Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar 17. desember 2024 08:02 Gerðu það sem þú getur, með það sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi orð, sem má rekja til tveggja snillinga – bandaríska forsetans Theodore Roosevelt og rithöfundarins Mayu Angelou – mynda heildstæða hugsun sem getur verið leiðarljós í flóknu og síbreytilegu umhverfi nútímans. Roosevelt hvatti fólk til að nýta núverandi aðstæður og þau úrræði sem það hefur til að gera sitt besta. Angelou bætti við að þegar við lærum meira og skiljum betur beri okkur að haga okkur samkvæmt því og gera enn betur. Saman gefa þessi sjónarmið okkur praktíska nálgun: Byrjaðu þar sem þú ert hér og nú, nýttu það sem þú hefur og þegar þekkingin eykst, bættu það sem betur má fara. Ný tækni, ný tækifæri Í heimi hraðra tækniframfara, þar sem gervigreind og stafrænar lausnir breyta landslaginu dag hvern, stöndum við frammi fyrir nýjum tækifærum. Við höfum aðgang að áður óhugsanlegu magni upplýsinga og verkfæra. Spurningin er: Hvernig nýtum við þau skynsamlega til að ná árangri og þróast sem einstaklingar? Nýttu það sem þú hefur í dag Fyrsta skrefið er að nýta þá burði sem þegar eru fyrir hendi. Þú þarft ekki að bíða eftir fullkomnum aðstæðum eða tækifærum til að hefjast handa. Hvort sem um ræðir verkefni í vinnu, námi eða einkalífi, getur þú byrjað strax að breyta og bæta. Tæknilausnir eins og gervigreind geta hjálpað til við að leysa vandamál á nýstárlegan hátt, auka skilvirkni og bæta lífsgæði. Þróaðu þig áfram Við megum ekki staðna. Þegar við öðlumst meiri þekkingu og dýpri skilning eigum við að nýta það svigrúm sem þannig skapast til að gera enn betur. Þetta felur í sér opið hugarfar, viljann til að prófa nýjar lausnir og sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum. Með stöðugri framþróun eflum við getu okkar til að bæta bæði okkur sjálf og umhverfi okkar. Hagnýt leið í amstri dagsins Hvernig getum við beitt þessari hugsun í raun? Í vinnu: Nýttu þau verkfæri sem til eru til að auka skilvirkni. Lærðu á ný forrit, prófaðu nýjar aðferðir og leitaðu stöðugt betri lausna. Mínúta við undirbúning getur sparað klukkustund í framkvæmd. Í námi: Notaðu aðgengilegar upplýsingar á netinu, lesefni og námsefni til að dýpka skilning þinn. Virkjaðu gervigreindina sem lærimeistara. Lestu klukkustundir á dag. Þegar þú skilur hlutina betur geturðu beitt þekkingunni til að ná enn betri árangri. Í samskiptum: Vertu opinn fyrir nýjum sjónarmiðum. Aukinn skilningur á fólki og umhverfi þínu getur styrkt tengsl og aukið samkennd. Í hátæknivæddum heimi verður tilfinningagreind og samskiptalipurð meðal verðmætustu hæfileika. Framtíðin er björt ef við tökum frumkvæði Tæknin mun halda áfram að þróast með ógnarhraða og það er okkar að beita henni skynsamlega, af mennsku og framsýni. Ef við nýtum það sem til er og bætum okkur, samhliða aukinni þekkingu, getum við mótað farsæla framtíð. Stígðu skrefið strax. Gerðu það sem þú getur, með því sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi einfalda, en þó djúpa hugsun er lykill að stöðugum vexti. Með henni getum við bætt okkur sjálf, haft jákvæð áhrif á umhverfið og byggt upp líf sem er stöðugt í þróun til hins betra. Aðstæður verða aldrei réttar, tímasetningin aldrei fullkomin, og við aldrei fullnumin. Sú staðreynd er frelsandi: Við getum ávallt gert okkar besta í dag og svo gert enn betur á morgun. Framtíðin bíður þeirra sem taka frumkvæði og stíga skrefið sem rímar við þessi orð sem eignuð eru heilögum Frans frá Assisi: „Byrjaðu á því nauðsynlega, svo því mögulega og áður en þú veist af ertu farinn að gera það ómögulega.” Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gerðu það sem þú getur, með það sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi orð, sem má rekja til tveggja snillinga – bandaríska forsetans Theodore Roosevelt og rithöfundarins Mayu Angelou – mynda heildstæða hugsun sem getur verið leiðarljós í flóknu og síbreytilegu umhverfi nútímans. Roosevelt hvatti fólk til að nýta núverandi aðstæður og þau úrræði sem það hefur til að gera sitt besta. Angelou bætti við að þegar við lærum meira og skiljum betur beri okkur að haga okkur samkvæmt því og gera enn betur. Saman gefa þessi sjónarmið okkur praktíska nálgun: Byrjaðu þar sem þú ert hér og nú, nýttu það sem þú hefur og þegar þekkingin eykst, bættu það sem betur má fara. Ný tækni, ný tækifæri Í heimi hraðra tækniframfara, þar sem gervigreind og stafrænar lausnir breyta landslaginu dag hvern, stöndum við frammi fyrir nýjum tækifærum. Við höfum aðgang að áður óhugsanlegu magni upplýsinga og verkfæra. Spurningin er: Hvernig nýtum við þau skynsamlega til að ná árangri og þróast sem einstaklingar? Nýttu það sem þú hefur í dag Fyrsta skrefið er að nýta þá burði sem þegar eru fyrir hendi. Þú þarft ekki að bíða eftir fullkomnum aðstæðum eða tækifærum til að hefjast handa. Hvort sem um ræðir verkefni í vinnu, námi eða einkalífi, getur þú byrjað strax að breyta og bæta. Tæknilausnir eins og gervigreind geta hjálpað til við að leysa vandamál á nýstárlegan hátt, auka skilvirkni og bæta lífsgæði. Þróaðu þig áfram Við megum ekki staðna. Þegar við öðlumst meiri þekkingu og dýpri skilning eigum við að nýta það svigrúm sem þannig skapast til að gera enn betur. Þetta felur í sér opið hugarfar, viljann til að prófa nýjar lausnir og sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum. Með stöðugri framþróun eflum við getu okkar til að bæta bæði okkur sjálf og umhverfi okkar. Hagnýt leið í amstri dagsins Hvernig getum við beitt þessari hugsun í raun? Í vinnu: Nýttu þau verkfæri sem til eru til að auka skilvirkni. Lærðu á ný forrit, prófaðu nýjar aðferðir og leitaðu stöðugt betri lausna. Mínúta við undirbúning getur sparað klukkustund í framkvæmd. Í námi: Notaðu aðgengilegar upplýsingar á netinu, lesefni og námsefni til að dýpka skilning þinn. Virkjaðu gervigreindina sem lærimeistara. Lestu klukkustundir á dag. Þegar þú skilur hlutina betur geturðu beitt þekkingunni til að ná enn betri árangri. Í samskiptum: Vertu opinn fyrir nýjum sjónarmiðum. Aukinn skilningur á fólki og umhverfi þínu getur styrkt tengsl og aukið samkennd. Í hátæknivæddum heimi verður tilfinningagreind og samskiptalipurð meðal verðmætustu hæfileika. Framtíðin er björt ef við tökum frumkvæði Tæknin mun halda áfram að þróast með ógnarhraða og það er okkar að beita henni skynsamlega, af mennsku og framsýni. Ef við nýtum það sem til er og bætum okkur, samhliða aukinni þekkingu, getum við mótað farsæla framtíð. Stígðu skrefið strax. Gerðu það sem þú getur, með því sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi einfalda, en þó djúpa hugsun er lykill að stöðugum vexti. Með henni getum við bætt okkur sjálf, haft jákvæð áhrif á umhverfið og byggt upp líf sem er stöðugt í þróun til hins betra. Aðstæður verða aldrei réttar, tímasetningin aldrei fullkomin, og við aldrei fullnumin. Sú staðreynd er frelsandi: Við getum ávallt gert okkar besta í dag og svo gert enn betur á morgun. Framtíðin bíður þeirra sem taka frumkvæði og stíga skrefið sem rímar við þessi orð sem eignuð eru heilögum Frans frá Assisi: „Byrjaðu á því nauðsynlega, svo því mögulega og áður en þú veist af ertu farinn að gera það ómögulega.” Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar