Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 07:00 Camilla Herrem hefur skorað 951 mark í 332 landsleikjum fyrir Noreg. Landsleikirnir verða ekki fleiri. Getty/Henk Seppen/ Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu í síðasta skiptið á sunnudagskvöldið en það var annar meðlimur liðsins einnig að kveðja þetta kvöld. Hornamaðurinn Camilla Herrem tilkynnti það eftir leikinn að hún hafi þarna spilað sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hún er 38 ára gömul og hefur verið í kringum landsliðið í nítján ár. „Þetta var síðasti landsleikurinn minn. Ég hef ákveðið að segja þetta gott og er mjög stolt af ferlinum. Það verður gott að fá smá auka hvíld heima en um leið er þetta smá sorglegt líka,“ sagði Camilla Herrem við Viaplay eftir leikinn. NRK Sport fjallaði um Camilla Herrem.NRK Herrem var að klára sitt tuttugasta stórmót með norska landsliðinu og var að vinna sitt ellefta stórmótagull. Hún og Þórir hafa því unnið mörg gull saman. Herrem var fyrst með landsliðinu árið 2006 og hefur verið hluti af landsliðinu allan tímann sem Þórir hefur þjálfað liðið. Það vissu allir að Þórir væri að kveðja en leikmenn norska liðsins vissu ekki af ákvörðun Herrem fyrr en eftir úrslitaleikinn. Herrem sagði norska ríkisútvarpinu frá því að hún hafi ákveðið það í september að þetta yrði hennar síðasta mót. Það vissu samt mjög fáir af því að Herrem væri búin að taka þessa ákvörðun. Enginn leikmaður vissi af þessu heldur aðeins Þórir og þjálfarateymið. „Ég vildi ekki segja stelpunum frá þessu af því að það var svo mikið í gangi. Ég sagði þeim frá þessu í liðshringnum eftir að við kláruðu leikinn. Þetta breyttist fljótt í mjög tilfinningaríka stund,“ sagði Herrem. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir þér Þórir. Ég er svo ánægð að enda þetta á sama tíma og þú. Það er erfitt að enda landsliðsferilinn en um leið finnst mér þetta vera rétti tímapunkturinn,“ sagði Herrem við Þóri eftir leikinn. Þau enda bæði sem Ólympíu- og Evrópumeistarar á síðasta árinu sínu. Herrem söng að venju lagið Tore Tang í sigurgleðinni eftir leikinn en það er hefð fyrir því að hún syngi lagið sem norska hljómsveitin Mods gerði vinsælt árið í byrjun níunda áratugarins. Fyrir þá sem hafa áhuga á heyra lagið má hlusta á það hér fyrir neðan. Það mætti vissulega lesa eitthvað úr „Tore Tang, ein gammal mann“ í texta viðlagsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=87eFLEl-xz8">watch on YouTube</a> EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Hornamaðurinn Camilla Herrem tilkynnti það eftir leikinn að hún hafi þarna spilað sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hún er 38 ára gömul og hefur verið í kringum landsliðið í nítján ár. „Þetta var síðasti landsleikurinn minn. Ég hef ákveðið að segja þetta gott og er mjög stolt af ferlinum. Það verður gott að fá smá auka hvíld heima en um leið er þetta smá sorglegt líka,“ sagði Camilla Herrem við Viaplay eftir leikinn. NRK Sport fjallaði um Camilla Herrem.NRK Herrem var að klára sitt tuttugasta stórmót með norska landsliðinu og var að vinna sitt ellefta stórmótagull. Hún og Þórir hafa því unnið mörg gull saman. Herrem var fyrst með landsliðinu árið 2006 og hefur verið hluti af landsliðinu allan tímann sem Þórir hefur þjálfað liðið. Það vissu allir að Þórir væri að kveðja en leikmenn norska liðsins vissu ekki af ákvörðun Herrem fyrr en eftir úrslitaleikinn. Herrem sagði norska ríkisútvarpinu frá því að hún hafi ákveðið það í september að þetta yrði hennar síðasta mót. Það vissu samt mjög fáir af því að Herrem væri búin að taka þessa ákvörðun. Enginn leikmaður vissi af þessu heldur aðeins Þórir og þjálfarateymið. „Ég vildi ekki segja stelpunum frá þessu af því að það var svo mikið í gangi. Ég sagði þeim frá þessu í liðshringnum eftir að við kláruðu leikinn. Þetta breyttist fljótt í mjög tilfinningaríka stund,“ sagði Herrem. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir þér Þórir. Ég er svo ánægð að enda þetta á sama tíma og þú. Það er erfitt að enda landsliðsferilinn en um leið finnst mér þetta vera rétti tímapunkturinn,“ sagði Herrem við Þóri eftir leikinn. Þau enda bæði sem Ólympíu- og Evrópumeistarar á síðasta árinu sínu. Herrem söng að venju lagið Tore Tang í sigurgleðinni eftir leikinn en það er hefð fyrir því að hún syngi lagið sem norska hljómsveitin Mods gerði vinsælt árið í byrjun níunda áratugarins. Fyrir þá sem hafa áhuga á heyra lagið má hlusta á það hér fyrir neðan. Það mætti vissulega lesa eitthvað úr „Tore Tang, ein gammal mann“ í texta viðlagsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=87eFLEl-xz8">watch on YouTube</a>
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira