TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. desember 2024 21:14 Deilan um TikTok-bannið fer fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. getty Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. Greint var frá þessari ákvörðun réttarins í kvöld. TikTok-bannið snýr að tengingu miðilsins við Kína. Skilyrði fyrir því að banninu verði aflétt, samkvæmt lögunum, er að kínverskir eigendur selji hlut sinn. Frumvarp þess efnis flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings og var samþykkt af Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hæstiréttur féllst áður ekki á að taka málið fyrir í flýtimeðferð en hefur samþykkt að taka deiluna fyrir 10. janúar, níu dögum áður en bannið á að taka gildi. Áður hafði áfrýjunardómstóll hafnað tilraunum fyrirtækisins til að fá banninu hnekkt. Um væri að ræða þverpólitíska ákvörðun þings og tveggja forseta, sem ekki væri á færi dómstóla að endurskoða. Ólíklegt var talið að Hæstiréttur tæki málið fyrir en af sjö þúsund málskotsbeiðnum á ári, tekur rétturinn aðeins 100 mál til meðferðar. TikTok hefur fagnað ákvörðuninni í yfirlýsingu og ítrekað að um sé að ræða brot á stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningar. Samkvæmt lögspekingum vestanhafs er um að ræða mat á því hvort vegi þyngra: öryggishagsmunir ríkisins eða tjáningarfrelsi. Dómsmál TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Greint var frá þessari ákvörðun réttarins í kvöld. TikTok-bannið snýr að tengingu miðilsins við Kína. Skilyrði fyrir því að banninu verði aflétt, samkvæmt lögunum, er að kínverskir eigendur selji hlut sinn. Frumvarp þess efnis flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings og var samþykkt af Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hæstiréttur féllst áður ekki á að taka málið fyrir í flýtimeðferð en hefur samþykkt að taka deiluna fyrir 10. janúar, níu dögum áður en bannið á að taka gildi. Áður hafði áfrýjunardómstóll hafnað tilraunum fyrirtækisins til að fá banninu hnekkt. Um væri að ræða þverpólitíska ákvörðun þings og tveggja forseta, sem ekki væri á færi dómstóla að endurskoða. Ólíklegt var talið að Hæstiréttur tæki málið fyrir en af sjö þúsund málskotsbeiðnum á ári, tekur rétturinn aðeins 100 mál til meðferðar. TikTok hefur fagnað ákvörðuninni í yfirlýsingu og ítrekað að um sé að ræða brot á stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningar. Samkvæmt lögspekingum vestanhafs er um að ræða mat á því hvort vegi þyngra: öryggishagsmunir ríkisins eða tjáningarfrelsi.
Dómsmál TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira