Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. desember 2024 11:01 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnabrot, umferðarlagabrot og gripdeild. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru sem varðaði heimilisofbeldi þar sem brotið sem málið varðaði var fyrnt, en atvikið sem það mál varðaði átti sér stað í mars 2022. Manninum var gefið að sök að ógna lífi og heilsu barnsmóður sinnar og þáverandi sambýliskonu með því að ýta henni um íbúð þeirra þannig hún lenti á húsgöngum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að halda og þrýsta fast um handleggi konunnar, og taka hana hálstaki. Í ákærunni segir að konan hafi síðan flúið inn á baðherbergi og læst á eftir sér, en þá hafi maðurinn brotið upp hurðina. Maðurinn neitaði sök. Hann sagði að ágreiningur hefði komið upp á milli þeirra um notkun á bíl þeirra. Þau hefðu ýtt við hvoru öðru og hún farið inn á bað og ekki viljað ræða við hann. Hann hafi svo slegið með flötum lófa á baðherbergishurðina. Í skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir að atvikið átti sér stað sagðist hann hafa „rétt komið við“ baðherbergishurðina og hún hrokkið upp og losnað. Brotið fyrnt Framburður mannsins þótti stöðugur í málinu og líka framburður konunnar, en fram kemur að frásögn hennar hafi fengið nokkurn stuðning í göngum málsins, líkt og í vottorði læknis. Því var framburður hennar lagður til grundvallar. Þó þótti ekki hafið yfir allan vafa að maðurinn hefði tekið konuna hálstaki. Maðurinn var ákærður fyrir brot samkvæmt 218. grein b almennra hegningarlaga, sem varðar brot í nánu sambandi. Að mati dómsins var því ekki hægt að líta svo á að konan hefði hlotið stórfellt líkams- eða heilsutjón af háttsemi mannsins og því var niðurstaða dómsins að brotið varðaði fyrstu málsgrein 217. greinar sömu laga. Brot samkvæmt umræddri grein eru í mesta lagi eins árs fangelsi, en slík brot fyrnast á tveimur árum. Ákæra málsins var gefin út þegar rétt rúm tvö ár voru liðin frá því að brotið átti sér stað. Því var niðurstaðan sú að brotið væri fyrnt. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir önnur brot. Þar á meðal fyrir gripdeild fyrir að dæla eldsneyti 26 sinnum á bíl sinn, samtals fyrir tæplega 260 þúsund krónur, og ekið á brott án þess að borga. Hann hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Manninum var gefið að sök að ógna lífi og heilsu barnsmóður sinnar og þáverandi sambýliskonu með því að ýta henni um íbúð þeirra þannig hún lenti á húsgöngum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að halda og þrýsta fast um handleggi konunnar, og taka hana hálstaki. Í ákærunni segir að konan hafi síðan flúið inn á baðherbergi og læst á eftir sér, en þá hafi maðurinn brotið upp hurðina. Maðurinn neitaði sök. Hann sagði að ágreiningur hefði komið upp á milli þeirra um notkun á bíl þeirra. Þau hefðu ýtt við hvoru öðru og hún farið inn á bað og ekki viljað ræða við hann. Hann hafi svo slegið með flötum lófa á baðherbergishurðina. Í skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir að atvikið átti sér stað sagðist hann hafa „rétt komið við“ baðherbergishurðina og hún hrokkið upp og losnað. Brotið fyrnt Framburður mannsins þótti stöðugur í málinu og líka framburður konunnar, en fram kemur að frásögn hennar hafi fengið nokkurn stuðning í göngum málsins, líkt og í vottorði læknis. Því var framburður hennar lagður til grundvallar. Þó þótti ekki hafið yfir allan vafa að maðurinn hefði tekið konuna hálstaki. Maðurinn var ákærður fyrir brot samkvæmt 218. grein b almennra hegningarlaga, sem varðar brot í nánu sambandi. Að mati dómsins var því ekki hægt að líta svo á að konan hefði hlotið stórfellt líkams- eða heilsutjón af háttsemi mannsins og því var niðurstaða dómsins að brotið varðaði fyrstu málsgrein 217. greinar sömu laga. Brot samkvæmt umræddri grein eru í mesta lagi eins árs fangelsi, en slík brot fyrnast á tveimur árum. Ákæra málsins var gefin út þegar rétt rúm tvö ár voru liðin frá því að brotið átti sér stað. Því var niðurstaðan sú að brotið væri fyrnt. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir önnur brot. Þar á meðal fyrir gripdeild fyrir að dæla eldsneyti 26 sinnum á bíl sinn, samtals fyrir tæplega 260 þúsund krónur, og ekið á brott án þess að borga. Hann hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira