Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 09:33 Lee Jae-myung er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu. Vísir/EPA Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. Starfandi forseti Suður-Kóreu, Han Duck-soo, ræddi við forseta Bandaríkjanna í gær og segir í yfirlýsingu að stjórnvöld muni viðhalda utanríkis- og öryggisstefnu án truflunar og gera allt til að tryggja að samband Suður-Kóreu og Bandaríkjanna verði samt og þróað áfram. Í frétt Reuters segir að yfirlýsingunni sé ætlað að róa fjármálamarkaði og bandamenn landsins degi eftir að þingið ákvað að ákæra forseta landsins, Yoon Suk Yeol, fyrir embættisafglöp eftir að hann setti herlög á landið fyrirvaralaust fyrir um viku síðan. Forsætisráðherra Suður Kóreu, Han Duck-soo, er starfandi forseti landsins á meðan stjórnarskrárdómstóll tekur fyrir mál forsetans.Vísir/EPA Lee Jae-myung hefur einnig lýst því yfir að stjórnarandstaðan ætli ekki að sækjast eftir því að Han verði einnig ákærður fyrir aðild hans að ákvörðun Yoon um að setja á herlög. Í frétt Guardian segir einnig að Seðlabanki Suður-Kóreu hafi lýst því yfir í dag að það muni halda mörkuðum stöðugum á meðan fjármálaeftirlit Suður-Kóreu hefur lýst því yfir að það muni útvíkka sjóði sem er ætlað að tryggja stöðugleika á markaði ef þörf er á. Han verður starfandi forseti á meðan stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu tekur mál Yoon fyrir. Dómstóllinn hefur sex mánuði til að ákveða hvort honum verði vikið úr embætti eða hvort hann verði áfram forseti. Um 200 þúsund manns fögnuðu ákvörðun þingsins í gær. Í frétt Reuters er haft eftir íbúum í Seúl að þau vonist til þess að Han taki engar afdrifaríkar ákvarðanir sem starfandi forseti. Þá er einnig haft eftir stuðningsmanni Yoon að hann sé leiður að Yoon hafi verið vikið frá völdum. Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03 Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56 Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Starfandi forseti Suður-Kóreu, Han Duck-soo, ræddi við forseta Bandaríkjanna í gær og segir í yfirlýsingu að stjórnvöld muni viðhalda utanríkis- og öryggisstefnu án truflunar og gera allt til að tryggja að samband Suður-Kóreu og Bandaríkjanna verði samt og þróað áfram. Í frétt Reuters segir að yfirlýsingunni sé ætlað að róa fjármálamarkaði og bandamenn landsins degi eftir að þingið ákvað að ákæra forseta landsins, Yoon Suk Yeol, fyrir embættisafglöp eftir að hann setti herlög á landið fyrirvaralaust fyrir um viku síðan. Forsætisráðherra Suður Kóreu, Han Duck-soo, er starfandi forseti landsins á meðan stjórnarskrárdómstóll tekur fyrir mál forsetans.Vísir/EPA Lee Jae-myung hefur einnig lýst því yfir að stjórnarandstaðan ætli ekki að sækjast eftir því að Han verði einnig ákærður fyrir aðild hans að ákvörðun Yoon um að setja á herlög. Í frétt Guardian segir einnig að Seðlabanki Suður-Kóreu hafi lýst því yfir í dag að það muni halda mörkuðum stöðugum á meðan fjármálaeftirlit Suður-Kóreu hefur lýst því yfir að það muni útvíkka sjóði sem er ætlað að tryggja stöðugleika á markaði ef þörf er á. Han verður starfandi forseti á meðan stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu tekur mál Yoon fyrir. Dómstóllinn hefur sex mánuði til að ákveða hvort honum verði vikið úr embætti eða hvort hann verði áfram forseti. Um 200 þúsund manns fögnuðu ákvörðun þingsins í gær. Í frétt Reuters er haft eftir íbúum í Seúl að þau vonist til þess að Han taki engar afdrifaríkar ákvarðanir sem starfandi forseti. Þá er einnig haft eftir stuðningsmanni Yoon að hann sé leiður að Yoon hafi verið vikið frá völdum.
Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03 Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56 Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03
Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32