Á Vestfjörðum er meira og minna ófært, en vegirnir um Dynjandisheiði, Hálfdán og Mikladal eru lokaðir. Kleifaheiði er lokuð en færð á Barðastrandarvegi óþekkt. Klettshálsinn er ófær sem og Þröskuldar.
Þæfingur er á Fróðaheiði á Snæfellsnesi.
Unnið er að Mokstri á hringveginum á Suðausturlandi, við Eldhraun og Skeiðarársand.
Allar helstu upplýsingar um færð og ástand vega má finna á umferdin.is
Fréttin hefur verið uppfærð