvæmt Ásgeiri verður umræddi eftirlitsflugvél meira hérlendis en árin áður þar sem hún fari einungis í tvö mánaðarlöng verkefni. „Vonir Landhelgisgæslunnar standa til þess að hægt verði að efla eftirlitið úr lofti verulega,“ skrifar Ásgeir. „Flugstundir hér á landi á næsta ári munu því að óbreyttu verða fleiri en nokkur eða fá dæmi eru um síðan flugvélin var keypt en slíkt veltur á hvort stjórnvöld veiti aukið fjármagn til að gera flugvélina út með þeim hætti.“ Gert er ráð fyrir 415 klukkustundum í flugtíma við Ísland á næsta ári. Það sé því tækifæri til að halda uppi einu öflugasta eftirliti með lögsögunni í áratugi. „Í ljósi þess sem er að gerast alls staðar í kringum okkur teljum við brýnt að við nýtum þau öflugu tæki eins vel og við getum til að gæta þeirra auðlinda og innviða sem eru í hafinu í kringum okkur,“ skrifar Ásgeir.
Landhelgisgæslan Sæstrengir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira