Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar 18. desember 2024 08:00 UN Women á Íslandi fagnar í dag að 35 ár eru liðin frá stofnun samtakanna hér á Íslandi. Í 35 ár hefur UN Women á Íslandi unnið að því að fræða almenning um stöðu kvenna og stúlkna um allan heim og afla fjár til verkefna UN Women á heimsvísu. Á tímamótum sem þessum er tilefni til að líta yfir farinn veg og rifja upp áfangasigra samtakanna. Saga UN Women á Íslandi hófst árið 1989 þegar nokkrar hugsjónakonur tóku sig saman og stofnuðu landsnefnd UNIFEM á Íslandi. Tíu einstaklingar mættu á stofnfundinn þar sem kosið var í fimm manna stjórn og Sæunn Andrésdóttir kjörin fyrsti formaður landsnefndarinnar. Konurnar sem skipuðu stjórnina lögðu á sig ómælda vinnu til að kynna starfsemi UNIFEM fyrir stjórnvöldum og almenningi, allt í sjálfboðavinnu og samhliða fullri vinnu annars staðar. Fyrstu árin einkenndust af takmörkuðum áhuga og skilningi á málefninu, en á þessum tíma var lítið rætt um þróunarmál á Íslandi og enn síður hugað að jafnréttissjónarmiðum í því samhengi. Með árunum jókst þó áhugi hjá stjórnvöldum, einkageiranum og almenningi fyrir starfi landsnefndar UNIFEM og var það þrotlausri vinnu stjórnar UNIFEM að þakka. Tímamót þegar UN Women var sett á fót Árið 2006 urðu svo tímamót í sögu UNIFEM á Íslandi þegar hægt var að ráða fyrstu starfskonu landsnefndarinnar í fullt starf. Annar stór og mikilvægur áfangi í sögu landsnefndarinnar varð árið 2010 þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ákváðu að sameina UNIFEM-sjóðinn nokkrum smærri rannsóknarstofnunum um kynjajafnrétti innan Sameinuðu þjóðanna. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, var sett á fót og er enn í dag eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem starfar alfarið í þágu kvenna og jafnréttis. Með stofnun UN Women sýndu aðildarríki SÞ í verki hve mikilvæg jafnréttismál eru fyrir framþróun heimsins alls, því það er löngu orðið ljóst að án jafnréttis verður ekki mögulegt að uppfylla önnur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland skásta land í heimi í jafnréttismálum UN Women á Íslandi er ein þrettán starfandi landsnefnda UN Women. Landsnefndirnar eru skráðar sem frjáls félagasamtök og eru ekki reknar í hagnaðarskyni. Helsta hlutverk þeirra er að styðja við verkefni UN Women á heimsvísu með fjáröflun og vitundarvakningu. Átta ár í röð hefur UN Women á Íslandi sent hæstu kjarnaframlög allra landsnefnda UN Women til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi, kallaðir Ljósberar, eru stærstu bakhjarlar samtakanna og eru framlög þeirra ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi geta sent út hæstu kjarnaframlögin ár eftir ár. Að auki stendur UN Women á Íslandi reglulega fyrir fjáröflunum sem eru eyrnamerktar ákveðnum verkefnum eða landssvæðum. Þar má nefna hina árlegu FO-herferð sem hefur frá upphafi safnað hátt í 120 milljónum í verkefni UN Women sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Getum við orðið fyrst í heimi? Verkefni UN Women á heimsvísu er mörg og margþætt en hafa öll sama markmið – að vinna að framgangi jafnréttis og efla konur og stúlkur um allan heim. Þetta er gert með ýmsum leiðum, m.a. í samvinnu og samtali við stjórnvöld ríkja til að þrýsta á lagabreytingar, með því að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð á tímum hamfara og átaka og með fjárstuðningi við kvenrekin félagasamtök, til dæmis í Afganistan. Jafnrétti hefur aldrei fengist án óeigingjarnar baráttu kvenna og bakhjarla þeirra. Og það mun aldrei nást nema öll leggi sín lóð á vogarskálarnar. Á 35 ára afmæli UN Women á Íslandi hvetja samtökin ný stjórnvöld til þess að einsetja sér að verða fyrsta ríki heims til að ná jafnrétti og halda áfram að vera fánaberi jafnréttis á alþjóðavettvangi. Næsta kynslóð Íslendinga gæti þar með orðið fyrsta kynslóðin í mannkynssögunni sem elst upp við kynjajöfnuð. Með þeim hætti getur litla Ísland sannarlega skráð sig í sögubækurnar – en það gerist ekki án fjármagns og samtakamáttar. Við þökkum öllum okkar bakhjörlum; stjórnvöldum, fyrirtækjum og einstaklingum, ómetanlegt samstarf og stuðning í gegnum árin og hlökkum til að halda áfram að breyta heiminum til hins betra fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
UN Women á Íslandi fagnar í dag að 35 ár eru liðin frá stofnun samtakanna hér á Íslandi. Í 35 ár hefur UN Women á Íslandi unnið að því að fræða almenning um stöðu kvenna og stúlkna um allan heim og afla fjár til verkefna UN Women á heimsvísu. Á tímamótum sem þessum er tilefni til að líta yfir farinn veg og rifja upp áfangasigra samtakanna. Saga UN Women á Íslandi hófst árið 1989 þegar nokkrar hugsjónakonur tóku sig saman og stofnuðu landsnefnd UNIFEM á Íslandi. Tíu einstaklingar mættu á stofnfundinn þar sem kosið var í fimm manna stjórn og Sæunn Andrésdóttir kjörin fyrsti formaður landsnefndarinnar. Konurnar sem skipuðu stjórnina lögðu á sig ómælda vinnu til að kynna starfsemi UNIFEM fyrir stjórnvöldum og almenningi, allt í sjálfboðavinnu og samhliða fullri vinnu annars staðar. Fyrstu árin einkenndust af takmörkuðum áhuga og skilningi á málefninu, en á þessum tíma var lítið rætt um þróunarmál á Íslandi og enn síður hugað að jafnréttissjónarmiðum í því samhengi. Með árunum jókst þó áhugi hjá stjórnvöldum, einkageiranum og almenningi fyrir starfi landsnefndar UNIFEM og var það þrotlausri vinnu stjórnar UNIFEM að þakka. Tímamót þegar UN Women var sett á fót Árið 2006 urðu svo tímamót í sögu UNIFEM á Íslandi þegar hægt var að ráða fyrstu starfskonu landsnefndarinnar í fullt starf. Annar stór og mikilvægur áfangi í sögu landsnefndarinnar varð árið 2010 þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ákváðu að sameina UNIFEM-sjóðinn nokkrum smærri rannsóknarstofnunum um kynjajafnrétti innan Sameinuðu þjóðanna. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, var sett á fót og er enn í dag eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem starfar alfarið í þágu kvenna og jafnréttis. Með stofnun UN Women sýndu aðildarríki SÞ í verki hve mikilvæg jafnréttismál eru fyrir framþróun heimsins alls, því það er löngu orðið ljóst að án jafnréttis verður ekki mögulegt að uppfylla önnur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland skásta land í heimi í jafnréttismálum UN Women á Íslandi er ein þrettán starfandi landsnefnda UN Women. Landsnefndirnar eru skráðar sem frjáls félagasamtök og eru ekki reknar í hagnaðarskyni. Helsta hlutverk þeirra er að styðja við verkefni UN Women á heimsvísu með fjáröflun og vitundarvakningu. Átta ár í röð hefur UN Women á Íslandi sent hæstu kjarnaframlög allra landsnefnda UN Women til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi, kallaðir Ljósberar, eru stærstu bakhjarlar samtakanna og eru framlög þeirra ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi geta sent út hæstu kjarnaframlögin ár eftir ár. Að auki stendur UN Women á Íslandi reglulega fyrir fjáröflunum sem eru eyrnamerktar ákveðnum verkefnum eða landssvæðum. Þar má nefna hina árlegu FO-herferð sem hefur frá upphafi safnað hátt í 120 milljónum í verkefni UN Women sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Getum við orðið fyrst í heimi? Verkefni UN Women á heimsvísu er mörg og margþætt en hafa öll sama markmið – að vinna að framgangi jafnréttis og efla konur og stúlkur um allan heim. Þetta er gert með ýmsum leiðum, m.a. í samvinnu og samtali við stjórnvöld ríkja til að þrýsta á lagabreytingar, með því að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð á tímum hamfara og átaka og með fjárstuðningi við kvenrekin félagasamtök, til dæmis í Afganistan. Jafnrétti hefur aldrei fengist án óeigingjarnar baráttu kvenna og bakhjarla þeirra. Og það mun aldrei nást nema öll leggi sín lóð á vogarskálarnar. Á 35 ára afmæli UN Women á Íslandi hvetja samtökin ný stjórnvöld til þess að einsetja sér að verða fyrsta ríki heims til að ná jafnrétti og halda áfram að vera fánaberi jafnréttis á alþjóðavettvangi. Næsta kynslóð Íslendinga gæti þar með orðið fyrsta kynslóðin í mannkynssögunni sem elst upp við kynjajöfnuð. Með þeim hætti getur litla Ísland sannarlega skráð sig í sögubækurnar – en það gerist ekki án fjármagns og samtakamáttar. Við þökkum öllum okkar bakhjörlum; stjórnvöldum, fyrirtækjum og einstaklingum, ómetanlegt samstarf og stuðning í gegnum árin og hlökkum til að halda áfram að breyta heiminum til hins betra fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun