Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2024 21:29 Fjöldi fólks hefur komið og lagt blóm við Johannis kirkju í Magdeburg til minningar um fórnarlömb árasar á jólamarkaði í borginni í gærkvöldi. AP/Michael Probst Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar. Minnst fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð særðir eftir að bíl var ekið á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Árásarmaðurinn er talinn hafa verið einn að verki. Þýski miðillinn Deutsche Welle segir frá minningarathöfn við dómkirkjuna í Magdeburg í kvöld þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast hinna látnu. Fram hefur komið í fréttum að hinn grunaði árásarmaður sé læknir frá Sádi-Arabíu sem hefur búið í Þýskalandi í allmörg ár. Þá er honum lýst sem stuðningsmanni stjórnmálaflokknum AfD, fjar-hægri stjórnmálaafls sem sumir segja halda uppi öfgafullum málflutningi. Á meðan syrgjendur komu saman í dómkirkjunni gekk hópur mótmælenda, fólk sem tilheyrir hinu svokallaða fjar-hægri, um götur borgarinnar og kyrjaði meðal annars „Við erum fólkið,“ og báru borða með skilaboðunum „heimaland“ og „heimflutningur“ að því er fram kemur í umfjöllun DW. Lögreglan áætlar að um þúsund mótmælendur hafi tekið þátt í göngunni. Hópur fjar-hægrimanna gekk um með borða í Magdeburg í kvöld. AP Auk Schols kanslara voru fleiri ráðamenn viðstaddir minningarathöfnina, meðal annars Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands. „Fólskuleg árás gærkvöldsins skilur okkur eftir sorgmædd og reið, hjálparlaus og óttaslegin, í óvissu og örvæntingarfull, orðlaus… við erum í áfalli og finnum fyrir afleiðingunum. Við erum hér í kirkjunni í kvöld með tilfinningar sem erfitt er að ná utan um,“ sagði Gerhard Feige biskup sem stýrði athöfninni. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Minnst fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð særðir eftir að bíl var ekið á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Árásarmaðurinn er talinn hafa verið einn að verki. Þýski miðillinn Deutsche Welle segir frá minningarathöfn við dómkirkjuna í Magdeburg í kvöld þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast hinna látnu. Fram hefur komið í fréttum að hinn grunaði árásarmaður sé læknir frá Sádi-Arabíu sem hefur búið í Þýskalandi í allmörg ár. Þá er honum lýst sem stuðningsmanni stjórnmálaflokknum AfD, fjar-hægri stjórnmálaafls sem sumir segja halda uppi öfgafullum málflutningi. Á meðan syrgjendur komu saman í dómkirkjunni gekk hópur mótmælenda, fólk sem tilheyrir hinu svokallaða fjar-hægri, um götur borgarinnar og kyrjaði meðal annars „Við erum fólkið,“ og báru borða með skilaboðunum „heimaland“ og „heimflutningur“ að því er fram kemur í umfjöllun DW. Lögreglan áætlar að um þúsund mótmælendur hafi tekið þátt í göngunni. Hópur fjar-hægrimanna gekk um með borða í Magdeburg í kvöld. AP Auk Schols kanslara voru fleiri ráðamenn viðstaddir minningarathöfnina, meðal annars Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands. „Fólskuleg árás gærkvöldsins skilur okkur eftir sorgmædd og reið, hjálparlaus og óttaslegin, í óvissu og örvæntingarfull, orðlaus… við erum í áfalli og finnum fyrir afleiðingunum. Við erum hér í kirkjunni í kvöld með tilfinningar sem erfitt er að ná utan um,“ sagði Gerhard Feige biskup sem stýrði athöfninni.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira