Innlent

Starfs­maður sendi­ráðs hafi skilið við í­búðina í ó­við­unandi á­standi

Atli Ísleifsson skrifar
Leigusalinn sagði skemmdir hafa orðið á borðplötu á leigutímanum og pönnu og þá hafi þurft að heilmála íbúðina.
Leigusalinn sagði skemmdir hafa orðið á borðplötu á leigutímanum og pönnu og þá hafi þurft að heilmála íbúðina. Vísir/Egill

Kærunefnd húsamála hefur vísað frá máli leigusala þar sem hann fór fram á bætur vegna leigjanda íbúðar og skemmda sem hafi orðið á íbúðinni á leigutíma.

Málinu var vísað frá með vísun í Vínarsamninginn um stjórnmálasamband þar sem það var erlent sendiráð sem leigði íbúðina fyrir starfsmann sendiráðsins og kærunefndin mat það sem svo að hún hefði ekki lögsögu í málinu.

Leigusalinn fór fram á að viðurkennt yrði að sendiráðinu bæri að greiða reikninginn, samtals upp á 636 þúsund krónur. Leigusalinn sagði skemmdir hafa orðið á borðplötu á leigutímanum og pönnu og þá hafi þurft að heilmála íbúðina. Vildi hann meina að leigjandinn hafi brotið gegn leigusamningi þar sem ástand íbúðarinnar hafi við lok leigutímans verið ófullnægjandi.

Samningur hafði upphaflega verið gerður um leigu á íbúðinni frá maí 2023 til maí 2026 en leigutímanum lauk í janúarlok síðastliðinn samkvæmt samkomulagi.

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.

Nefndin ákvað að vísa málinu frá með vísun í Vínarsamninginn frá 1961, en samkvæmt honum njóta sendiráðssvæði friðhelgi, þar með talið íbúð forstöðumanns sendiráðs. Í samningnum segir að einkaheimili sendierindreka njóti sömu friðhelgi.

Nefndin vísaði sömuleiðis í dóm Hæstiréttar frá árinu 1995 en taldi ekki unnt að líta öðruvísi á en að hún hafi ekki lögsögu yfir rétti eða skyldum erlendra sendiráða. Því yrði að vísa málinu frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×