Innlent

Ólga innan Sjálf­stæðis­flokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafa vakið upp harðar umræður innan flokksins. Fyrrverandi ráðherra og formannsframbjóðandi segir mikilvægt að tímasetning fundarins standist, en nýr þingmaður telur skynsamlegast að fresta honum.

Lyfjameðferð við ADHD er beitt í of ríkum mæli samkvæmt nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur sem fram koma í skýrslunni muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu.

Rússlandsforseti hefur beðið forseta Azerbaísjan afsökunar á því sem hann lýsir sem hörmulegu atviki sem varðar brotlendingu aserskar farþegaflugvélar í Kasakstan.

Við verðum í beinni útsendingu frá stórtónleikum Retro Stefson sem koma saman í fyrsta sinn eftir átta ára pásu í kvöld, hittum mann sem á hvorki meira né minna en 502 derhúfur og sjáum frá stemningunni í Bláfjöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×