Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2024 23:03 Peter Wright sendi heimsmeistarann heim og er kominn í átta manna úrslit. James Fearn/Getty Images Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, er úr leik á HM í pílu eftir 4-1 tap gegn Peter „Snakebite“ Wright. 32-manna úrslitin kláruðust í fyrsta leik kvöldsins þar Englendingurinn Ricky Evans og Walesverjinn Robert Owen áttust við. Evans vann tvö af fyrstu þremur settunum, en Owen reyndist sterkari í heildina og vann nokkuð öruggan sigur, 4-2. Þá varð Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, fyrsti maðurinn til að tryggja sér sæti í 8-manna úrslitum er hann vann landa sinn frá Wales, Jonny Clayton, 4-2. Hvorki Price né Clayton áttu sinn besta leik, en Price kláraði sitt og mætir Kevin Doets eða Chris Dobey í fjórðungsúrslitum. Gerwyn Price is our first Quarter-Finalist as he beats Jonny Clayton 4-2 in the all-Welsh tie!#WCDarts pic.twitter.com/vd67vlAAhC— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2024 Að lokum áttust Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, við í viðureign sem hafði verið beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Wright og Humphries höfðu verið að munnhöggvast fyrir viðureignina og sagði sá síðarnefndi meðal annars að hann væri aðeins einum heimsmeistaratitli frá því að jafna allt það sem Wright hefði gert á ferlinum. Peter „Snakebite“ Wright mætti hins vegar með hnífana á lofti í viðureign þeirra félaga í kvöld og virtist einfaldlega ekki geta klikkað á útskoti. Wright og Humphries unnu sitt hvort settið í upphafi leiks áður en sá fyrrnefndi vann næstu tvö og kom sér í 3-1 þar sem hann var búinn að hitta 11 af 16 útskotum sínum. Heimsmeistarinn Humphries var því kominn með bakið upp við vegg. Wright hélt hins vegar bara uppteknum hætti, kláraði fyrsta legginn og svo annan legginn gegn kasti áður en hann kláraði settið 3-0 og sendi heimsmeistarann heim, með skottið á milli lappanna. Pílukast Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
32-manna úrslitin kláruðust í fyrsta leik kvöldsins þar Englendingurinn Ricky Evans og Walesverjinn Robert Owen áttust við. Evans vann tvö af fyrstu þremur settunum, en Owen reyndist sterkari í heildina og vann nokkuð öruggan sigur, 4-2. Þá varð Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, fyrsti maðurinn til að tryggja sér sæti í 8-manna úrslitum er hann vann landa sinn frá Wales, Jonny Clayton, 4-2. Hvorki Price né Clayton áttu sinn besta leik, en Price kláraði sitt og mætir Kevin Doets eða Chris Dobey í fjórðungsúrslitum. Gerwyn Price is our first Quarter-Finalist as he beats Jonny Clayton 4-2 in the all-Welsh tie!#WCDarts pic.twitter.com/vd67vlAAhC— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2024 Að lokum áttust Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, við í viðureign sem hafði verið beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Wright og Humphries höfðu verið að munnhöggvast fyrir viðureignina og sagði sá síðarnefndi meðal annars að hann væri aðeins einum heimsmeistaratitli frá því að jafna allt það sem Wright hefði gert á ferlinum. Peter „Snakebite“ Wright mætti hins vegar með hnífana á lofti í viðureign þeirra félaga í kvöld og virtist einfaldlega ekki geta klikkað á útskoti. Wright og Humphries unnu sitt hvort settið í upphafi leiks áður en sá fyrrnefndi vann næstu tvö og kom sér í 3-1 þar sem hann var búinn að hitta 11 af 16 útskotum sínum. Heimsmeistarinn Humphries var því kominn með bakið upp við vegg. Wright hélt hins vegar bara uppteknum hætti, kláraði fyrsta legginn og svo annan legginn gegn kasti áður en hann kláraði settið 3-0 og sendi heimsmeistarann heim, með skottið á milli lappanna.
Pílukast Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira