Uppsagnarbréf á jóladag það eina sem hélt vatni fyrir dómi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2024 19:11 Matreiðslumaður á rétt til rúmlega 1,4 milljóna króna vegna vangreiddra launa á uppsagnarfresti. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag atvinnurekanda til að greiða fyrrum launþega sínum, matreiðslumanni, 1,4 milljónir króna vegna vangoldinna launa og orlofs. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að matreiðslumaðurinn hafi hafið störf á veitingahúsi hjá hinum stefnda í desember 2022. Ekki hafi verið gerður skriflegur ráðningarsamningur. Tæpu ári síðar, þann 30. nóvember 2023, hafi hann vegna mikilla anna verið kallaður til vinnu þrátt fyrir að vera ekki skráður á vakt. Að þeirri vakt lokinni hafi matreiðslumaðurinn rætt við yfirmann sinn vegna þess að hann hafi ekki fengið launaseðil. Yfirmaðurinn hafi þá sagt honum að til þess gæti komið að hinn stefndi þyrfti að segja matreiðslumanninum upp störfum. Tæpum mánuði síðar, á jóladag, hafi matreiðslumaðurinn fengið uppsagnarbréf í tölvupósti. Bréfið hafi verið dagsett þann 30. nóvember, daginn sem matreiðslumanninum hefði verið tjáð að hann gæti átt von á uppsögn. Síðar hafi maðurinn fengið bréfið með bréfapósti á heimili sitt. Tveimur dögum eftir að hann hafi fengið uppsagnarbréfið í tölvupósti hafi hann mætt á skipulagða vakt enda tilbúinn að vinna upp kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest. Hann hafi aftur á móti verið sendur heim af vaktinni og honum tjáð að starfskrafta hans væri ekki lengur óskað. Þaðan í frá hafi hann ekki fengið greidd laun. Of mikið í símanum Matreiðslumaðurinn höfðaði mál fyrir dómi eftir að hafa með bréfi skorað á stefnda að greiða þau laun sem upp á vantaði og fengið höfnun. Stefnukrafan var byggð á því að matreiðslumaðurinn hafi ekki fengið greidd laun á kjarasamningsbundnum uppsagnarfresti, til loka febrúar 2024. Fyrir dómi bar atvinnurekandinn fyrir sig að eftir vaktina sem matreiðslumaðurinn tók þann 30. nóvember hafi honum verið tjáð að óánægja væri um frammistöðu hans. Til að mynda eyddi hann of miklum tíma í símanum á vinnutíma. Því þyrfti að segja honum upp. Stefndi sagði fyrirsvarsmann sinn hafa rétt honum uppsagnarbréf í umræddu samtali. Matreiðslumaðurinn hafi neitað að skrifa undir uppsagnarbréfið, tekið það og strunsað burt. Í desember hafi hann verið reglulega minntur á að hann þyrfti að skrifa undir bréfið. Kom grátandi inn í eldhús en ekkert bréf í augnsýn Við aðalmeðferð málsins sagðist vitni, starfsmaður veitingastaðarins, aftur á móti ekki hafa orðið var við að matreiðslumaðurinn héldi á bréfi umrætt kvöld. Hann hafi komið grátandi inn í eldhús og tjáð starfsmönnum að atvinnurekendurnir hafi „reynt að reka“ sig. Í dóminum segir að með vitnisburðinum sé ekki komin fram full sönnun um að manninum hafi verið sagt skriflega upp störfum umrætt sinn. Skilaboð sem matreiðslumaðurinn sendi á hópspjall þann 2. desember styðji enn fremur málatilbúnað hans um að honum hafi ekki verið skriflega sagt upp tveimur dögum fyrr. Að mati dómsins hafi hinn stefndi því ekki sýnt fram á að manninum hafi verið skriflega sagt upp störfum þann 30. nóvember 2023. Samkvæmt almennum reglum vinnuréttar miðist uppsögn við mánaðamót og tilkynning um uppsögn starfsmanns bindi hann því einungis frá því tímamarki sem hún sé komin til hans og hann geti kynnt sér efni hennar. Stefnanda hafi verið afhent uppsagnarbréfið á jóladag, 25. desember 2023, og geti uppsagnarfrestur því í fyrsta lagi byrjað að líða um mánaðamótin desember 2023 og janúar 2024. Matreiðslumaðurinn ætti því rétt til til launa fyrir janúar og febrúar 2024, en samkvæmt kjarasamningi miðaðist uppsagnarfrestur við tvo mánuði. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi atvinnurekandann til að greiða matreiðslumanninum rúmlega 1,4 milljónir vegna vangreiddra launa og orlofs ásamt dráttarvöxtum. Þá var stefndi dæmdur til að greiða manninum hálfa milljón í málskostnað. Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms kemur fram að matreiðslumaðurinn hafi hafið störf á veitingahúsi hjá hinum stefnda í desember 2022. Ekki hafi verið gerður skriflegur ráðningarsamningur. Tæpu ári síðar, þann 30. nóvember 2023, hafi hann vegna mikilla anna verið kallaður til vinnu þrátt fyrir að vera ekki skráður á vakt. Að þeirri vakt lokinni hafi matreiðslumaðurinn rætt við yfirmann sinn vegna þess að hann hafi ekki fengið launaseðil. Yfirmaðurinn hafi þá sagt honum að til þess gæti komið að hinn stefndi þyrfti að segja matreiðslumanninum upp störfum. Tæpum mánuði síðar, á jóladag, hafi matreiðslumaðurinn fengið uppsagnarbréf í tölvupósti. Bréfið hafi verið dagsett þann 30. nóvember, daginn sem matreiðslumanninum hefði verið tjáð að hann gæti átt von á uppsögn. Síðar hafi maðurinn fengið bréfið með bréfapósti á heimili sitt. Tveimur dögum eftir að hann hafi fengið uppsagnarbréfið í tölvupósti hafi hann mætt á skipulagða vakt enda tilbúinn að vinna upp kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest. Hann hafi aftur á móti verið sendur heim af vaktinni og honum tjáð að starfskrafta hans væri ekki lengur óskað. Þaðan í frá hafi hann ekki fengið greidd laun. Of mikið í símanum Matreiðslumaðurinn höfðaði mál fyrir dómi eftir að hafa með bréfi skorað á stefnda að greiða þau laun sem upp á vantaði og fengið höfnun. Stefnukrafan var byggð á því að matreiðslumaðurinn hafi ekki fengið greidd laun á kjarasamningsbundnum uppsagnarfresti, til loka febrúar 2024. Fyrir dómi bar atvinnurekandinn fyrir sig að eftir vaktina sem matreiðslumaðurinn tók þann 30. nóvember hafi honum verið tjáð að óánægja væri um frammistöðu hans. Til að mynda eyddi hann of miklum tíma í símanum á vinnutíma. Því þyrfti að segja honum upp. Stefndi sagði fyrirsvarsmann sinn hafa rétt honum uppsagnarbréf í umræddu samtali. Matreiðslumaðurinn hafi neitað að skrifa undir uppsagnarbréfið, tekið það og strunsað burt. Í desember hafi hann verið reglulega minntur á að hann þyrfti að skrifa undir bréfið. Kom grátandi inn í eldhús en ekkert bréf í augnsýn Við aðalmeðferð málsins sagðist vitni, starfsmaður veitingastaðarins, aftur á móti ekki hafa orðið var við að matreiðslumaðurinn héldi á bréfi umrætt kvöld. Hann hafi komið grátandi inn í eldhús og tjáð starfsmönnum að atvinnurekendurnir hafi „reynt að reka“ sig. Í dóminum segir að með vitnisburðinum sé ekki komin fram full sönnun um að manninum hafi verið sagt skriflega upp störfum umrætt sinn. Skilaboð sem matreiðslumaðurinn sendi á hópspjall þann 2. desember styðji enn fremur málatilbúnað hans um að honum hafi ekki verið skriflega sagt upp tveimur dögum fyrr. Að mati dómsins hafi hinn stefndi því ekki sýnt fram á að manninum hafi verið skriflega sagt upp störfum þann 30. nóvember 2023. Samkvæmt almennum reglum vinnuréttar miðist uppsögn við mánaðamót og tilkynning um uppsögn starfsmanns bindi hann því einungis frá því tímamarki sem hún sé komin til hans og hann geti kynnt sér efni hennar. Stefnanda hafi verið afhent uppsagnarbréfið á jóladag, 25. desember 2023, og geti uppsagnarfrestur því í fyrsta lagi byrjað að líða um mánaðamótin desember 2023 og janúar 2024. Matreiðslumaðurinn ætti því rétt til til launa fyrir janúar og febrúar 2024, en samkvæmt kjarasamningi miðaðist uppsagnarfrestur við tvo mánuði. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi atvinnurekandann til að greiða matreiðslumanninum rúmlega 1,4 milljónir vegna vangreiddra launa og orlofs ásamt dráttarvöxtum. Þá var stefndi dæmdur til að greiða manninum hálfa milljón í málskostnað.
Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira