Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni þar sem greinir frá verkefnum lögreglunnar frá klukkan 17 í gær og til morguns. Fram kemur að maðurinn sé vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Undir morgun voru tveir sem gistu fangaklefa lögreglunnar en alls voru bókuð 78 mál í kerfum lögreglunnar á tímabilinu.
Fram kemur að einnig hafi verið tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað og þjófnað úr verslun og voru tveir stöðvaðir af öryggisvörðum grunaðir um verknaðinn. Annar þeirra var á unglingsaldri og voru héldu þeir sína leið eftir skýrslutöku.
Einnig var tilkynnt um þjófnað úr tveimur verslunum til viðbótar og var í öðru tilvikinu um unglinga að ræða og málið unnið með foreldrum.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu á hóteli í miðborg Reykjavíkur þar sem maður neitaði að yfirgefa hótelið.
Á svæði lögreglustöðvar 4, sem nær meðal annars yfir Árbæ, Grafarholt, Grafarvog, Norðlingaholt og Mosfellsbæ var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem bíl hafði verið ekið á ljósastaur. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku til skoðunar en meiðsli voru ekki talin alvarleg.
Einnig var tilkynnt um bílveltu þar sem bíllinn er talinn hafa oltið einn hring. Bæði ökumaður og farþegar voru þó óslasaðir.