Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2024 09:22 Bandaríkskar flugvélar á Thule-herflugvellinum á Grænlandi. Eyjan er talin hafa hernaðarlegt og viðskiptalegt mikilvægi, ekki síst ef siglingarslóðir um norðurheimskautið opnast. Vísir/Getty Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. Ken Howery, einn stofnenda greiðslumiðlunarinnar Paypal og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð í fyrri forsetatíð Trump, er sendiherraefni verðandi forsetans í Danmörku. Þegar Trump greindi frá því sagði hann einnig að yfirráð yfir Grænlandi væru lykilatriði. „Fyrir þjóðaröryggi og frelsi í heiminum finnst Bandaríkjunum að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi séu alger nauðsyn,“ skrifaði Trump án þess þó að segja hreint út að Bandaríkin ættu að eiga Grænlandi. Hann viðraði þá hugmynd skömmu fyrir fyrirhugaða heimsókn til Danmerkur árið 2019. Bæði danskir og grænlenskir ráðamenn höfnuðu henni alfarið. Trump aflýsti heimsókninni eftir að Mette Frederikssen, forsætisráðherra, sagði hugmyndina „fráleita“. Bandaríski forsetinn sagði orð Frederiksen „óviðeigandi“ og „viðbjóðsleg“. Ken Howery, þá sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð, með Magdalenu Svíaprinsessu á viðburði árið 2019.Vísir/Getty Howery er hluti af hópi sem var nefndur „Paypal-mafían“ en henni tilheyra einnig Musk, sem er einn helsti bakhjarl og ráðgjafi Trump um þessar mundir, og Peter Thiel, annar erkiíhaldsamur auðkýfingur sem styrkir bandaríska repúblikana. Musk neitaði því fyrir nokkrum árum að hann byggi á laun í íburðarmiklu sveitasetri Howery í Texas á sama tíma og hann hélt því fram að hann byggi í ódýrri leiguíbúð nærri starfsstöð geimferðafyrirtækisins SpaceX. Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Tengdar fréttir Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. 20. ágúst 2020 11:50 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Ken Howery, einn stofnenda greiðslumiðlunarinnar Paypal og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð í fyrri forsetatíð Trump, er sendiherraefni verðandi forsetans í Danmörku. Þegar Trump greindi frá því sagði hann einnig að yfirráð yfir Grænlandi væru lykilatriði. „Fyrir þjóðaröryggi og frelsi í heiminum finnst Bandaríkjunum að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi séu alger nauðsyn,“ skrifaði Trump án þess þó að segja hreint út að Bandaríkin ættu að eiga Grænlandi. Hann viðraði þá hugmynd skömmu fyrir fyrirhugaða heimsókn til Danmerkur árið 2019. Bæði danskir og grænlenskir ráðamenn höfnuðu henni alfarið. Trump aflýsti heimsókninni eftir að Mette Frederikssen, forsætisráðherra, sagði hugmyndina „fráleita“. Bandaríski forsetinn sagði orð Frederiksen „óviðeigandi“ og „viðbjóðsleg“. Ken Howery, þá sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð, með Magdalenu Svíaprinsessu á viðburði árið 2019.Vísir/Getty Howery er hluti af hópi sem var nefndur „Paypal-mafían“ en henni tilheyra einnig Musk, sem er einn helsti bakhjarl og ráðgjafi Trump um þessar mundir, og Peter Thiel, annar erkiíhaldsamur auðkýfingur sem styrkir bandaríska repúblikana. Musk neitaði því fyrir nokkrum árum að hann byggi á laun í íburðarmiklu sveitasetri Howery í Texas á sama tíma og hann hélt því fram að hann byggi í ódýrri leiguíbúð nærri starfsstöð geimferðafyrirtækisins SpaceX.
Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Tengdar fréttir Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. 20. ágúst 2020 11:50 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42
Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. 20. ágúst 2020 11:50
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42