Innlent

Standa vaktina við lokunarpósta á jóla­dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina við Hellisheiðina frá því í gær, til að tryggja að ökumenn fari ekki inn á hana. Útlit er fyrir að hún verði lokuð til morguns. Rætt verður við björgunarsveitarmann sem hefur staðið vaktina í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Um þrjátíu komust lífs af þegar farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan. Þónokkrir komust úr brakinu af sjálfsdáðum. 

Kristnir menn halda jólahátíðina hátíðlega um allan heim. Frans páfi gerði stríð og frið að umfjöllunarefni í jólaprédikun sinni. 

Talið var að ævilöng vesælmennska biði þeirra barna sem ólust upp á „mölinni,“ eins og það var kallað. Sagnfræðingur sem hefur ritað sögu reykvískra barna segir börn í dag, lifa umbreytingartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×