„Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2024 17:11 Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir borgina þurfa að axla ábyrgð. Vísir/Samsett Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. Í vikunni hefur verið fjallað um stærðar vöruhús sem reist hefur verið steinsnar frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúar í húsinu eru afar ósáttir með nýbygginguna og nýja útsýnið sem getur seint talist eftirsóknarvert. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að gefa leyfi fyrir uppbyggingunni en borgarstjóri hefur sagst vilja hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið. Standa þurfi vörð um íbúabyggðina Líf segir ekkert annað koma til greina en að finna starfseminni sem á að fara fram í vöruhúsinu nýjan stað og að borgin þurfi að axla ábyrgð á mistökunum og vinda ofan af þeim. „Ég held að borgin þurfi að axla ábyrgð og leita einhverra leiða sem allir geta sætt sig við,“ segir Líf. „Í stað þess að vera að klóra í bakkann og vera með miðjumoð eins og borgarstjóri sem var með mjög Framsóknarlegt svar: Við ætlum að athuga hvort við getum lækkað þetta um einhverjar hæðir. Þetta snýst ekki um það,“ segir hún. Líf segist ekki vilja baka uppbyggingaraðilanum neitt tjón og að hægt sé að koma til móts við íbúa með því að flytja starfsemina. „Við þurfum að standa vörð um íbúabyggðina og hverfisbraginn. Það er að byggjast upp lítið hverfi. Það vantar einhverja atvinnustarfsemi en ekki starfsemi sem ætti að vera á skilgreindri atvinnulóð,“ segir Líf. Borgin taki á sig tapið Hún segir ábyrgðina borgarinnar. „Ég held að okkur sé best að vera ekki að klóra í bakkann og viðurkenna að þetta hafi verið klúður og leysa það. Þá finnst mér allt í lagi að borgin taki á sig tapið,“ segir Líf. „Mér finnst líka leiðinlegt að leita alltaf að sökudólgum en við verðum að fara í saumana á hvernig þetta gat farið fram hjá öllum þangað til að húsið var risið. Við þurfum líka að læra af þessu og gera þetta betur framvegis,“ segir hún. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í vikunni hefur verið fjallað um stærðar vöruhús sem reist hefur verið steinsnar frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúar í húsinu eru afar ósáttir með nýbygginguna og nýja útsýnið sem getur seint talist eftirsóknarvert. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að gefa leyfi fyrir uppbyggingunni en borgarstjóri hefur sagst vilja hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið. Standa þurfi vörð um íbúabyggðina Líf segir ekkert annað koma til greina en að finna starfseminni sem á að fara fram í vöruhúsinu nýjan stað og að borgin þurfi að axla ábyrgð á mistökunum og vinda ofan af þeim. „Ég held að borgin þurfi að axla ábyrgð og leita einhverra leiða sem allir geta sætt sig við,“ segir Líf. „Í stað þess að vera að klóra í bakkann og vera með miðjumoð eins og borgarstjóri sem var með mjög Framsóknarlegt svar: Við ætlum að athuga hvort við getum lækkað þetta um einhverjar hæðir. Þetta snýst ekki um það,“ segir hún. Líf segist ekki vilja baka uppbyggingaraðilanum neitt tjón og að hægt sé að koma til móts við íbúa með því að flytja starfsemina. „Við þurfum að standa vörð um íbúabyggðina og hverfisbraginn. Það er að byggjast upp lítið hverfi. Það vantar einhverja atvinnustarfsemi en ekki starfsemi sem ætti að vera á skilgreindri atvinnulóð,“ segir Líf. Borgin taki á sig tapið Hún segir ábyrgðina borgarinnar. „Ég held að okkur sé best að vera ekki að klóra í bakkann og viðurkenna að þetta hafi verið klúður og leysa það. Þá finnst mér allt í lagi að borgin taki á sig tapið,“ segir Líf. „Mér finnst líka leiðinlegt að leita alltaf að sökudólgum en við verðum að fara í saumana á hvernig þetta gat farið fram hjá öllum þangað til að húsið var risið. Við þurfum líka að læra af þessu og gera þetta betur framvegis,“ segir hún.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53
Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46
Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03