Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2024 09:22 Bandaríkskar flugvélar á Thule-herflugvellinum á Grænlandi. Eyjan er talin hafa hernaðarlegt og viðskiptalegt mikilvægi, ekki síst ef siglingarslóðir um norðurheimskautið opnast. Vísir/Getty Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. Ken Howery, einn stofnenda greiðslumiðlunarinnar Paypal og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð í fyrri forsetatíð Trump, er sendiherraefni verðandi forsetans í Danmörku. Þegar Trump greindi frá því sagði hann einnig að yfirráð yfir Grænlandi væru lykilatriði. „Fyrir þjóðaröryggi og frelsi í heiminum finnst Bandaríkjunum að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi séu alger nauðsyn,“ skrifaði Trump án þess þó að segja hreint út að Bandaríkin ættu að eiga Grænlandi. Hann viðraði þá hugmynd skömmu fyrir fyrirhugaða heimsókn til Danmerkur árið 2019. Bæði danskir og grænlenskir ráðamenn höfnuðu henni alfarið. Trump aflýsti heimsókninni eftir að Mette Frederikssen, forsætisráðherra, sagði hugmyndina „fráleita“. Bandaríski forsetinn sagði orð Frederiksen „óviðeigandi“ og „viðbjóðsleg“. Ken Howery, þá sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð, með Magdalenu Svíaprinsessu á viðburði árið 2019.Vísir/Getty Howery er hluti af hópi sem var nefndur „Paypal-mafían“ en henni tilheyra einnig Musk, sem er einn helsti bakhjarl og ráðgjafi Trump um þessar mundir, og Peter Thiel, annar erkiíhaldsamur auðkýfingur sem styrkir bandaríska repúblikana. Musk neitaði því fyrir nokkrum árum að hann byggi á laun í íburðarmiklu sveitasetri Howery í Texas á sama tíma og hann hélt því fram að hann byggi í ódýrri leiguíbúð nærri starfsstöð geimferðafyrirtækisins SpaceX. Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Tengdar fréttir Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. 20. ágúst 2020 11:50 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Ken Howery, einn stofnenda greiðslumiðlunarinnar Paypal og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð í fyrri forsetatíð Trump, er sendiherraefni verðandi forsetans í Danmörku. Þegar Trump greindi frá því sagði hann einnig að yfirráð yfir Grænlandi væru lykilatriði. „Fyrir þjóðaröryggi og frelsi í heiminum finnst Bandaríkjunum að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi séu alger nauðsyn,“ skrifaði Trump án þess þó að segja hreint út að Bandaríkin ættu að eiga Grænlandi. Hann viðraði þá hugmynd skömmu fyrir fyrirhugaða heimsókn til Danmerkur árið 2019. Bæði danskir og grænlenskir ráðamenn höfnuðu henni alfarið. Trump aflýsti heimsókninni eftir að Mette Frederikssen, forsætisráðherra, sagði hugmyndina „fráleita“. Bandaríski forsetinn sagði orð Frederiksen „óviðeigandi“ og „viðbjóðsleg“. Ken Howery, þá sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð, með Magdalenu Svíaprinsessu á viðburði árið 2019.Vísir/Getty Howery er hluti af hópi sem var nefndur „Paypal-mafían“ en henni tilheyra einnig Musk, sem er einn helsti bakhjarl og ráðgjafi Trump um þessar mundir, og Peter Thiel, annar erkiíhaldsamur auðkýfingur sem styrkir bandaríska repúblikana. Musk neitaði því fyrir nokkrum árum að hann byggi á laun í íburðarmiklu sveitasetri Howery í Texas á sama tíma og hann hélt því fram að hann byggi í ódýrri leiguíbúð nærri starfsstöð geimferðafyrirtækisins SpaceX.
Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Tengdar fréttir Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. 20. ágúst 2020 11:50 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42
Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. 20. ágúst 2020 11:50
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42