Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2024 12:07 Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Nýju vínbúðarinnar, sem lögregla hafði afskipti af í gær. Vísir/vilhelm Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. Greint var frá því í gær, á öðrum degi jóla, að lögregla hefði haft afskipti af nokkrum netverslunum með áfengi og látið loka fyrir afgreiðslu. Þetta var gert á grundvelli áfengislaga og reglugerða sem kveða á um að áfengisútsölustaðir skuli meðal annars vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og á öðrum í jólum í gær. Nýja vínbúðin er ein netverslananna sem lögregla hafði afskipti af. Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, eiganda Nýju vínbúðarinnar. „Þeir komu þarna óforvarandis, lögreglan, og vildu stöðva afhendingu á áfengi sem keypt hafði verið gegnum netsölu, því var harðlega mótmælt,“ segir Sveinn Andri. Fólk aðeins að sækja vöru Sveinn Andri segir kjarna málsins þann að Nýja vínbúðin sé erlend netverslun, þar sem fólk geti keypt áfengi. Eins og hjá öðrum netverslunum geti fólk svo mætt á tiltekinn afhendingarstað og náð í áfengið, eins og hefðbundnari varning í póstbox. „Ágreiningur við lögreglu snerist um það að við bentum á að þarna væri ekki verið að selja áfengi á jólafrídegi heldur væri fólk þarna að koma og sækja vöru sem það hefði keypt í erlendri netverslun, á sömu frídögum og verslanir almennt. Um þetta snerist þetta og mér sýnist lögregla hafa einhvern veginn hrökklast frá.“ Ágreiningur hefur verið um lögmæti netsölu áfengis almennt. Sveinn Andri segir ljóst að skýra þurfi lagaramann. Nýja vínbúðin muni halda sinni starfsemi til streitu yfir hátíðarnar næstu daga. „Þetta er mjög skýrt. Ef löggjafinn vill banna svona netsölu þá verður löggjafinn að setja um það lagaákvæði en ekki leggja það á hendur lögreglu að fylgja eftir mjög óskýrum lagaheimildum fyrir slíku banni.“ Netverslun með áfengi Lögreglumál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Greint var frá því í gær, á öðrum degi jóla, að lögregla hefði haft afskipti af nokkrum netverslunum með áfengi og látið loka fyrir afgreiðslu. Þetta var gert á grundvelli áfengislaga og reglugerða sem kveða á um að áfengisútsölustaðir skuli meðal annars vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og á öðrum í jólum í gær. Nýja vínbúðin er ein netverslananna sem lögregla hafði afskipti af. Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, eiganda Nýju vínbúðarinnar. „Þeir komu þarna óforvarandis, lögreglan, og vildu stöðva afhendingu á áfengi sem keypt hafði verið gegnum netsölu, því var harðlega mótmælt,“ segir Sveinn Andri. Fólk aðeins að sækja vöru Sveinn Andri segir kjarna málsins þann að Nýja vínbúðin sé erlend netverslun, þar sem fólk geti keypt áfengi. Eins og hjá öðrum netverslunum geti fólk svo mætt á tiltekinn afhendingarstað og náð í áfengið, eins og hefðbundnari varning í póstbox. „Ágreiningur við lögreglu snerist um það að við bentum á að þarna væri ekki verið að selja áfengi á jólafrídegi heldur væri fólk þarna að koma og sækja vöru sem það hefði keypt í erlendri netverslun, á sömu frídögum og verslanir almennt. Um þetta snerist þetta og mér sýnist lögregla hafa einhvern veginn hrökklast frá.“ Ágreiningur hefur verið um lögmæti netsölu áfengis almennt. Sveinn Andri segir ljóst að skýra þurfi lagaramann. Nýja vínbúðin muni halda sinni starfsemi til streitu yfir hátíðarnar næstu daga. „Þetta er mjög skýrt. Ef löggjafinn vill banna svona netsölu þá verður löggjafinn að setja um það lagaákvæði en ekki leggja það á hendur lögreglu að fylgja eftir mjög óskýrum lagaheimildum fyrir slíku banni.“
Netverslun með áfengi Lögreglumál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59