Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Lovísa Arnardóttir skrifar 23. desember 2024 09:02 Ásthildur Lóa og Þorbjörg Sigríður ætla að vinna saman í sínum ráðuneytum. Vísir/Arnar og Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segjast spenntar takast á við verkefnum nýrrar ráðuneyta. Áherslumál þeirra eru til dæmis að efla læsi, íslenskukennslu fyrir innflytjendur og löggæslu. Þær segja það hafa verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn að efla samvinnu og finna sameiginlega snertifleti. „Ég hafði sterka tilfinningu fyrir því að þetta gætir orðið en Þorgerður fór yfir ráðherralistann á þingflokksfundinum þegar þetta var allt saman tilkynnt,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir um það hvenær hún fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Þorbjörg Sigríður og Ásthildur Lóa ræddu ný verkefni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásthildur Lóa segir að hún hafi sömuleiðis fengið fréttirnar á laugardagsmorgninum. Hana hafi grunað að hún yrði ráðherra í þessari ríkisstjórn en að það sé erfitt að vera viss. Það séu margir hæfir í þingflokknum en hún telji sig hæfasta til að vera mennta- og barnamálaráðherra. „Þar er ég á heimavelli,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir það hafa verið ljóst frá upphafi að þessir flokkar myndu reyna að mynda ríkisstjórn. Formennirnir hafi byrjað að tala saman eftir kosningar og hún segist frá upphafi hafa haft mikla trú á því að þær myndu ná saman. Þær hafi samt haldið því þétt að sér þannig aðrir þingmenn hafi ekki endilega vitað mikið um það hvaða ráðherraembætti myndu enda hjá hvaða flokki eða hvaða málefni væri verið að ræða á fundum formannanna. Tekur við góðu búi „Ég er kennaramenntuð og var að kenna þar til ég fór inn á þing,“ segir Ásthildur Lóa og að þannig séu menntamál og málefni barna eitthvað sem hún brenni fyrir og hafi gert. Í ráðuneytinu sé líka verið að fjalla um farsæld barna og málefni heimilanna sem hún hafi barist fyrir um árabil í Hagsmunasamtökum heimilanna. „Ég er að taka við góðu búi,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir mikið gott að gerast í menntamálum en að það þurfi að efla lestur og lestrarkennslu. Hún muni til dæmis horfa til verkefnisins Kveikjum neistann í Vestmannaeyjum þar sem samfélagið allt var virkjað í þágu þess að efla lestur. Þá segir Ásthildur það forgangsmál að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur, fullorðna og börn. Það sé fjárfesting til framtíðar. „Þetta þjóðfélag má ekki byggjast þannig upp að stórir hópar einangrist því þeir hafa ekki tungumálið. Þarna verður að leggja áherslu á bæði fullorðna og börn og efla þetta gríðarlega mikið til að tryggja að allir sem hér búa kunni íslensku.“ Fjölga lögreglumönnum Þorbjörg Sigríður segir sínar áherslur liggja í öryggi fólksins í landinu, allt frá almannavörnum yfir í Landhelgisgæslu og lögreglu, ákæruvald, dómstóla og öðrum póstum. „Þetta er stóra myndin,“ segir hún og að það hafi skýrt komið fram í kosningabaráttu Viðreisnar að flokkurinn vilji efla löggæslu í landinu. Það hafi orðið fólksfjölgun og aukinn fjöldi ferðamanna en svo líka aukin skipulögð glæpastarfsemi. Það sé vitað að hér séu ákveðnir glæpahópar sem starfsemi og það sé hennar markmið sem dómsmálaráðherra að hafa áhrif á það. „Þetta þýðir að fjölga lögreglumönnum,“ segir Þorbjörg. Engar séríslenskar reglur í lögum Hvað varðar landamærin segir hún að útlendingalögunum hafi verið breytt í vor og að þær breytingar séu farnar að hafa áhrif. Markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda þeirri vinnu áfram að tryggja að hér séu ekki áberandi séríslenskar reglur í löggjöf og að það séu sömu reglur á Norðurlöndunum. Hvað varðar fjölgun lögreglumanna segir Þorbjörg Sigríður að þau sjái fyrir sér að fjölga þeim strax um 50. Það eigi að reyna að laða lögreglumenn sem hafa hætt aftur til starfa og að festa í sessi tímabundna fjölgun í lögreglunámi. Þorbjörg Sigríður, til hægri, tók við dómsmálaráðuneytinu af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, til vinstri.Vísir/Vilhelm „Ég hef þá trú að þau jákvæðu skilaboð frá ríkisstjórninni um það að við ætlum að efla löggæslu geri starfsumhverfið meira aðlaðandi,“ segir Þorbjörg og að það eigi að vera sterk skilaboð um að það sé verið að horfa til þeirra. Réttarkerfið afskipt „Ef öryggi fólksins í landinu er ekki tryggt þá skiptir eiginlega ekkert annað máli,“ segir hún og að það eigi að efla rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi, almenna löggæslu og samfélagsslöggæslu. Þá segir Þorbjörg Sigríður að hún muni einnig horfa til aukins fjölda morða og aukins ofbeldis gegn konum í sínu ráðuneyti. Hún segist hafa þakkað Guðrúnu fyrir sín störf. Það séu oft átakamál í ráðuneytinu og verði það líklega áfram. Hræðsla við ákvarðanatöku muni ekki koma neinum langt í dómsmálaráðuneytinu. „Ég hef líka verið alveg skýr með það, og við í Viðreisn, í okkar gagnrýni á fráfarandi ríkisstjórn að mér fannst svo mikil orka fara í innbyrðis deilur þeirra um útlendingamál að réttarkerfið varð afskipta barnið. Það var ekki nægur tími og ekki næg orka í að horfa á grunninnviðina þar,“ segir Þorbjörg Sigríður. Erfitt hjá Guðrúnu vegna andstöðu innan ríkisstjórnarinnar Guðrún hafi að mörgu leyti staðið sig vel en hún hafi átt erfitt því það hafi verið mikil andstaða innan ríkisstjórnarinnar. Hvað varðar samstöðu og samvinnu í ríkisstjórninni segir Ásthildur Lóa það hafa verið rætt sérstaklega innan nýrrar ríkisstjórnar að samvinna verði góð og að fólk loki sig ekki af í sínu sílói. Það séu snertifletir og fólk eigi að hugsa til þess. Sem dæmi segir Þorbjörg Sigríði sameiginlega snertifleti hjá mennta- og barnamálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti hvað varðar eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar. „Þar er augljós skörun fyrir þá sem vilja sjá hana,“ segir Þorbjörg og nefnir sem dæmi andlega vanlíðan barna og hnífaburð þeirra. Einbeita sér að samvinnu Hvað varðar Valkyrju-stjórnina segir Þorbjörg Sigríður að hrifning hennar á nafninu sé ekki djúp. Það sé samt sem áður merkilegt að þrjár konur myndi ríkisstjórn. Það sé ekki norm þó það sé norm að konur séu í forystu. Ásthildur Lóa segist telja að nafnið komi líka að frá stemningunni. Það hafi verið mikill kraftur og jákvæðni hjá konunum. Ásthildur Lóa segist spennt að takast á við verkefnin í ráðuneytinu. Henni hafi verið vel tekið í gær þegar hún mætti og átt góðan fund með ráðuneytisstjóra. „Ég er ekki stressuð núna. Ég er að ganga inn í eitthvað sem verður frábært,“ segir Ásthildur. Þorbjörg Sigríður segist læs á það að verkefnið sé stórt og það væri áhyggjuefni ef fólk væri ekki stressað fyrir slíku verkefni. Hún hafi verið stressuð þegar hún hóf störf sem þingmaður og finni fyrir því sama núna en á sama tíma fyrir mikilli tilhlökkun og spennu. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Innflytjendamál Íslensk tunga Lögreglan Bítið Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
„Ég hafði sterka tilfinningu fyrir því að þetta gætir orðið en Þorgerður fór yfir ráðherralistann á þingflokksfundinum þegar þetta var allt saman tilkynnt,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir um það hvenær hún fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Þorbjörg Sigríður og Ásthildur Lóa ræddu ný verkefni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásthildur Lóa segir að hún hafi sömuleiðis fengið fréttirnar á laugardagsmorgninum. Hana hafi grunað að hún yrði ráðherra í þessari ríkisstjórn en að það sé erfitt að vera viss. Það séu margir hæfir í þingflokknum en hún telji sig hæfasta til að vera mennta- og barnamálaráðherra. „Þar er ég á heimavelli,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir það hafa verið ljóst frá upphafi að þessir flokkar myndu reyna að mynda ríkisstjórn. Formennirnir hafi byrjað að tala saman eftir kosningar og hún segist frá upphafi hafa haft mikla trú á því að þær myndu ná saman. Þær hafi samt haldið því þétt að sér þannig aðrir þingmenn hafi ekki endilega vitað mikið um það hvaða ráðherraembætti myndu enda hjá hvaða flokki eða hvaða málefni væri verið að ræða á fundum formannanna. Tekur við góðu búi „Ég er kennaramenntuð og var að kenna þar til ég fór inn á þing,“ segir Ásthildur Lóa og að þannig séu menntamál og málefni barna eitthvað sem hún brenni fyrir og hafi gert. Í ráðuneytinu sé líka verið að fjalla um farsæld barna og málefni heimilanna sem hún hafi barist fyrir um árabil í Hagsmunasamtökum heimilanna. „Ég er að taka við góðu búi,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir mikið gott að gerast í menntamálum en að það þurfi að efla lestur og lestrarkennslu. Hún muni til dæmis horfa til verkefnisins Kveikjum neistann í Vestmannaeyjum þar sem samfélagið allt var virkjað í þágu þess að efla lestur. Þá segir Ásthildur það forgangsmál að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur, fullorðna og börn. Það sé fjárfesting til framtíðar. „Þetta þjóðfélag má ekki byggjast þannig upp að stórir hópar einangrist því þeir hafa ekki tungumálið. Þarna verður að leggja áherslu á bæði fullorðna og börn og efla þetta gríðarlega mikið til að tryggja að allir sem hér búa kunni íslensku.“ Fjölga lögreglumönnum Þorbjörg Sigríður segir sínar áherslur liggja í öryggi fólksins í landinu, allt frá almannavörnum yfir í Landhelgisgæslu og lögreglu, ákæruvald, dómstóla og öðrum póstum. „Þetta er stóra myndin,“ segir hún og að það hafi skýrt komið fram í kosningabaráttu Viðreisnar að flokkurinn vilji efla löggæslu í landinu. Það hafi orðið fólksfjölgun og aukinn fjöldi ferðamanna en svo líka aukin skipulögð glæpastarfsemi. Það sé vitað að hér séu ákveðnir glæpahópar sem starfsemi og það sé hennar markmið sem dómsmálaráðherra að hafa áhrif á það. „Þetta þýðir að fjölga lögreglumönnum,“ segir Þorbjörg. Engar séríslenskar reglur í lögum Hvað varðar landamærin segir hún að útlendingalögunum hafi verið breytt í vor og að þær breytingar séu farnar að hafa áhrif. Markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda þeirri vinnu áfram að tryggja að hér séu ekki áberandi séríslenskar reglur í löggjöf og að það séu sömu reglur á Norðurlöndunum. Hvað varðar fjölgun lögreglumanna segir Þorbjörg Sigríður að þau sjái fyrir sér að fjölga þeim strax um 50. Það eigi að reyna að laða lögreglumenn sem hafa hætt aftur til starfa og að festa í sessi tímabundna fjölgun í lögreglunámi. Þorbjörg Sigríður, til hægri, tók við dómsmálaráðuneytinu af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, til vinstri.Vísir/Vilhelm „Ég hef þá trú að þau jákvæðu skilaboð frá ríkisstjórninni um það að við ætlum að efla löggæslu geri starfsumhverfið meira aðlaðandi,“ segir Þorbjörg og að það eigi að vera sterk skilaboð um að það sé verið að horfa til þeirra. Réttarkerfið afskipt „Ef öryggi fólksins í landinu er ekki tryggt þá skiptir eiginlega ekkert annað máli,“ segir hún og að það eigi að efla rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi, almenna löggæslu og samfélagsslöggæslu. Þá segir Þorbjörg Sigríður að hún muni einnig horfa til aukins fjölda morða og aukins ofbeldis gegn konum í sínu ráðuneyti. Hún segist hafa þakkað Guðrúnu fyrir sín störf. Það séu oft átakamál í ráðuneytinu og verði það líklega áfram. Hræðsla við ákvarðanatöku muni ekki koma neinum langt í dómsmálaráðuneytinu. „Ég hef líka verið alveg skýr með það, og við í Viðreisn, í okkar gagnrýni á fráfarandi ríkisstjórn að mér fannst svo mikil orka fara í innbyrðis deilur þeirra um útlendingamál að réttarkerfið varð afskipta barnið. Það var ekki nægur tími og ekki næg orka í að horfa á grunninnviðina þar,“ segir Þorbjörg Sigríður. Erfitt hjá Guðrúnu vegna andstöðu innan ríkisstjórnarinnar Guðrún hafi að mörgu leyti staðið sig vel en hún hafi átt erfitt því það hafi verið mikil andstaða innan ríkisstjórnarinnar. Hvað varðar samstöðu og samvinnu í ríkisstjórninni segir Ásthildur Lóa það hafa verið rætt sérstaklega innan nýrrar ríkisstjórnar að samvinna verði góð og að fólk loki sig ekki af í sínu sílói. Það séu snertifletir og fólk eigi að hugsa til þess. Sem dæmi segir Þorbjörg Sigríði sameiginlega snertifleti hjá mennta- og barnamálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti hvað varðar eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar. „Þar er augljós skörun fyrir þá sem vilja sjá hana,“ segir Þorbjörg og nefnir sem dæmi andlega vanlíðan barna og hnífaburð þeirra. Einbeita sér að samvinnu Hvað varðar Valkyrju-stjórnina segir Þorbjörg Sigríður að hrifning hennar á nafninu sé ekki djúp. Það sé samt sem áður merkilegt að þrjár konur myndi ríkisstjórn. Það sé ekki norm þó það sé norm að konur séu í forystu. Ásthildur Lóa segist telja að nafnið komi líka að frá stemningunni. Það hafi verið mikill kraftur og jákvæðni hjá konunum. Ásthildur Lóa segist spennt að takast á við verkefnin í ráðuneytinu. Henni hafi verið vel tekið í gær þegar hún mætti og átt góðan fund með ráðuneytisstjóra. „Ég er ekki stressuð núna. Ég er að ganga inn í eitthvað sem verður frábært,“ segir Ásthildur. Þorbjörg Sigríður segist læs á það að verkefnið sé stórt og það væri áhyggjuefni ef fólk væri ekki stressað fyrir slíku verkefni. Hún hafi verið stressuð þegar hún hóf störf sem þingmaður og finni fyrir því sama núna en á sama tíma fyrir mikilli tilhlökkun og spennu. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Innflytjendamál Íslensk tunga Lögreglan Bítið Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira