Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Aron Guðmundsson skrifar 30. desember 2024 11:32 Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands og Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Samsett mynd Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, segir þrjú landslið vera líklegri en önnur til að standa uppi sem heimsmeistari á komandi stórmóti í janúar. Alfreð setur Ísland og Þýskaland í sama flokk. Lið sem geta strítt þeim líklegustu. Þjóðverjar enduðu í fjórða sæti á Evrópumótinu fyrir rétt tæpu ári síðan og nældu sér svo í silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í sumar og spurði blaðamaður Bild Alfreð að því hvort það þýddi að gullverðlaunin kæmu á komandi heimsmeistaramóti. Alfreð svaraði því hlæjandi: „Nei það eru þrjú landslið sem eru á toppnum. Danska landsliðið er sem stendur á undan öðrum, meira að segja án Niklas landin og Mikkel Hansen (sem hættu eftir Ólympíuleikana). Frakkarnir gætu þurft að finna leið án Dika Mem en ég sé þá þarna við toppinn rétt eins og sænska landsliðið. Á eftir þessum liðum ertu með fjögur til sex lið sem geta strítt þessum topp þremur liðum. Við erum eitt þeirra liða.“ Alfreð var þá inntur eftir svörum varðandi það hvaða önnur lið væru á sama stað og Þýskaland. „Króatía, Ísland, Noregur og jafnvel Egyptaland. Ég sé króatíska landsliðið sem eitt af líklegustu liðunum til afreka. Þeirra lið býr yfir mikilli reynslu,“ svaraði Alfreð en Íslendingurinn Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Króatíu.“ Aðspurður um markmið þýska landsliðsins á komandi heimsmeistaramóti hafði Alfreð þetta að segja en Þýskaland er í Evrópuriðli með landsliðum Tékklands, Póllands og Sviss: „Fyrsta markmið er að við vinnum okkar riðil og tökum svo stöðuna. Auðvitað langar okkur að komast í undanúrslit aftur. Vonir okkar standa til þess. Árangur okkar á Ólympíuleikunum sýndi mínum leikmönnum að þeir geta unnið þessi svokölluðu stóru lið. Það gefur þeim meira sjálfstraust. En þessa frammistöðu þurfum við að sýna aftur og aftur.“ HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Þjóðverjar enduðu í fjórða sæti á Evrópumótinu fyrir rétt tæpu ári síðan og nældu sér svo í silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í sumar og spurði blaðamaður Bild Alfreð að því hvort það þýddi að gullverðlaunin kæmu á komandi heimsmeistaramóti. Alfreð svaraði því hlæjandi: „Nei það eru þrjú landslið sem eru á toppnum. Danska landsliðið er sem stendur á undan öðrum, meira að segja án Niklas landin og Mikkel Hansen (sem hættu eftir Ólympíuleikana). Frakkarnir gætu þurft að finna leið án Dika Mem en ég sé þá þarna við toppinn rétt eins og sænska landsliðið. Á eftir þessum liðum ertu með fjögur til sex lið sem geta strítt þessum topp þremur liðum. Við erum eitt þeirra liða.“ Alfreð var þá inntur eftir svörum varðandi það hvaða önnur lið væru á sama stað og Þýskaland. „Króatía, Ísland, Noregur og jafnvel Egyptaland. Ég sé króatíska landsliðið sem eitt af líklegustu liðunum til afreka. Þeirra lið býr yfir mikilli reynslu,“ svaraði Alfreð en Íslendingurinn Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Króatíu.“ Aðspurður um markmið þýska landsliðsins á komandi heimsmeistaramóti hafði Alfreð þetta að segja en Þýskaland er í Evrópuriðli með landsliðum Tékklands, Póllands og Sviss: „Fyrsta markmið er að við vinnum okkar riðil og tökum svo stöðuna. Auðvitað langar okkur að komast í undanúrslit aftur. Vonir okkar standa til þess. Árangur okkar á Ólympíuleikunum sýndi mínum leikmönnum að þeir geta unnið þessi svokölluðu stóru lið. Það gefur þeim meira sjálfstraust. En þessa frammistöðu þurfum við að sýna aftur og aftur.“
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira