Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. desember 2024 23:01 Kristján Leó Guðmundsson er einn hugmyndasmiða síðunnar. Vísir Ungur forritari hvetur fólk til að nota nýja vefsíðu sem segir til um hve mikil umferð er á höfuðborgarsvæðinu. Vefsíðan geti komið sér vel, nú þegar fólk er í óða önn að undirbúa áramótin. Ný vefsíða sem ber heitið ErUmferð.is reiknar út hve mikil umferð er á höfuðborgarsvæðinu að hverju sinni. Vefsíðan gefur þá upp nýja vísitölu sem uppfærist á fimm mínútna fresti og notar gögn frá mælum Landupplýsingakerfi sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Orkuveitunnar og Mílu til að reikna meðaltal umferðar í borginni. Rúmlega tvítugur forritari á bak við vefsíðuna segir að hugmyndin hafi sprottið upp þegar að hann og vinur hans, Valdimar Örn Sverrisson, sem kom einnig að þróun vefsíðunnar voru að grúska í gögnum Landupplýsingakerfisins sem þeir hafi báðir mjög gaman af. „Við tökum sem sagt vegið meðaltal af hraða bíla í borginni. Við notum alla þessa mæla, og þegar bílarnir fara hægt er umferðin lítil en þegar þeir fara hratt er hún mikil,“ segir Kristján Leó Guðmundsson hugmyndasmiður vefsíðunnar. Drengirnir á bak við vefsíðuna hafi fengið góð viðbrögð frá þeim sem noti síðuna sem sé í stöðugri þróun. „Við bættum við um daginn svona umferðarspá fram í tímann. Ef maður skrollar niður á síðunni má sjá svona spá fram í tímann yfir daginn. Hversu mikil umferð verður á hverjum tímapunkti. Við höfðum hugsað okkur að bæta aðeins þessa spá og taka inn í þetta eins og veður og fleira. Ef það er slæmt veður er yfirleitt meiri umferð,“ segir Kristján Hann segist hafa tekið eftir því að umferðin nær hámarki klukkan korter yfir fjögur, oftast á þriðjudögum. „Svo passið ykkur á því,“ segir Kristján og hlær. Tækni Umferð Samgöngur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Ný vefsíða sem ber heitið ErUmferð.is reiknar út hve mikil umferð er á höfuðborgarsvæðinu að hverju sinni. Vefsíðan gefur þá upp nýja vísitölu sem uppfærist á fimm mínútna fresti og notar gögn frá mælum Landupplýsingakerfi sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Orkuveitunnar og Mílu til að reikna meðaltal umferðar í borginni. Rúmlega tvítugur forritari á bak við vefsíðuna segir að hugmyndin hafi sprottið upp þegar að hann og vinur hans, Valdimar Örn Sverrisson, sem kom einnig að þróun vefsíðunnar voru að grúska í gögnum Landupplýsingakerfisins sem þeir hafi báðir mjög gaman af. „Við tökum sem sagt vegið meðaltal af hraða bíla í borginni. Við notum alla þessa mæla, og þegar bílarnir fara hægt er umferðin lítil en þegar þeir fara hratt er hún mikil,“ segir Kristján Leó Guðmundsson hugmyndasmiður vefsíðunnar. Drengirnir á bak við vefsíðuna hafi fengið góð viðbrögð frá þeim sem noti síðuna sem sé í stöðugri þróun. „Við bættum við um daginn svona umferðarspá fram í tímann. Ef maður skrollar niður á síðunni má sjá svona spá fram í tímann yfir daginn. Hversu mikil umferð verður á hverjum tímapunkti. Við höfðum hugsað okkur að bæta aðeins þessa spá og taka inn í þetta eins og veður og fleira. Ef það er slæmt veður er yfirleitt meiri umferð,“ segir Kristján Hann segist hafa tekið eftir því að umferðin nær hámarki klukkan korter yfir fjögur, oftast á þriðjudögum. „Svo passið ykkur á því,“ segir Kristján og hlær.
Tækni Umferð Samgöngur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira