Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 13:40 Sitiveni Rabuka, forsætisráðherra Fídji, segir veikindin hafa verið bundin við eitt hótel og að Kyrrahafseyríkið sé öruggur áfangastaður fyrir ferðamenn. AP/Rick Rycroft Ferðamálayfirvöld á Fídji segja að sjö erlendir ríkisborgarar sem veiktust eftir að þeir drukku hanastél á lúxushóteli hafi ekki orðið fyrir eitrun af völdum tréspíra eða ólöglegra lyfja. Málið olli fjaðrafoki í eyríkinu sem reiðir sig að miklu leyti á ferðaþjónustu. Sex Ástralir og einn Bandaríkjamaður voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að þeir veiktust á Warwick-hótelinu, fimm stjörnu gististað við bæinn Sigatoka, á laugardag. Ferðamennirnir köstuðu upp og þjáðust af ógleði og taugakerfiseinkennum, að sögn heilbrigðisyfirvalda á eyjunni. Fjölmiðlar sögðu frá því að grunur léki á því að fólkið hefði orðið fyrir eitrun af völdum mengaðs áfengis. Sex ferðamenn létu lífi eftir að þeir drukku áfenga drykki sem voru mengaðir með tréspíra í Laos í síðasta mánuði. Nú fullyrðir Viliame R. Gavoka, ferðamálaráðherra Fídji, að engin merki um tréspíra eða ólögleg efni hafi fundist í áfenginu eða hráefnum sem voru notuð í hanastélin. „Niðurstaðan að það séu engar vísbendingar um áfengiseitrun eru frábærar fréttir fyrir Fídji, sérstaklega fyrir lífsnauðsynlegan ferðamannaiðnaðinn okkar,“ sagði Gavoka, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hvetur erlend ríki til þess að draga til baka viðvaranir til ríkisborgara sinna um hættuna sem fylgi áfengjum drykkjum á Fídji. Mengað áfengi er vandamál á fjölda ferðamannastaða þar sem takmarkaðar reglur og eftirlit tíðkast. Þar er áfengi ýmist drýgt eða skipt alfarið út fyrir heimabruggaðan spíra sem getur reynst lífshættulegur fólki. Fídji Ferðalög Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. 16. desember 2024 09:05 Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Sex Ástralir og einn Bandaríkjamaður voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að þeir veiktust á Warwick-hótelinu, fimm stjörnu gististað við bæinn Sigatoka, á laugardag. Ferðamennirnir köstuðu upp og þjáðust af ógleði og taugakerfiseinkennum, að sögn heilbrigðisyfirvalda á eyjunni. Fjölmiðlar sögðu frá því að grunur léki á því að fólkið hefði orðið fyrir eitrun af völdum mengaðs áfengis. Sex ferðamenn létu lífi eftir að þeir drukku áfenga drykki sem voru mengaðir með tréspíra í Laos í síðasta mánuði. Nú fullyrðir Viliame R. Gavoka, ferðamálaráðherra Fídji, að engin merki um tréspíra eða ólögleg efni hafi fundist í áfenginu eða hráefnum sem voru notuð í hanastélin. „Niðurstaðan að það séu engar vísbendingar um áfengiseitrun eru frábærar fréttir fyrir Fídji, sérstaklega fyrir lífsnauðsynlegan ferðamannaiðnaðinn okkar,“ sagði Gavoka, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hvetur erlend ríki til þess að draga til baka viðvaranir til ríkisborgara sinna um hættuna sem fylgi áfengjum drykkjum á Fídji. Mengað áfengi er vandamál á fjölda ferðamannastaða þar sem takmarkaðar reglur og eftirlit tíðkast. Þar er áfengi ýmist drýgt eða skipt alfarið út fyrir heimabruggaðan spíra sem getur reynst lífshættulegur fólki.
Fídji Ferðalög Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. 16. desember 2024 09:05 Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. 16. desember 2024 09:05
Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44