Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2024 09:22 Leigusalinn sagði skemmdir hafa orðið á borðplötu á leigutímanum og pönnu og þá hafi þurft að heilmála íbúðina. Vísir/Egill Kærunefnd húsamála hefur vísað frá máli leigusala þar sem hann fór fram á bætur vegna leigjanda íbúðar og skemmda sem hafi orðið á íbúðinni á leigutíma. Málinu var vísað frá með vísun í Vínarsamninginn um stjórnmálasamband þar sem það var erlent sendiráð sem leigði íbúðina fyrir starfsmann sendiráðsins og kærunefndin mat það sem svo að hún hefði ekki lögsögu í málinu. Leigusalinn fór fram á að viðurkennt yrði að sendiráðinu bæri að greiða reikninginn, samtals upp á 636 þúsund krónur. Leigusalinn sagði skemmdir hafa orðið á borðplötu á leigutímanum og pönnu og þá hafi þurft að heilmála íbúðina. Vildi hann meina að leigjandinn hafi brotið gegn leigusamningi þar sem ástand íbúðarinnar hafi við lok leigutímans verið ófullnægjandi. Samningur hafði upphaflega verið gerður um leigu á íbúðinni frá maí 2023 til maí 2026 en leigutímanum lauk í janúarlok síðastliðinn samkvæmt samkomulagi. Nefndin ákvað að vísa málinu frá með vísun í Vínarsamninginn frá 1961, en samkvæmt honum njóta sendiráðssvæði friðhelgi, þar með talið íbúð forstöðumanns sendiráðs. Í samningnum segir að einkaheimili sendierindreka njóti sömu friðhelgi. Nefndin vísaði sömuleiðis í dóm Hæstiréttar frá árinu 1995 en taldi ekki unnt að líta öðruvísi á en að hún hafi ekki lögsögu yfir rétti eða skyldum erlendra sendiráða. Því yrði að vísa málinu frá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Leigumarkaður Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Málinu var vísað frá með vísun í Vínarsamninginn um stjórnmálasamband þar sem það var erlent sendiráð sem leigði íbúðina fyrir starfsmann sendiráðsins og kærunefndin mat það sem svo að hún hefði ekki lögsögu í málinu. Leigusalinn fór fram á að viðurkennt yrði að sendiráðinu bæri að greiða reikninginn, samtals upp á 636 þúsund krónur. Leigusalinn sagði skemmdir hafa orðið á borðplötu á leigutímanum og pönnu og þá hafi þurft að heilmála íbúðina. Vildi hann meina að leigjandinn hafi brotið gegn leigusamningi þar sem ástand íbúðarinnar hafi við lok leigutímans verið ófullnægjandi. Samningur hafði upphaflega verið gerður um leigu á íbúðinni frá maí 2023 til maí 2026 en leigutímanum lauk í janúarlok síðastliðinn samkvæmt samkomulagi. Nefndin ákvað að vísa málinu frá með vísun í Vínarsamninginn frá 1961, en samkvæmt honum njóta sendiráðssvæði friðhelgi, þar með talið íbúð forstöðumanns sendiráðs. Í samningnum segir að einkaheimili sendierindreka njóti sömu friðhelgi. Nefndin vísaði sömuleiðis í dóm Hæstiréttar frá árinu 1995 en taldi ekki unnt að líta öðruvísi á en að hún hafi ekki lögsögu yfir rétti eða skyldum erlendra sendiráða. Því yrði að vísa málinu frá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Leigumarkaður Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira