Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. desember 2024 11:01 Þegar best lét sáu samtök Ochoa Bandaríkjunum fyrir um áttatíu prósent af öllu innfluttu kókaíni. Getty Kólumbíski kókaínbraskarinn Fabio Ochoa Vasquez, sem var einn af stofnendum Medellínhringsins, er frjáls ferða sinna eftir að hafa setið í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl í tuttugu ár. Ochoa var einn undirforingja Pablo Escobar, alræmda eiturlyfjabarónsins sem var drepinn árið 1993. Medellínhringurinn svokallaði var leiðandi í kókaínsölu á síðari hluta 20. aldarinnar. Á níunda áratugnum sá hópurinn fyrir um áttatíu prósent af kókaínmarkaði Bandaríkjanna og hóf hópurinn ofbeldisfullar herferðir gegn kólumbíska ríkinu, sem fól í sér sprengingar og launmorð. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið. Ochoa, sem er 67 ára, var fluttur til Bogotá höfuðborgar Kólumbíu í gær, þar sem fjölskylda hans beið hans. Innflytjendastofnun Kólumbíu greindi frá þessu og staðfesti að Ochoa er ekki eftirlýstur þar í landi, en hann afplánaði annan fangelsisdóm í Kólumbíu á tíunda áratugi síðustu aldar fyrir sinn hlut í starfsemi Medellínhringsins. Á árunum 1997 til 1999 flutti Medallínhringurinn að meðaltali þrjátíu tonn af kókaíni inn í Bandaríkin á mánuði. Árið 1999 var Ochoa, ásamt um þrjátíu öðrum mönnum sem viðriðnir voru starfsemina, handtekinn og fluttur til Bandaríkjanna. Handtakan var hluti af umfangsmikilli aðgerð bandarískra yfirvalda gegn samtökunum. Fjórum árum síðar var hann dæmdur til meira en þrjátíu ára fangelsisvistar fyrir hlut sinn í starfsemi hringsins. Tuttugu og eitt ár er síðan Ochoa var dæmdur en sem fyrr segir er hann nú frjáls ferða sinna. Kólumbía Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Ochoa var einn undirforingja Pablo Escobar, alræmda eiturlyfjabarónsins sem var drepinn árið 1993. Medellínhringurinn svokallaði var leiðandi í kókaínsölu á síðari hluta 20. aldarinnar. Á níunda áratugnum sá hópurinn fyrir um áttatíu prósent af kókaínmarkaði Bandaríkjanna og hóf hópurinn ofbeldisfullar herferðir gegn kólumbíska ríkinu, sem fól í sér sprengingar og launmorð. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið. Ochoa, sem er 67 ára, var fluttur til Bogotá höfuðborgar Kólumbíu í gær, þar sem fjölskylda hans beið hans. Innflytjendastofnun Kólumbíu greindi frá þessu og staðfesti að Ochoa er ekki eftirlýstur þar í landi, en hann afplánaði annan fangelsisdóm í Kólumbíu á tíunda áratugi síðustu aldar fyrir sinn hlut í starfsemi Medellínhringsins. Á árunum 1997 til 1999 flutti Medallínhringurinn að meðaltali þrjátíu tonn af kókaíni inn í Bandaríkin á mánuði. Árið 1999 var Ochoa, ásamt um þrjátíu öðrum mönnum sem viðriðnir voru starfsemina, handtekinn og fluttur til Bandaríkjanna. Handtakan var hluti af umfangsmikilli aðgerð bandarískra yfirvalda gegn samtökunum. Fjórum árum síðar var hann dæmdur til meira en þrjátíu ára fangelsisvistar fyrir hlut sinn í starfsemi hringsins. Tuttugu og eitt ár er síðan Ochoa var dæmdur en sem fyrr segir er hann nú frjáls ferða sinna.
Kólumbía Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira