Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 08:00 Stór hluti þeirra sem ljúka kennaranámi hefja aldrei störf við kennslu. Þetta vita kennarar, en núna virðist almenningur einnig vera byrjaður að taka eftir því. Eftir að hafa gafrað slatta á Netlu, Skemmunni og Scholar, rakst ég á tölur sem voru hreint ekki upp á marga fiska. Svo virðist sem 35% þeirra sem ljúka kennaranámi fara aldrei að kenna, og í kringum 30% þeirra sem byrja að kenna hætti á fyrstu árunum. Lítur út fyrir að það náist ekki að halda í nema 35% brautskráðra til frambúðar í kennslu lengur en fimm ár. Það getur ekki talist góð nýting á fjármagni sem varið er til nýliðunar. Það eru verri árangurstölur en sáust í síðustu PISA könnun. Og íslenskt samfélag var nú aldeilis ekki sátt með þær. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að síðustu ár settu Lilja Alfreðsdóttir og félagar í fráfarandi ríkisstjórn á laggirnar átaksverkefni til að fjölga kennaranemum, sporna við brottfalli þeirra og auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi. Þetta fól til að myndi í sér launað verknám, hvatningarstyrki og enga ritgerð. Það var svo sannarlega búinn til hvati til að skrá sig í námið og klára það. Og það var hið besta mál. Hvatakerfi er sniðugt til mannauðsstjórnunar og hefur ákveðið hagfræðilegt. Það má alveg færa rök fyrir því að tekist hafi að fjölga kennaranemum og sporna við brottfalli þeirra. En að auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi, það er svo allt önnur saga. Það gleymdist nefnilega að búa til hvata til þess að vinna við kennslu að námi loknu. Sem er gott og blessað. Við búum í frjálsu lýðræðisríki, einstaklingar eru ekki þvingaður til þess að vinna við það sem þeir menntuðu sig til að sinna. Það er ákveðið frelsismál, að breytir því þó ekki, að það vantar kennara. Hvort sem fólk er sátt með hvað þeir eru með í laun eða ekki. Það getur einfaldlega ekki verið sjálfbært fyrir land og þjóð að útskrifa sífellt kennara sem kenna eða lítið sem ekkert eftir útskrift, eða byrja aldrei á því. Fyrst það er á annað borð svona mikil eftirspurn en lítið framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Starfsumhverfi, laun og kjör eru hreinlega ekki samkeppnishæf. Vel má vera að innan raða kennara finnist þeir sem eru bara sáttir við að vera áskrifendur á laununum sínum. En hvað með þá sem langar að láta til sín taka? Er möguleiki að framúrskarandi kennarar upplifi tilgangsleysi í starfi? Og hverfi þess vegna til annara starfa, eða bugist undan álaginu. Gæti verið að kennara vanti eitthvað meira en þrönga launatöflu. Einhvern hvata til að skara fram úr í starfi, annað en hugsjón og faglega sjálfsvirðingu. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stór hluti þeirra sem ljúka kennaranámi hefja aldrei störf við kennslu. Þetta vita kennarar, en núna virðist almenningur einnig vera byrjaður að taka eftir því. Eftir að hafa gafrað slatta á Netlu, Skemmunni og Scholar, rakst ég á tölur sem voru hreint ekki upp á marga fiska. Svo virðist sem 35% þeirra sem ljúka kennaranámi fara aldrei að kenna, og í kringum 30% þeirra sem byrja að kenna hætti á fyrstu árunum. Lítur út fyrir að það náist ekki að halda í nema 35% brautskráðra til frambúðar í kennslu lengur en fimm ár. Það getur ekki talist góð nýting á fjármagni sem varið er til nýliðunar. Það eru verri árangurstölur en sáust í síðustu PISA könnun. Og íslenskt samfélag var nú aldeilis ekki sátt með þær. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að síðustu ár settu Lilja Alfreðsdóttir og félagar í fráfarandi ríkisstjórn á laggirnar átaksverkefni til að fjölga kennaranemum, sporna við brottfalli þeirra og auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi. Þetta fól til að myndi í sér launað verknám, hvatningarstyrki og enga ritgerð. Það var svo sannarlega búinn til hvati til að skrá sig í námið og klára það. Og það var hið besta mál. Hvatakerfi er sniðugt til mannauðsstjórnunar og hefur ákveðið hagfræðilegt. Það má alveg færa rök fyrir því að tekist hafi að fjölga kennaranemum og sporna við brottfalli þeirra. En að auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi, það er svo allt önnur saga. Það gleymdist nefnilega að búa til hvata til þess að vinna við kennslu að námi loknu. Sem er gott og blessað. Við búum í frjálsu lýðræðisríki, einstaklingar eru ekki þvingaður til þess að vinna við það sem þeir menntuðu sig til að sinna. Það er ákveðið frelsismál, að breytir því þó ekki, að það vantar kennara. Hvort sem fólk er sátt með hvað þeir eru með í laun eða ekki. Það getur einfaldlega ekki verið sjálfbært fyrir land og þjóð að útskrifa sífellt kennara sem kenna eða lítið sem ekkert eftir útskrift, eða byrja aldrei á því. Fyrst það er á annað borð svona mikil eftirspurn en lítið framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Starfsumhverfi, laun og kjör eru hreinlega ekki samkeppnishæf. Vel má vera að innan raða kennara finnist þeir sem eru bara sáttir við að vera áskrifendur á laununum sínum. En hvað með þá sem langar að láta til sín taka? Er möguleiki að framúrskarandi kennarar upplifi tilgangsleysi í starfi? Og hverfi þess vegna til annara starfa, eða bugist undan álaginu. Gæti verið að kennara vanti eitthvað meira en þrönga launatöflu. Einhvern hvata til að skara fram úr í starfi, annað en hugsjón og faglega sjálfsvirðingu. Höfundur er kennari
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun