„Ein allra besta jólagjöfin“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 14:07 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í utanríkisráðuneytinu. Vísir/Viktor Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. Þorgerður þakkaði Þórdísi bæði fyrir hlý orð og fyrir að vera sterk fyrirmynd. „Það er ekkert auðvelt að fara í þín spor,“ sagði Þorgerður. „Þú ert búin að standa þig að mínu mati, einstaklega vel sem utanríkisráðherra og staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar á mjög erfiðum tímum. Ég er mjög stolt af því að hafa getið verið með þér í liði sem utanríkisráðherra.“ Hún sagði það skipta máli að standa saman þegar talið er um hagsmuni Íslands. Þórdís sagðist eftir afhendinguna vera þakklát fyrir ráðherrastörf sín undanfarin átta ár og þá sérstaklega þrjú ár í utanríkisráðuneytinu. Hún sagði sína kynslóð vera að upplifa tíma sem þeim hefði verið lofað að myndu ekki eiga sér stað aftur í Evrópu, en það væri nú samt að gerast. „Þá skiptir máli að standa í lappirnar, vinna vinnuna, taka því alvarlega og taka ákvarðanir sem maður trúir að séu réttar fyrir Ísland.“ sagði Þórdís meðal annars. „Það hefur ekkert alltaf verið sérstaklega vinsælt.“ Ákvað sig á föstudaginn Þorgerður sagði tilfinninguna vera góða. Hún væri eftirvæntingarfull og spennt en í senn auðmjúk og þakklát fyrir tækifærið fyrir að verða utanríkisráðherra á „þessum sérstöku tímum“ á alþjóðasviðinu. Hún sagðist vera að taka við af öflugum utanríkisráðherra og sagðist þakklát Þórdísi fyrir að hafa verið mjög skýr í tali fyrir okkar hagsmuni á erlendri grundu. „Ég vona að það verði engin breyting þar á. Auðvitað verða öðruvísi áherslur og við vinnum öðruvísi en það sem mér finnst skipta máli er að það eru miklu fleiri sem eru sammála því að það þarf að tala fyrir hagsmunum Íslands, verja okkar hagsmuni hvar sem er.“ Einnig þyrfti að halda áfram að tala fyrir vestrænum gildum, frelsinu, lýðræði og mannréttindum. „Þar erum við með sterka rödd og höfum verið.“ Þorgerður sagði að henni þætti mjög vænt um Þórdísi.Vísir/Viktor Þorgerður viðurkenndi að hún hefði haft sterkar taugar til atvinnulífsins í stjórnarmyndunarviðræðum og hafi litið til öflugs atvinnuvegaráðuneytis, sem Hanna Katrín Friðriksson tekur við. Hún hafi ekki ákveðið að taka við utanríkisráðuneytinu fyrr en á föstudaginn. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Þorgerður þakkaði Þórdísi bæði fyrir hlý orð og fyrir að vera sterk fyrirmynd. „Það er ekkert auðvelt að fara í þín spor,“ sagði Þorgerður. „Þú ert búin að standa þig að mínu mati, einstaklega vel sem utanríkisráðherra og staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar á mjög erfiðum tímum. Ég er mjög stolt af því að hafa getið verið með þér í liði sem utanríkisráðherra.“ Hún sagði það skipta máli að standa saman þegar talið er um hagsmuni Íslands. Þórdís sagðist eftir afhendinguna vera þakklát fyrir ráðherrastörf sín undanfarin átta ár og þá sérstaklega þrjú ár í utanríkisráðuneytinu. Hún sagði sína kynslóð vera að upplifa tíma sem þeim hefði verið lofað að myndu ekki eiga sér stað aftur í Evrópu, en það væri nú samt að gerast. „Þá skiptir máli að standa í lappirnar, vinna vinnuna, taka því alvarlega og taka ákvarðanir sem maður trúir að séu réttar fyrir Ísland.“ sagði Þórdís meðal annars. „Það hefur ekkert alltaf verið sérstaklega vinsælt.“ Ákvað sig á föstudaginn Þorgerður sagði tilfinninguna vera góða. Hún væri eftirvæntingarfull og spennt en í senn auðmjúk og þakklát fyrir tækifærið fyrir að verða utanríkisráðherra á „þessum sérstöku tímum“ á alþjóðasviðinu. Hún sagðist vera að taka við af öflugum utanríkisráðherra og sagðist þakklát Þórdísi fyrir að hafa verið mjög skýr í tali fyrir okkar hagsmuni á erlendri grundu. „Ég vona að það verði engin breyting þar á. Auðvitað verða öðruvísi áherslur og við vinnum öðruvísi en það sem mér finnst skipta máli er að það eru miklu fleiri sem eru sammála því að það þarf að tala fyrir hagsmunum Íslands, verja okkar hagsmuni hvar sem er.“ Einnig þyrfti að halda áfram að tala fyrir vestrænum gildum, frelsinu, lýðræði og mannréttindum. „Þar erum við með sterka rödd og höfum verið.“ Þorgerður sagði að henni þætti mjög vænt um Þórdísi.Vísir/Viktor Þorgerður viðurkenndi að hún hefði haft sterkar taugar til atvinnulífsins í stjórnarmyndunarviðræðum og hafi litið til öflugs atvinnuvegaráðuneytis, sem Hanna Katrín Friðriksson tekur við. Hún hafi ekki ákveðið að taka við utanríkisráðuneytinu fyrr en á föstudaginn.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
„Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22
Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24