Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2024 19:41 Það blés hressilega á nýju ríkisstjórnina á Bessastöðum en forsætisráðherra fullyrðir að logn og blíða ríki í samstarfi stjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem beitti sér gegn því að Alþingi samþykkti bókun 35 við EES samninginn ætlar að styðja bókunina þegar hún verður lögð fram af núverandi ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem nú ríki hjá embætti ríkissaksóknara ekki geta varað lengi. Eitt af þeim málum sem fyrri ríkisstjórn var ítrekað gerð afturreka með var frumvarp um bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sem efnislega gengur út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að leggja fram og samþykkja frumvarp um staðfestingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Stöð 2/Hmp „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi hennar í dag. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki hvað síst í röðum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þar var Eyjólfur Ármannsson núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrirferðarmikill í andstöðu sinni. En hann er einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögleidd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessarar lögleiðingar í 30 ár,“ sagði Eyjólfur að loknum ríkisstjórnarfundinum í dag. „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Íslenska þjóðin getur vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir ástandið sem nú varir hjá embætti Ríkissaksóknara ekki geta verið óbreytt lengi.Stöð 2/Rúnar Annað mál sem núverandi ríkisstjórn erfir er staðan hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem stálin stinn mætast hjá ríkissaksóknaranum og vararíkissaksóknaranum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir stöðuna áhyggjuefni. Mikilvægt væri að embættið nyti trausts. „Verkefni fyrir dómsmálaráðherra á hverjum tíma og áhyggjuefni dómsmálaráðherra á hverjum tíma er auðvitað ef upp er komin er upp einhver sú staða sem gerir það að verkum að það eru hnökrar í jafn mikilvægri starfsemi og ákæruvaldið er. Þannig að þetta er ekki góð staða og hana þarf að leysa. En ég ætla ekki og get ekki veitt nein svör um það akkúrat í dag hver sú lausn er. En svona getur ástandið auðvitað ekki verið,“ sagði dómsmálaráðherra í dag. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Eitt af þeim málum sem fyrri ríkisstjórn var ítrekað gerð afturreka með var frumvarp um bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sem efnislega gengur út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að leggja fram og samþykkja frumvarp um staðfestingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Stöð 2/Hmp „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi hennar í dag. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki hvað síst í röðum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þar var Eyjólfur Ármannsson núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrirferðarmikill í andstöðu sinni. En hann er einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögleidd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessarar lögleiðingar í 30 ár,“ sagði Eyjólfur að loknum ríkisstjórnarfundinum í dag. „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Íslenska þjóðin getur vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir ástandið sem nú varir hjá embætti Ríkissaksóknara ekki geta verið óbreytt lengi.Stöð 2/Rúnar Annað mál sem núverandi ríkisstjórn erfir er staðan hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem stálin stinn mætast hjá ríkissaksóknaranum og vararíkissaksóknaranum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir stöðuna áhyggjuefni. Mikilvægt væri að embættið nyti trausts. „Verkefni fyrir dómsmálaráðherra á hverjum tíma og áhyggjuefni dómsmálaráðherra á hverjum tíma er auðvitað ef upp er komin er upp einhver sú staða sem gerir það að verkum að það eru hnökrar í jafn mikilvægri starfsemi og ákæruvaldið er. Þannig að þetta er ekki góð staða og hana þarf að leysa. En ég ætla ekki og get ekki veitt nein svör um það akkúrat í dag hver sú lausn er. En svona getur ástandið auðvitað ekki verið,“ sagði dómsmálaráðherra í dag.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira